c

Pistlar:

16. september 2007 kl. 22:04

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Snúið út úr hreinleikanum

Hreinleiki

Sá Einhverfi elskar Astrid Lindgren. Eða öllu heldur myndirnar sem gerðar hafa verið eftir bókunum hennar. Emil, Lína, Lotta, Börnin í Ólátagarði, Karl Blómkvist, Kalli á Þakinu.....

Hann er í þessum töluðu (skrifuðu) orðum að leggja lokahönd á enn eitt listaverkið sem er trélitateikning af DVD coverum nokkurra þessara mynda. Hann benti á eigin skrift; Börnin í Ólátagarði og sagði: Lítil börn.

Já, sagði ég. Börnin í Ólátagarði.

Stundum veit hann ekki hvað hann er að skrifa en samt er hvert einasta orð rétt stafsett. Sjónminni hans er gífurlegt.

Þar sem ég sat fyrir framan sjónvarpið með honum og horfði á Ný skammarstrik Emils í Kattholti var ég að hugsa um hreinleikann í þessum sænsku myndum öllum.

Emil og Alfred vinnumaður veiða krabba og synda naktir saman í vatninu. Þeim þykir alveg svakalega vænt hvorn um annan og enginn hrópar; perri perri.

Emil hellir bláberjasúpu yfir andlitið á fínni frú eftir að hún fellur í yfirlið og Anton pabbi hans tekur hann upp á eyrunum og hristir allan til. Enginn kallar: ofbeldi ofbeldi.

Eða þegar Anton eltir Emil með hnefann á lofti og öskrar ''strákskratti'', og Emil flýr inn í Smíðakofann og er heppinn að komast í öruggt skjól. Annars myndi karlinn faðir hans lúskra ærlega á honum.

Mikið væri heimurinn einfaldur ef hann væri eftir Astrid Lindgren emil


Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira