c

Pistlar:

8. október 2018 kl. 10:14

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Sæstrengsfyrirtæki horfir til HS Orku

Frá því í vor hefur 12,7% hluti í HS Orku verið til sölu. Sá sem vill selja er ísl­ensk­ur fjár­festinga­sjóð­ur sem kallast ORK, en hann er í eigu nokk­urra ísl­enskra líf­eyris­sjóða og fleiri s.k. fag­fjár­festa. Og nú ber­ast frétt­ir um að búið sé að selja þessa eign ORK. Kaup­and­inn er sagð­ur vera svissneskt félag, DC Renew­able Energy, sem er ná­tengt bresku fél­agi sem vill leggja raf­magns­kapal milli Bret­lands og Íslands.

Umrædd kaup svissneska DC Renew­able Energy á 12,7% eign­ar­hluta í HS Orku eru háð því að aðrir eig­end­ur HS Orku nýti ekki for­kaups­rétt sinn. HS Orka er þriðji stærsti raf­orku­fram­leið­and­inn á Íslandi og stærsti ein­staki við­skipta­vinur fyrir­tæk­is­ins er álver Norð­ur­áls (Century Aluminum) í Hval­firði. Þá má nefna að HS Orka á stór­an hlut í Bláa lón­inu í Svarts­engi.

Ed-Truell-Atlantic-SuperConnection-Disruptive-Capital_Strategy_Oct-2018Sá sem kaupir í HS Orku sér ber­sýni­lega tæki­færi í því að hækka raf­orku­verð HS Orku til ál­vers Norð­ur­áls, en orku­verðið þar kem­ur ein­mitt til end­ur­skoð­un­ar eftir ein­ung­is nokkur ár. Við þetta bætist að gangi kaup­in eftir verð­ur 12,7% hluti í HS Orku í eigu fyr­ir­tæk­is sem er ná­tengt breska Atl­antic Super­Conn­ect­ion, sem stefn­ir að því að leggja sæ­streng milli Bret­lands og Ísl­ands.

Lykil­mað­ur­inn að baki báð­um fyrir­tækj­un­um, DC Renew­able Energy og Atl­antic Super­Connect­ion (Dis­rupt­ive Cap­ital), er Edmund Truell. Hann segir fjár­fest­inga­stefnu sína byggj­ast á því að „exploit dislocations in markets and unlock value from complex situations using a Get Rich and Stay Rich strategy“.

Höfundur þessarar stuttu greinar er viss um að það yrði ábatasamt fyrir Ísl­end­inga og ísl­ensk­an efna­hag að selja raf­orku til Bret­lands, rétt eins og það er skyn­sam­legt fyrir okk­ur að flytja út fisk og sjávar­af­urðir. Um leið er mik­il­vægt að við sjálf stýr­um því hvern­ig svona sæ­strengs­verkefni verð­ur unn­ið og fram­kvæmt. Og að það verði fyrst og fremst til hags­bóta fyrir íslensku þjóð­ina.

Edmund-Truell-IceLink-HVDC-CableÞað hvern­ig Dis­rupt­ive Cap­ital og Atl­antic Super­Connect­ion hef­ur kynnt sæstrengs­verk­efnið er um margt nokk­uð sér­kenni­legt. Og það er nánast úti­lok­að að sæ­streng­ur Atl­antic Super­Connect­ion geti verið kom­inn í gagn­ið strax 2025, líkt og fyrir­tækið hef­ur kynnt. En þó lengra verði í að slík viðskipti raun­ger­ist, er ber­sýni­legt að Truell trúir á verk­efnið. Og með kaup­um á um­tals­verð­um hlut í HS Orku virð­ist hann ann­að hvort vera að nálg­ast raf­orku fyrir sæ­streng­inn eða að reyna að koma sér í athygl­is­verða samn­ings­stöðu gagn­vart Norð­ur­áli. Nema að hvort tveggja sé.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi kaup verða að veru­leika eða hvort for­kaups­rétt­ar­haf­ar ganga þarna inn í kaup­in. En kannski væri skyn­sam­legt fyrir Norð­ur­ál að byrja strax að svipast um eftir ann­arri raf­orku í stað þeirr­ar sem álverið kaup­ir nú af HS Orku?

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira