c

Pistlar:

28. september 2016 kl. 20:58

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir (johannaluvisa.blog.is)

"Það gerist ekkert"

Hver kannast ekki við þessi fleygu orð "það gerist ekkert" eftir að vera búin að borða hollt og taka á því í ræktinni í nokkra daga. Ég kannast allavega vel við þau enda hafa þau oft fengið mig til að gefast upp. Ég veit ekki hvað er málið en ég er þannig að ég vil helst að allt gerist einn, tveir og þrír og helst í gær. Þessi hugsun skaust upp í hausinn á mér á föstudaginn, það er bara ekkert að gerast Jóhanna og þú búin að vera alveg í ræktinni í tæpar tvær vikur. 

Ég komst hins vegar líka að því á föstudaginn að það er margt að gerast. Ég er farin að finna að með því að mæta í ræktina þá líður mér betur andlega, ég er hressari, hef meiri orku, meiri þolinmæði og innri líðan er frábær. Á föstudaginn fór ég ekki í ræktina og hreyfði mig ekkert sem varð til þess að ég var frekar langt niðri, fannst ekkert vera ganga og hvað þá að eitthvað væri að gerast í þessum nýja lífstíl.

Mikið svakalega var gaman að átta sig loksins á því hvað hreyfing og hollara matarræði hefur góð áhrif á mig og verður gott pepp inn í áframhaldandi vikur. Að breyta lífi sínu til frambúaðar tekur tíma, það gerist ekkert einn, tveir og þrír...

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Hress ofurkona með þau markmið að gera lífið ennþá betra með lífstílsbreytingu. 

Meira