Grænna fjölskyldulíf

mynd
9. desember 2019 kl. 10:24

Arfurinn frá formæðrum okkar

Ég hef nýlokið lestri á mjög merkilegri bók eftir Bjarna Harðarson bókaútgefanda og eiganda Bókakaffisins á Selfossi. Þetta er fyrsta skáldsaga hans og heitir SVO SKAL DANSA. Hann byggir bókina að hluta á æviskeiði formæðra sinna, en þar sem litlar heimildir eru til um fátækar konur á árunum 1856-1952, notar hann það litla sem til er sem grunn að skáldsögu sinni. Þetta er bók sem ég hvet allar meira
19. nóvember 2019 kl. 8:57

Hreint um jólin

Ég er ekki lengur sú ofurhreingerningarkona sem ég eitt sinn var, þótt ég hafi verið alin upp við hefðbundnar jólahreingerningar sem barn og unglingur. Þá var bókstaflega allt tekið í gegn, skipt um pappír í eldhússkápahillunum, því þær voru hvorki plastlagðar né lakkaðar og gólf, veggir og loft þvegið um allt hús. Nú málar fólk frekar en stunda svona hreingerningar. Hins vegar segi ég oft að ég meira
mynd
30. desember 2018 kl. 14:23

365 tækifæri

Önnur tengdadóttir mín sendi mér í gær teiknimyndina sem fylgir greininni. Skilaboðin á henni urðu kveikjan að þessari grein. Ég veit að hvert ár felur í sér ótal tækifæri en oft hef ég horft á stærri myndina og hugsað um þau markmið sem ég ætla að vinna að í hverjum ársfjórðungi eða árinu í heild. Því var svo gott að fá áminningu um að tækifærin sem við öll eigum eru 365, því hver dagur felur í meira
23. desember 2018 kl. 10:55

Eftirminnilegir jólasveinar

Síðustu vikur hafa jólasveinar verið á flakki víða í borg og bæ og næstu nótt kemur Kertasníkir til byggða. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og einhverra hluta vegna fór ég að rifja upp þá jólasveina sem eru mér eftirminnilegastir. Ég komst að því að þeir eru þrír sem skipa sérstakan sess, allir tengdir Kertasníki og mig langar að deila sögunni af þeim með ykkur. FYRSTI JÓLASVEINNINN Manst þú meira
mynd
19. ágúst 2017 kl. 9:32

10 hlutir sem lærast með tímanum

Ég rakst á eftirfarandi lista á vefsíðunni www.ladiespassiton.com - sem getur útlagst sem “Dömur deilið þessu áfram” og það er einmitt það sem ég ætla að gera. Með þessum lista af 10 hlutum sem lærast með tímanum er mynd af Ali Macgraw leikkonu (Love Story), en ekki kemur samt beint fram hvort þetta sé listi frá henni – en hér kemur hann, hver svo sem hefur samið hann.   meira
9. ágúst 2017 kl. 8:41

Að velja rétta liti er list

Ég var að flytja, sem er kannski ekki í frásögur færandi, en það er samt alltaf eitthvað lærdómsríkt við flutninga. Í þetta skipti flutti ég í Ljónsmerkinu og er því spennt að sjá hversu frábrugðið það er því að flytja Tvíburamerkinu, en ég hef í þrjú síðustu skipti flutt í því merki. Þá voru heimili mín alltaf eins og “járnbrautarstöð” með gesti sem komu og fóru, alls konar fræðsla og meira
14. febrúar 2016 kl. 12:47

Valentínusardagur í dag

Það er Valentínusardagur í dag og þótt breska ljóðskáldið Geoffrey Chaucer (1343-1400) sé talinn vera sá fyrsti sem sem sveipaði 14. febrúar dýrðarljóma elskenda, er það ekki fyrr en um miðja 19. öld að hin bandaríska Esther A. Howland fer að framleiða kort tengd Valentíusardegi. Kortin hennar, sem upphaflega voru send til þess sem fólk var ástfangið af, án þess að vera undirrituð, urðu kveikjan meira
mynd
29. janúar 2016 kl. 12:25

Breyttar matarvenjur

Ég fékk nokkuð skemmtilegan lista sendann frá vinkonu minni, sem er ensk að uppruna þótt hún búi nú í Suður-Afríku. Listinn er samantekt á matarvenjum í Englandi á sjötta áratug síðustu aldar. Hægt er að sjá samsvörun milli mataræðis þar og þess sem var hér á landi á þeim áratug. Mér fannst hann nokkuð skemmtilegur og ákvað að deila honum hér, en listinn er svona: Pasta var ekki borðað í Englandi. meira
6. janúar 2016 kl. 19:57

Jólin kvödd

Í kvöld eru jólin víða kvödd með brennum, sem lýsa jólasveinum, Grýlu og Leppalúða leiðina heim, eða þannig. Hátíðin er löng og hefðirnar í kringum hana miklar. Það er nefnilega svo margt sem bara tengist jólunum, einkum og sér í lagi þegar kemur að matseld. Á mörgum heimilum eru bara brúnaðar kartöflur á jólum. Það sama á við um smákökur og randalín. Þeir sem borða rjúpur finnst þær bara tengjast meira
1. janúar 2016 kl. 0:09

Láttu draumana rætast

Nýtt ár hefur hafið göngu sína og þótt við séum búin að plana eitthvað af því sem við ætlum að gera á þessu ári, er ljóst að stór hluti þess er enn óskrifað blað. En þeim mun fleiri hugsanir sem við setjum niður á blað um það hvernig við viljum að árið verði, þeim mun líklegra er að þannig verði það. Sumir kalla þetta markmiðasetningu og það er frábært að byrja á henni á nýársdag. Taka svona eina meira
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira