Pistlar:

16. desember 2016 kl. 23:06

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir (johannaluvisa.blog.is)

Ævintýrinu er lokið...

Þá er þessu Smartlands ævintýri því miður lokið en lokahnykkurinn var í dag þegar við skvísurnar mættum í myndatöku. Ég  er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og að hafa verið valin í þessa lífstílsbreytingu hjá Mörtu og Lilju. Þó að hlutirnir hafi kannski ekki gengið alveg jafn vel og ég vildi eða dreymdi um, þá mun ég halda ótrauð áfram.

Síðustu vikurnar hafa verið erfiðar þá bæði reykingarleysislega séð, matarlega séð og æfingalega séð. Ég hef verið reyklaus en ég er suma daga að taka ennþá einn dag í einu og því hefur gengið illa að halda matarræðinu í góðu lagi. Svo hjálpaði ekki til þegar ég náði mér í flensu með kinnholu sýkingu og ýmsum meðfylgjandi kvillum sem varð til þess að ég komst ekki á æfingar. En svona er bara lífið það koma upp og niðursveiflur og í niðursveiflunum verður maður að passa að rakka sig ekki niður í svaðið, svo maður geti staðið upp aftur og haldið áfram á réttri braut.

Við skvísurnar fórum í yfirhalningu hjá henni Hrafnhildi og skvísunum hennar á hárgreiðslustofunni Greiðunni um daginn og var það alveg frábært. Ég kom út með nýtt hár en hún Vigdís snillingur litaði mig og Hrafhhildur sá um klippinguna. Einnig var okkur boðið í spa hjá Sóley natura og var það dásamlegt. Æðislegt að geta slakað á og kjaftað í rólegu og þæginlegu umhverfi. 

Í dag var svo loka hittingurinn þar sem við fórum í myndatöku, það verður auðvitað að sýna fyrir og eftir myndir. Ég byrjaði á því að mæta í blástur á Greiðuna til þess að hárið yrði nú í lagi. Svo sá hún María Mist dóttir mín um að farða mig, þar sem kellan er ekki alveg sú besta í þeim málum. Ég vona bara að myndirnir verði ágætar þrátt fyrir myndatökufælni mína.

Ég er staðráðin í því að halda ótrauð áfram og er planið að mæta í boot camp og svo einu sinni í viku til Lilju til þess að halda í góða stuðninginn hennar. Einnig langar mig að prófa að taka sykurinn út í janúar og mun nýta mér hana Eyju varðandi það, enda skvísan með eindæmum dugleg.

Að lokum vil ég segja að ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast æfingaskvísunum, Lilju þjálfara sem er algjört hörkutól og Mörtu Maríu sem er algjör gullmoli. Þetta eru konur sem gefa lífinu lit.

Mottó ársins 2017 verður GÆS= get, ætla, skal.

Takk fyrir mig.

1. desember 2016 kl. 10:20

Dekur og dúllerí

Jæja þá fer þessu smartlandsfjöri senn að ljúka (skrifa þetta með grátstafinn í kverkunum) en lífið heldur áfram sem og lífstílsbreytingin. Síðan ég hætti að nota kveikjarann hefur sumt orðið erfiðara og þá hafa síðustu tvær vikur verið hvað verstar. Nart og nammiþörfin hefur verið að gleypa mig og þá koma hugsanir á borð við, hvað þetta er allt í lagi það er mun betra að fá sér smá nammi heldur meira
9. nóvember 2016 kl. 21:11

Bara þrjár vikur eftir...

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér síðustu daga hvað í ósköpunum ég eigi eiginlega að blogga um, ég er lítill bloggari í mér og hef aldrei átt auðvelt með að tjá mig um hluti sem tengjast sjálfri mér. Þegar ég byrjaði í lífsstílsbreytingu Smartlands var ég viss um að þetta yrði allt svo auðvelt, nú væri bara komið að mér að finna frelsið. En svo er þetta bara svo langt frá því að vera meira
4. nóvember 2016 kl. 17:58

Bazaar Oddsson

Á þriðjudaginn síðastliðinn vorum við skvísurnar svo heppnar að vera boðnar út að borða á Bazaar Oddsson. Þar áttum við skemmtilegt kvöld með gömlu lífstílsgellunum, Mörtu og Lilju. Gestgjafarnir á Bazaar Oddsson dekruðu við okkur með hinum ýmsu réttum, sem allir voru frábærir. Það var mikið hlegið og við nýju skvísurnar fengum góð ráð og pepp frá þeim gömlu. Tíminn hefur hins vegar flogið áfram meira
14. október 2016 kl. 22:26

Það koma holur...

Að breyta lífsstílnum er langt frá því að vera auðvelt, það koma holur sem maður dettur ofan í en þegar það gerist verður maður bara að koma sér upp úr þeim aftur. Síðustu dagar hafa verið svolítið þannig og þá sérstaklega helgarnar. Það krefst skipulags að breyta lífstílnum og á virkum dögum gengur það fínt enda er rútína þá. Helgarnar hins vegar geta sett allt úr skorðum, þá er ekki vinna eða meira
8. október 2016 kl. 0:28

Hvað skal borða?

Ég á við stórt vandamál að etja sem hefur fylgt mér frá æsku en það er matvendni. Ég er alveg svakalega mikill gikkur og hef því alla tíð borðað mjög einhæft fæði. Þetta vandamál á ekkert mjög mikla samleið með breyttum lífsstíl. Eftir kjúklingasallat nokkra daga í röð er ég komin með æluna upp í háls og fisk læt ég bara helst ekki inn fyrir mínar varir. Þetta finnst mér alltaf vera svona helstu meira
28. september 2016 kl. 20:58

"Það gerist ekkert"

Hver kannast ekki við þessi fleygu orð "það gerist ekkert" eftir að vera búin að borða hollt og taka á því í ræktinni í nokkra daga. Ég kannast allavega vel við þau enda hafa þau oft fengið mig til að gefast upp. Ég veit ekki hvað er málið en ég er þannig að ég vil helst að allt gerist einn, tveir og þrír og helst í gær. Þessi hugsun skaust upp í hausinn á mér á föstudaginn, það er bara ekkert að meira
21. september 2016 kl. 20:27

Litli púkinn á öxlinni

Hver kannast ekki við litla púkann á öxlinni? Þessi sem reynir alltaf að fá þig til að gera allt þveröfugt við það sem þú ætlar þér eða langar til að gera. Hann hefur verið að trufla mig þessa dagana. Jóhanna iss fáðu þér smá nammi það gerir ekkert til, þú ert svo þreytt taktu þér frí í ræktinni. Hver bauð honum eiginlega í heimsókn ég bara spyr? Ég hef ákveðið að jarða hann og reyni því að hlusta meira
16. september 2016 kl. 19:39

Strengjakvartett og mælingar

Jæja þá eru tveir tímar búnir hjá Lilju í ræktinni og er ég alveg rosalega ánægð með það sem komið er. Bæði eru æfingarnar skemmtilegar og erfiðar, hópurinn alveg frábær og Lilja alveg mögnuð. Ég viðurkenni það að ég varð nú eitthvað vör við strengi í morgun þegar ég vaknaði en er það ekki bara gott, þá hef ég greinilega verið að taka eitthvað á.  Matarræðið er strax farið að verða betra og meira
14. september 2016 kl. 22:07

Nýr lífstíll - hér kem ég

Ég fékk símtal um daginn frá henni Mörtu Maríu þar sem hún bauð mér að taka þátt í lífstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins með henni Lilju einkaþjálfara. Vá hvað ég varð hissa, spennt og hrædd en á sama tíma alveg afskaplega þakklát. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður ákveður að stökkva svona út í djúpu laugina. Ég er samt svakalega spennt að takast á við þessa áskorun og verða samferða meira
Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Hress ofurkona með þau markmið að gera lífið ennþá betra með lífstílsbreytingu. 

Meira