c

Pistlar:

1. desember 2016 kl. 10:20

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir (johannaluvisa.blog.is)

Dekur og dúllerí

Jæja þá fer þessu smartlandsfjöri senn að ljúka (skrifa þetta með grátstafinn í kverkunum) en lífið heldur áfram sem og lífstílsbreytingin. Síðan ég hætti að nota kveikjarann hefur sumt orðið erfiðara og þá hafa síðustu tvær vikur verið hvað verstar. Nart og nammiþörfin hefur verið að gleypa mig og þá koma hugsanir á borð við, hvað þetta er allt í lagi það er mun betra að fá sér smá nammi heldur en sígó. Sem er svo sem alveg rétt en kannski ekki þegar maður er að reyna taka sig á í matarræðinu. Svo hjálpar heldur ekki þegar pestadrulla hellist yfir mann sem verður til þess að æfingar detta út. Þannig að staðan er sú að mig drullukvíður fyrir síðustu mælingunni sem verður næsta þriðjudag.

En að öðru en leiðindum, við skvísurnar vorum svo ótrúlega heppnar að vera boðnar í litlun, plokk og þvílíkt dekur hjá henni Maríu á snyrtistofunni Mizu sem er staðsett í Nóatúni. Ég sem sagt fór í gær eftir vinnu og þvílíkt dúllerí og dekur, hún María kom fram við mig eins og prinsessu og dekraði við mig í langan tíma. Ég fór frá henni með annað andlit, nýjar augabrúnir og augnhár. Dásamleg kona með húmorinn og nærveruna í lagi. Ég fór nú ekki heldur auðum höndum út því hún færði mér þennan svaka fína poka með appelsínuhúðkremi og skrúbbi, andlitskremum og handáburði. Vá hvað þetta var geggjað og bara takk æðislega fyrir mig. Ég mun sko pottþétt fara til hennar aftur, svona hluti verður maður bara að leyfa sér annað slagið.

Þangað til næst...

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir

Hress ofurkona með þau markmið að gera lífið ennþá betra með lífstílsbreytingu. 

Meira