c

Pistlar:

21. janúar 2010 kl. 12:10

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Takk fyrir mig

Kæru þið öll.

Ég mun hér eftir vera með reglulega pistla á Pressunni og kveð því mogga-bloggið að mestu.

Hér steig ég mín fyrstu skref í opinberum skrifum árið 2007 og hefur það gefið mér heilmikið. Ég fékk mjög fljótlega byr undir báða vængi, þökk sé ykkur, og hefur það kvatt mig til frekari skrifa. Að ég tali nú ekki um að hér varð fyrsta bókin mín til. Ég segi fyrsta, því þær eiga eftir að verða mikið fleiri. Því hef ég heitið sjálfri mér.

Að sjálfsögðu vonast ég til að þið gefið ykkur tíma til að kíkja á pistlana mína á Pressunni. Ég mun linka inn á þá hér, allavega til að byrja með. Og hér er sá fyrsti.

Það er alltaf er hægt að senda mér línu á jonagisla@internet.is

Takk fyrir mig

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira