c

Pistlar:

29. október 2025 kl. 9:04

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Sól í samstöðu við 3I-Atlas

ATLAS shutterstock_2671776081Við erum í mjög öflugu orkutímabili næstu tvær vikurnar og í raun það sem eftir lifir af árinu, eins og mörg ykkar finna fyrir. 3I-Atlas verður í „perihelion“ (nánustu samstöðu við Sólina í þessari framhjáflugsferð) þann 29. október. Í raun hefur enginn hugmynd um hvaða áhrif sú afstaða mun hafa, en margir telja að hún muni hlaða Sólina með mjög gagnlegri orku fyrir okkur sem á Jörðinni búum. Sjá tilvísun á myndband Stefan Burns neðst í greininni.

3I-Atlas verður síðan í samstöðu við Venus þann 3. nóvember, rétt áður en kemur að öflugasta Ofurtungli ársins, en það verður fullt þann 5. nóvember í merki Nautsins. Þetta öfluga Ofurtungl verður mjög nærri Jörðu, eins og Ofurtungl eru almennt.

ÁHRIF FRÁ SÓLGOSUM

Fjögur stór CME eða kórónugos hafa orðið á Sólinni síðustu daga. Líkur eru á að þessi kórónugos valdi segulstormum á Jörðinni, þar sem mikil truflun er á rafsegulsviðinu okkar núna. Margir eiga í erfiðleikum með svefn og líkur eru á að það aukist enn, þegar nær dregur fullu Tungli, svo verið meðvituð um það og metið hvort ekki sé rétt að hætta skjátíma fyrr á kvöldin, en það getur hjálpað.

FULLA TUNGLIÐ

Tunglið verður fullt á 13 gráðum og 23 mínútum í Nauti þann 5. nóvember. Plánetan Venus, sem stjórnar þessu fulla Ofurtungli, er í samstöðu við dvergplánetuna Haumea. Þessi afstaða tengist ást, endurfæðingu, endurnýjun og jafnvel breytingum á landmassa, svo og öfgakenndum veðrum. Sú táknmynd er styrkt af öflugri 180 gráðu spennuandstöðu á milli Mars á 0 gráðu í Bogmanninum og Úranusar á 0 gráðu i Tvíburunum. Sterkar afstöður á milli Mars og Úranusar eru klassísk merki um auknar líkur á jarðskjálftavirkni.

Screenshot 2025-10-28 at 14.38.44

JARÐSKJÁLFTAVIRKNI

Í raun tengist jarðskjálftavirknin öllu því sem fram hefur komið hér að framan. Jarðskjálftavirknin getur komið fram í efnahagslegum eða pólitískum málum, eða óvæntum upplýsingum (Úranus í Tvíburunum) sem koma í ljós í björtu ljósinu frá þessu fulla Ofurtungli.

Þessi orka getur líka leitt til truflana á flugi, bilana í dreifikerfi rafmagns, netárása og öfgakenndra storma, eða sannleika sem kemur í ljós á óvæntan hátt. Úranus er í þéttri samstöðu við dvergplánetuna Sedna, sem býr yfir táknrænni umbreytingarorku. Úranus er einnig reikistjarna tengd Vetrarbrautunum, svo í heildina eru allar líkur á að þetta verði  mjög viðburðaríkt tímabil.

ÞRÍHYRNINGUR Í VATNI

Í kortinu fyrir fulla Ofurtunglið er líka að finna öflugan þríhyrning í vatnsmerkjunum, en hann er á milli Satúrnusar á 25 gráðum og Neptúnusar á 29 gáðum í Fiskum, Júpiters í Krabba á 25 gráðum og Mars á 0 gráðu og Merkúrs á 5 gráðum í Bogmanninum. Þetta er mjög jákvæð afstaða sem mun vara fram í desember. Reyndar á Mars eftir að yfirgefa hópinn og halda fram á við, en Merkúr á eftir að tengjast þessum þríhyrningi áfram, því hann verður á ferð aftur á bak.

Þessi stóri þríhyrningur tengist því að við köfum djúpt í tilfinningar og okkar og minningar, en þar sem Júpiter er líka í 90 gráðu afstöðu við Chiron (Kíron) á 24 gráðum í Hrút, er mikil heilun og lækning á gömlum tilfinningasárum möguleg á þessum tíma. Þótt þessi stóri þríhyrningur sé í vatnsmerkjum, er orkan sem tengist honum bæði jarðbundin og raunsæ, vegna þess að Satúrnus tengist honum.

Allt sem við erum að vinna að og byggja upp, bæði hjá einstaklingum og eins hjá hinni sameiginlegu heild, er ekki byggt á draumórum, heldur er um raunhæfa og langtíma uppbyggingu að ræða.

NEPTÚNUS AFTUR Í FISKANA

Þar sem Neptúnus breytti um stefnu og fór aftur á bak inn í Fiskana þann 22. október, mun hann nú verða á síðustu eða 29. gráðu í  Fiskunum, fram til 27. janúar árið 2026. Þá heldur hann að fullu inn í Hrútinn, sem er fyrsta merki stjörnumerkjahringsins, í sitt næsta 165 ára hringferli. Þessir síðustu þrír mánuðir Neptúnusar á allra síðustu gráðu síðasta merkisins  í stjörnumerkjahringnum, snúast því um að loka á gamla kerfið, en gera það með fyrirgefningu og samúð.

Neptúnus er í þessari afstöðu táknrænn fyrir upplausn gamalla lífshátta. Hann er hvað himneskastur hér, í algeru formleysi við að leysa upp hið gamla, áður en við getum byggt upp hið nýja á hærra tilverustigi. Við verðum að leysa upp allar gömlu sögurnar, blekkingarnar og mynstrin sem hafa verið hluti af þrívíddartilveru okkar til að komast í hærri víddir. Við getum ekki lengur dregið gamlar og íþyngjandi minningar, eins og þunga ferðatösku með okkur. Þess vegna er þessi afstaða svo gagnleg, því hún býr til ákveðið guðlegt hlutleysi.

NEPTÚNUS OG HAFIÐ

Neptúnus í þessari afstöðu gæti líka valdið breytingum á lífríki sjávar; annað hvort með því að gera okkur meðvitaðri um þessar fallegu verur, sem hafa verið í haldi í vatnsgörðum heims (350 höfrungum var nýlega sleppt aftur í hafið í Mexíkó), eða með því að sjá að höfrungar og hvalir eru farnir að hegða sér öðruvísi í hafinu. Mögulega tengist sú hegðun segulsviði jarðar sem er að raskast núna, eða hún er að gefa til kynna stökk í þróun mannkynsins, þar sem þessi sjávardýr eru á mjög hárri tíðni.

SATÚRNUS OG NEPTÚNUS

Satúrnus og Neptúnus koma til með að mynda nákvæma samstöðu á 0 gráðu og 44 mínútum í Hrútnum þann 20. febrúar árið 2026. Þessi gráða, sem er sú fyrsta í fyrsta merki stjörnumerkjahringsins, er gjarnan kölluð gráða ótakmarkaðra möguleika. Samstaða þessara tveggja pláneta á þessari gráðu í þessu merki hefur ekki átt sér stað síðan árið 4361 f.Krist. Við lifum því á mjög merkilegum tímum.

SVARTA TUNGLIÐ LILITH

Í raun er Svarta Tunglið Lilith hluti af þessum stóra þríhyrningi í vatnsmerkjum, því Lilith er á 29 gráðum í Sporðdrekanum (ekki á kortinu). Hún er táknræn fyrir fullveldi, sannleika og áreiðanleika og er táknmynd hinnar ótömdu guðlegu kvenlegu orku. Þessi afstaða skapar mikla möguleika á andlegri valdeflingu og tilfinningalegum þroska á næstu vikum.

Valkostirnir sem þú varst kannski að gera tilraunir með í sumar (á norðurhveli Jarðar) munu líklega verða skýrari þegar við höldum inn í febrúar/mars á næsta ári. Allt sem þú ert að losa þig við og sleppa, sem samræmist ekki þeim gildum sem þú hefur núna. Skoðaðu hvernig sambönd þín eru að breytast, svo og vinnan þín og dagleg rútína.

Byrjaðu að skilja betur drauminn sem þú ætlar að gera að veruleika þegar Satúrnus og Neptúnus verða í samstöðu þann 20. febrúar 2026. Við erum öll núna í deiglu umbreytinganna, sem eru ákafar, mjög öflugar og verða að lokum magnaðar þegar kemur að stökkinu sem við getum tekið í þróun okkar, þegar tíminn verður réttur.

Heimild: Póstur á Facebook síðu breska stjörnuspekingsins Pam Gregory – þýddur og staðfærður.
Mynd: Kort fyrir fulla Ofurtunglið 5. Nóvember miðað við afstöðu í Reykjavík
Hlekkur inn á myndband Stefan Burns
Átt þú stjörnukort? Ef ekki getðurðu pantað þér kort með því að SMELLA HÉR!

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún ruddi brautina þegar hún hóf að halda sjálfsræktarnámskeið árið 1990. Síðan þá hefur hún haldið fjölda námskeiða tengt heilsu og sjálfseflingu, aðallega kvenna, þótt karlmenn hafi líka slæðst með. Að auki hefur hún haldið fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig skrifað tuttugu bækur og fjölda greina, bæði á eigin vefsíðu - gudrunbergmann.is - og í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar hafa verið gefnar út erlendis, bæði í Bandaríkjunum, Noregi, Austurríki og Þýskalandi. Þú finnur hana líka á YouTube og á Instagram.

Meira