c

Pistlar:

16. september 2018 kl. 17:45

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Rís vindmyllugarður ofan við Búrfell?

Eftir nokkurra ára undir­búning Lands­virkjunar fyrir allt að 200 MW vind­myllu­garð við há­lend­is­brún­ina ofan við Búr­fell taldi Skipu­lags­stofn­un til­efni til að þau áform yrðu endur­skoð­uð. Sú end­ur­skoð­un af hálfu Lands­virkj­un­ar stend­ur nú yfir og hefur fyrir­tæk­ið sagst stefna að minna verk­efni. Og hyggst einnig breyta upp­röð­un og stað­setn­ingu vind­myllanna. Í þess­ari grein verð­ur athygl­inni beint að þess­um breyttu áform­um Lands­virkjunar.

Staðsetningin andspænis Heklu virðist umdeild

Landsvirkjun hefur kallað verk­efnið Búrfells­lund. Kort­ið hér að neð­an sýn­ir eina af þrem­ur upp­haf­leg­um hug­mynd­um fyrir­tæk­is­ins um hvar stað­setja mætti vind­myllu­garð­inn. Hin­ir kost­irnir tveir gerðu ráð fyrir að flest­ar vind­myllurn­ar yrðu að­eins neð­ar á slétt­unni þarna ofan Búr­fells.

Burfellslundur-kort-LV-upphafleg-tillagaSká­strik­aða svæð­ið við Þjórsá (á kortinu) er sem sagt einn af þeim val­kost­um sem Skipu­lags­stofn­un taldi vera með þeim hætti að til­efni væri til að skoða hvort „um­fangs­minni upp­bygg­ing“ eigi bet­ur við á þessu svæði, „bæði hvað varð­ar hæð og fjölda vind­mylla“. Á kortinu má líka sjá hvar nú­ver­andi tvær til­rauna­myllur Lands­virkj­un­ar eru stað­settar, en þær eru hvor um sig 0,9 MW.

Svæðið þarna ofan Búr­fells hent­ar að mörgu leyti vel fyrir vind­myllur. Bæði eru vind­að­stæð­ur á svæð­inu góð­ar (hár nýt­ing­ar­tími lík­legur) og inn­viðir til stað­ar (há­spennu­línur, veg­ir o.fl.). Um leið yrði kom­ist hjá þeirri rösk­un sem yrði ef vind­myllur yrðu þess í stað reist­ar á svæð­um þar sem lengra er í nauð­syn­lega inn­viði. Dæmi um svæði sem hafa áhuga­verðar vind­að­stæður en eru fjarri öfl­ug­um há­spennu­línum eða ekki í sér­lega góðu vega­sambandi eru t.d. Mel­rakka­slétta og Gufu­skálar á Snæ­fells­nesi.

Á móti kemur að þarna ofan við Búr­fell er geysi­fögur fjalla­sýn og um svæð­ið ligg­ur fjöl­farin leið inn á há­lend­ið. Það virð­ast fyrst og fremst hafa verið slík sjón­ræn áhrif - og þá ekki síst útsýnið til Heklu - sem ollu því að Skipu­lags­stofn­un leist illa á stað­setn­ing­una og um­fang­ið á Búr­fells­lundi. En nú mun Lands­virkj­un vera langt kom­in með að end­ur­hanna verk­efn­ið og þar með er kannski mögu­legt að þarna rísi bráð­um fyrsti vind­myllu­garð­ur­inn á Íslandi.

Vindmyllur eingöngu norðan vegar

Samkvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem Lands­virkj­un hef­ur birt hefur stað­setn­ingu vind­myllanna verið hnik­að til þann­ig að þær verði allar norð­an (eða vest­an) Sprengi­sands­vegar. Í fyrri hönn­un eða til­lög­um voru myllurn­ar aft­ur á móti flest­ar eða marg­ar sunn­an (eða aust­an) veg­ar­ins og þar með í sjón­línu veg­far­enda sem horfa til Heklu.

Það svæði sem nú er hugsað fyrir vind­myllurn­ar er líka tölu­vert minna en í fyrri til­lög­um fyrir­tæk­is­ins. Enda er end­ur­hann­aða verk­efnið sagt verða „mikið minna“ en áður var fyrir­hug­að og sagt að það verði „kannski 50-100“ MW. En eins og áður sagði var upp­haf­lega mið­að við verk­efni allt að 200 MW.

Verður Búrfellslundur tuttugu 4,2 MW vindmyllur?

Burfellslundur-kort-LV-breytingNýja staðsetningin á Búrfells­lundi er af­mörk­uð með blástrik­aða svæð­inu á kort­inu hér til hlið­ar (kort­ið er úr kynn­ingu Lands­virkj­unar). Vert er að taka fram að það er harla ólík­legt að Lands­virkj­un verði við þeirri ábend­ingu Skipu­lags­stofn­un­ar að vind­myllurn­ar verði lægri en áætl­að var. Þvert á móti er tækni­þró­un­in með þeim hætti að senni­lega myndi Lands­virkjun nú vilja setja þarna upp vind­myllur sem yrðu öfl­ugri og næðu jafnvel enn­þá hærra upp en áður var fyrir­hug­að.

Mið­að við þró­un í vind­orku­tækn­inni er lík­legt að Lands­virkj­un muni vilja reisa vind­myllur þar sem hver og ein verð­ur a.m.k. 4,2 MW að afli. Og mið­að við heild­ar­stærð vind­myllu­garðs á bil­inu 50-100 MW gætu þetta orð­ið ca. 12-25 stór­ar vind­myllur. En ekki 58-67 eins og áður var stefnt að. Og eins og áður sagði yrðu þetta senni­lega enn­þá hærri mann­virki en fyrri til­lög­ur hljóð­uðu upp á.

Margir staðir á Íslandi henta vel til að virkja vindinn

Forvitnilegt verður að sjá loka­út­færsl­una af vind­myllu­garði Lands­virkj­unar þarna ofan Búr­fells og hvað Skipu­lags­stofn­un mun segja um hana. En þrátt fyrir breytta hönn­un Búr­fells­lundar verð­ur stað­setn­ing­in þarna and­spæn­is Heklu sjálf­sagt áfram um­deild. Sama á reynd­ar við um nánast hvert ein­asta virkj­un­ar­verk­efni sem sett er á dag­skrá; það er sjaldnast ein­hug­ur um slík verk­efni. Nú­orð­ið er a.m.k. oft­ast mikill ágrein­ing­ur um bæði ný jarð­varma- og vatns­afls­verk­efni. Og sama verður ef­laust með vind­myllu­garða.

LV-Island-Vindorka-styrkurHér á Íslandi má víða finna svæði sem eru með góð­ar vind­að­stæ­ður. Og þó nokk­ur slík svæði eru bæði að­gengi­leg og hæfi­lega fjarri þétt­býli. Fyr­ir vik­ið ætti ekki að vera mjög flók­ið að stað­setja vind­myllu­garða hér með þeim hætti að þeir valdi fólki ekki óæg­ind­um, hafi lítil um­hverf­is­áhrif og bjóði samt upp á hag­kvæma teng­ingu við öfl­ug­ar há­spennu­lín­ur í ná­grenn­inu. En hvort vind­myllu­garður í smækk­aðri mynd ofan við Búr­fell fær braut­ar­gengi, á eftir að koma í ljós.

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira