c

Pistlar:

6. maí 2014 kl. 20:28

Sif Jóhannsdóttir (gullrikid.blog.is)

Sif og stjörnurnar

Ég las frétt um stórviðburð í íslenskri stjörnusögu, þegar eitthvað módel hitti næstum því Hugh Hefner. Hún hitti nefninlega tvífara hans. Það er næstum alveg jafn gott. Er það ekki?

UndanfarnEvan Handlerar vikur hafa verið stjörnum stráðar hér í Lalalandi og þar eru engir tvífarar á ferð. 

Þetta byrjaði allt með því að við rákumst á Evan Handler (Lék manninn hennar Charlotte, þann seinni, í SATC og Charlie í Californication) þegar við fórum út að versla. Raunar annað sinn sem eiginmaðurinn ber hann augum, þeir virðast versla í sömu búðum.

Svo skruppum við út að borða. Og fengum sæti við hliðina á Joan Collins. Sem hefði getað verið toppur kvöldsins en var það ekki. Eiginmaðurinn brá sér afsíðis og rekst þá á George Clooney sjálfan. Þeir létta á sér þarna hvor við hlið annars. Og ef eiginmaðurinn hefði bara látið verða af því að smella af einni þá værum við rík núna. Hvað haldið þið annars að klósettmynd af Clooney seljist á? Ég stóð svo og beið eftir lausu salerni við hlið verðandi eiginkonu hans, henni Amal.

 Goggi minn

Um helgina skelltum við okkur til Malibu. Ég á mér uppáhalds kaffistað þar, dásamlegt kaffi og viðhangandi er yndisleg bókabúð. Ríf upp hurðina á staðnum enda búin að láta mig dreyma um kaffibollann góða allan daginn og ana beint í flasið á Owen Wilson. Hann var bara að slappa af þarna, fá sér einn kaffi, kjafta við vin. Nefið hans er jafn stórt í raunveruleikanumOwen, ef þið voruð að velta því fyrir ykkur.

Já. Þó það sé kannski glatað þá er ég samt svona gerð að mér finnst alveg stórmerkilegt að sjá þetta fólk úti að gera sömu hluti og ég, versla í matinn, drekka gott kaffi og fara út að borða. Það er loksins farið að borga sig að hafa dýran smekk í einu og öllu. En fyrir mitt litla líf þori ég ekki að labba upp að þessu fólki og ónáða. Hvað þá að ég geti fengið mig til að biðja það um að sitja fyrir á mynd með mér. En kannski ef þetta væru bara tvífarar þess, þá myndi ég láta vaða. Hver veit. Og þá yrðu kannski fréttir af mér daglega á Vísi. Sif knúsaði tvífara Jennifer Aniston í stórmarkaði. Sif og næstum því Brad Pitt á góðri stundu o.s.frv. Þangað til hugga ég mig við það að ef ég hefði kjark í að trufla fólkið þá yrði myndin pottþétt ekki góð af mér. Það yrði pottþétt undirhaka eða ég með lokuð augun. Ég þori að veðja á það.

p.s. Amazon var að senda mér tilkynningu. Ævisaga Jason Priestley komin í póst. Ég mun mögulega tala í mig kjark og krefja hann um mynd með mér þegar 14. maí rennur upp.

Sif Jóhannsdóttir

Sif Jóhannsdóttir

Sif Jóhannsdóttir er 34 ára húsfrú í Los Angeles þótt hún verði alltaf Vesturbæingur í hjarta sínu. Í fyrra lífi starfaði hún hjá Forlaginu sem verkefnastjóri útgáfu enda eru bækur hennar helsta áhugamál. Nú sinnir hún dætrunum tveimur og heimilinu í fullu starfi í sól og sumaryl. Nýja starfið er ansi krefjandi sem veldur því að hún lætur sig stöðugt dreyma um starfsframa, nám eða hvað sem er utan heimilis. Hún byrjaði að blogga í aðdraganda flutninganna til að halda utan um þær breytingar sem voru að eiga sér stað í lífi hennar.

Meira