c

Pistlar:

18. september 2019 kl. 13:08

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Eldar í eyðimörkinni

Fyrir margt löngu söfnuðust upp um­fangs­mikil og þykk líf­ræn set­lög á svæði þar sem nú liggja sand­auðnir Saudi Arabíu. Á næstu tug­milljón­um ára, þeg­ar Hima­laya­fjöll­in fóru að rísa og fyrstu aparn­ir að spranga um jörð­ina, um­mynd­­ust þessi nið­ur­gröfnu set­lög smám sam­an í fljót­andi olíu. Enn liðu milljón­ir ára og til varð mann­apinn og loks hinn viti borni maður. Sem eftir nokkra íhug­un átt­aði sig á því að þessi um­ræddi ólyst­ugi dökki vökvi gat nýst sem afar öfl­ugt elds­neyti. Og the rest is history!

Saudi-Arabia-Oil-discovery-ghawar_Askja-EnergyStærsta olíusvæði heimsins, Ghawar í Saudi Arabíu, var upp­götvað árið 1948. Olíu­fram­leiðsl­an hófst nokkrum ár­um síð­ar og alla tíð síð­an hefur Ghawar ver­ið mik­il­væg­asta olíu­lind ver­ald­ar, enda skil­aði hún lengi vel um helm­ingnum af allri olíu­fram­leiðslu Saudi Arabíu. Eftir að Sád­arn­ir yfir­tóku fram­leiðsl­una úr hönd­um banda­rísku ólíu­fyrir­tækj­anna á átt­unda ára­tug lið­inn­ar ald­ar, hef­ur Ghawar ver­ið lang mikil­væg­asta upp­sprett­an að ofsa­leg­um olíu­auði yfir­stétt­ar lands­ins.

Mikil leynd hvílir um alla töl­fræði um olí­una í Ghawar, en til þessa hafa lík­lega ver­ið sótt­ar þang­að um 65 milljarð­ar tunna af olíu. Mögu­lega á eft­ir að sækja þang­að ann­að eins magn, þ.a. Ghawar skili á end­an­um um 130 milljörð­um tunna af olíu. Um þetta er þó veru­leg óvissa og hafa sum­ir spáð því að fram­leiðsl­unni í Ghawar eigi eft­ir að hnigna hratt á næstu árum. Til sam­an­burðar má nefna að öll olíu­fram­leiðsl­an á öllu norska land­grunn­inu til þessa nem­ur nálægt 25 milljörð­um tunna.

Aramco-factory-in-Abqaiq-Saudi-ArabiaÞetta umtalaða olíu­svæði í Saudi Arabíu er ekki að­eins mik­il­væg­asta tekju­lind lands­ins, held­ur afar þýð­ing­ar­miki­ð fyrir efna­hags­líf heims­ins alls og verð­ur það senni­lega lengi enn. Og ein­mitt þess vegna fór um marga þegar dróna­árás var gerð á vinnslu­stöðvar í Ghawar nú um liðna helgi og stór hluti fram­leiðsl­unn­ar stöðv­­ist eða a.m.k. varð fyrir skakka­föllum.

Samhliða því að geng­ið hefur á olí­una í Ghawar hafa Sád­arn­ir ráð­ist í fleiri um­fangs­mikil ólíu­verk­efni. Eitt það allra stærsta er ein­mitt í ná­grenni Ghawar og nefn­ist það Khurais. Einn­ig þar var gerð dróna­árás um helg­ina, sem mun þó hafa vald­ið litlu tjóni og ekki stór­vægi­leg­um trufl­un­um á vinnsl­unni. Rétt eins og Ghawar er Khur­ais mik­il­vægt svæði fyrir efna­hags­líf ver­ald­ar­inn­ar. Því Khurais er ein af stærstu risa­lind­um heims­ins með um 20 milljarða tunna af vinn­an­legri olíu.

Aramco-factory-in-Abqaiq-Ghawar-drone_strikes_saudi_arabia-mapFrá Ghawar og Khurais kem­ur um 50% af allri olíu­vinnslu Sádanna og þessi tvö svæði skila um 5% af allri olíu­vinnslu í heim­in­um. Það mun­ar um minna og ekk­ert annað en stór­kost­legt áfall fyrir efna­hags­líf heims­ins ef öll þessi olía hverf­ur af mark­aðnum í lengri tíma. Enda er líkl­ega hvergi jafn um­fangs­mikil öryggis­gæsla um neinn atvinnu­rekstur í heim­in­um. Það er blaut­ur draum­ur hryðju­verka­manna að skaða rekst­ur af þessu tagi og ekk­ert nýtt að reynt sé að ráð­ast á svæðið.

Einmitt vegna þeirrar stað­reyndar að þessi vinnslu­svæði standa sí­fellt frammi fyrir hryðju­verka­ógn, hafa Sád­arn­ir kom­ið sér upp veru­leg­um vara­birgð­um af olíu til að mæta mögu­legum og skyndi­leg­um áföll­um af þessu tagi. Þar að auki hafa þeir mögu­leika til að auka fram­leiðslu á öðrum vinnslu­svæð­um sínum án mikils fyrir­vara. Tímabundin vandræði við Ghawar eru því ekki endilega ávísun á olíuskort.

Miðað við þróun olíuverðs síðasta sólar­hring­inn virð­ist sem flest­ir sem höndla með olíu geri ráð fyrir að Sád­arn­ir kippi vinnsl­unni í lið­inn nokk­uð fljótt og örugg­lega. Sem er eins gott, því trygg­ur að­gang­ur að gnægð olíu­afurða er einn allra mikil­væg­asti drif­kraft­ur efna­hags­lífsins víð­ast hvar um heim­inn. Um leið átta von­andi æ fleiri sig á því, að afar mikil­vægt er að við drög­um úr ægi­valdi olí­unnar og vinn­um að metn­aði að því að auka hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku!

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.
Meira