c

Pistlar:

15. maí 2018 kl. 13:30

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Beðið eftir hærri arðgreiðslu frá Landsvirkjun

Landsvirkjun er nú að ljúka við hina nýju Búrfells­virkj­un og Þeista­reykja­virkj­un er líka tilbúin. Skv. yfir­lýs­ingum fyrir­tæk­is­ins hyggst það ekki ráð­ast í nein­ar nýjar fram­kvæmd­ir fyrr en eftir um 3-4 ár. Þar með mun Lands­virkj­un ekki þurfa að verja pen­ing­um úr rekstri í stór­ar fram­kvæmd­ir á næstu árum, né taka auk­in lán.

Þá eru almenn rekstrarskilyrði fyrir­tækis­ins sú um stundir mjög hag­stæð. Lands­virk­jun hefur því vænt­an­lega góða mögu­leika til að auka arð­greiðsl­ur veru­lega. Og hef­ur boð­að það ítrek­að. En hvenær skyldi það verða? Í þess­ari grein er far­ið yfir yfir­lýs­ing­ar Lands­virkj­un­ar um aukn­ar arð­greiðsl­ur og sett­ar fram til­gát­ur um af hverju þær yfir­lýsing­ar hafa enn ekki geng­ið eftir. 

Biðin frá 2015

Það er farið að teygjast á bið­inni eftir aukn­um arð­greiðsl­um Lands­virkj­un­ar (LV) til eig­anda síns; ísl­enska rík­is­ins. Í maí 2015, þ.e. fyr­ir þrem­ur ár­um síð­an, var boð­að að arð­greiðsl­ur LV myndu geta hækk­að „efti­r tvö til þrjú ár“ og á nokkrum ár­um farið í 10-20 milljarða árlega.

Í reynd hélst arðgreiðslan lítt breytt 2016 og líka 2017 og líka 2018. Samt sagði LV í mars 2017 að arð­greiðsl­urnar myndu byrja að hækka á ár­inu 2018. Reynd­in varð aft­ur á móti sú að arð­greiðsl­an 2018 var svo til hin sama þá eins og hún hafði ver­ið árið áður

Arðgreiðslan í ISK fór hæst vegna rekstrarársins 2011

LV-ardgreidlsur-2008-2018_Hreyfiafl-2018Arðgreiðsla LV í íslenskum krón­um hef­ur nú svo til stað­ið í stað í sjö ár. Og allt frá 2012 hefur arðgreiðsla LV meira að segja verið nokkru lægri í krónum talið en hún var það árið (2012), sbr. tafl­an hér til hlið­ar. Fram til þessa fór arð­greiðsla LV í krón­um tal­ið sem sagt hæst í kjölfar rekstrar­árs­ins 2011.

Núna þremur árum eftir að miklar hækk­an­ir voru boð­að­ar á arð­greiðslu­getu LV eru arð­greiðsl­urnar sem sagt enn­þá svo til óbreytt­ar frá því sem var. Það breyt­ir því þó ekki að geta fyrir­tæk­is­ins til að greiða eiganda sínum arð hefur auk­ist. Og enn er hækk­un á arð­greiðslu LV boð­uð og nú að hún hækki á næsta ári

Hærra raforkuverð, aukin sala og hagstæð ytri skilyrði

Síðustu misserin og árin hefur flest fallið með LV. Það var t.a.m. stórt skref þeg­ar fyrir­tæk­ið náði árið 2016 að semja við Norð­ur­ál (Century Alumin­um) um verð­teng­ingu við norræna mark­aðs­verð­ið (El­spot á Nord Pool Spot). Sá samn­ing­ur tek­ur gildi síðla árs 2019 og ætti að auka arð­greiðslu­getu LV umtalsvert. Sama gæti gerst vegna járn­blendi­verk­smiðju Elkem, en þar verð­ur raf­orku­verðið frá og með 2019 ákveð­ið af sér­stök­um gerð­ar­dómi. Þess­ar verð­hækk­an­ir munu verða að veru­leika á næsta ári (2019).

Þá hefur verið sterk eftir­spurn frá gagna­ver­um eft­ir raf­orku. Það hjálp­ar LV að hrista af sér það áfall þegar kísil­verk­smiðja United Sili­con varð gjald­þrota og kaup á sem nemur 35 MW féllu niður. Svo eru góð­ar von­ir um að ál­verð hald­ist nokk­uð hátt næstu misser­in, sem myndi hafa já­kvæð áhrif á tekj­ur LV frá ál­ver­un­um á Grund­ar­tanga og Reyð­ar­firði (þró­un ál­verðs er að vísu allt­af afar óviss). Loks gæti ISK veikst gagn­vart USD, sem myndi hafa já­kvæð áhrif á rekstra­kostn­að­ar­lið­inn í reikn­ing­um LV. Allt ætti þetta að hjálpa fyrir­tæk­inu til að skila bættri af­komu og gefa tæki­færi á meiri arð­greiðslum.

Margboðuð hækkun arðgreiðslu varð ekki í ár

Miðað við jákvæða þróunina á fjárhag LV síð­ustu árin og orð for­stjóra fyrir­tæk­is­ins árið 2017 um að arð­greiðsl­an byrji að hækka á ár­inu 2018 átti sá sem þetta skrif­ar von á því að arð­greiðsl­an í ár myndi hækka eitt­hvað frá því sem ver­ið hafði. Og áleit að hún gæti orð­ið um 5 milljarð­ar í ár, þ.e. vegna rekstrar­árs­ins 2017. En reynd­in varð sú að greiðsl­an hélst enn og aftur ná­lægt 1,5 milljarði króna.

Engu að síður má senni­lega gera ráð fyrir að á næsta ári (þ.e. 2019 í kjölfar rekstrar­árs­ins 2018) verði arð­greiðsl­an hærri. Enda hamrar LV ennþá á því að árlegar arðgreiðslur stefni í 10-20 milljarða. Að vísu gerði LV ráð fyrir því árið 2017 að arð­greiðsl­an yrði hærri strax árið 2018, þ.a. þarna er ekki alveg á vís­an að róa. Á næsta ári verð­ur vel að merkja kom­ið 2019 og þá orð­in fjög­ur ár síð­an stór­aukn­ar arð­greiðsl­ur LV voru boð­að­ar

Viðkvæmt lánshæfismat og enn enginn auðlindasjóður

Hafa ber í huga það er ekki forstjóri eða fram­kvæmda­stjórn LV sem ákveð­ur arð­greiðsl­una. Sú ákvörð­un er á valdi stjórn­ar fyrir­tækis­ins. Og stjórn­in álít­ur ber­sýni­lega ekki enn tíma­bært að arð­greiðsl­an hækki. Vænt­an­lega er sú ákvörð­un byggð á ráð­um for­stjór­ans.

Það er sennilega eink­um tvennt sem veldur því að arð­greiðsl­an hef­ur enn ekki ver­ið hækk­uð. Ann­ars veg­ar að enn hefur ekki ver­ið stofn­að­ur sá auð­linda­sjóð­ur sem stjórn­völd hafa stefnt að í nokk­ur ár og nú­ver­andi ríkis­stjórn virðist líka um­hugað um. Hins vegar er að skyn­sam­legt kann að hafa þótt að bíða að­eins leng­ur með hækkun arð­greiðslunnar til að halda við upp­gang­inum í láns­hæfis­mati fyrir­tæksins.

Kannski skipt­ir þetta síð­ast­nefnda mestu um það að arð­greiðsl­an er enn ekki byrj­uð að hækka. Lækkun skulda kemur sem sagt fram­ar í for­gangs­röð­inni en hækk­un arð­greiðslna. Engu að síð­ur kem­ur á óvart, mið­að við sí­end­ur­tekn­ar yfir­lýs­ing­ar LV s.l. þrjú ár, að enn skuli ekki sjást almenni­legt skref í hækk­un á arð­greiðslunni.

Hækkar arðgreiðsla Landsvirkjunar loksins á næsta ári?

Vegna boðaðs framkvæmdastopps LV næstu árin, líklegra verð­hækk­ana á raf­orku til Norð­ur­áls (og vænt­an­lega einn­ig hækk­un til Elkem) og að horf­ur eru á bæri­legu ál­verði næstu miss­erin, ætti að verða ein­falt að hækka arð­greiðsl­u LV veru­lega á kom­andi ári og árum. Við verð­um þó enn að bíða í næst­um heilt ár uns við sjáum hversu mik­ið fyrsta skref hækk­un­ar­inn­ar verður. Kannski má von­ast eftir u.þ.b. 5 milljörð­um króna í arð þá. Og jafn­vel meiru.

Þarna gæti þó nið­ur­staða gerð­ar­dóms um raf­orku­verð­ið til El­kem haft áhrif, enda er ber­sýni­legt að LV ger­ir sér von­ir um mikla hækk­un á verð­inu þar frá og með 2019. Bara sú hækk­un ein og sér gæti skil­að LV ná­lægt 2-2,5 milljörð­um króna í aukn­ar tekjur á árs­grund­velli. En verði hækk­un­in mun minni gæti hraðri aukn­ingu arð­greiðslna LV kannski enn seinkað. Um þessa stöðu LV mun vænt­an­lega eitt­hvað áhuga­vert koma fram á árs­fundi fyrir­tæk­is­ins, sem fram fer nú síðar í dag.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira