c

Pistlar:

4. desember 2007 kl. 23:58

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Reðursafnið vs Downsarar

Ég myndi auðvitað gráta ef þetta væri ekki svona djöfulli fyndið. Og þó... er hægt annað en að hlæja að fáránleikanum í forgangsröðun og mati... já hverra... á hvað er mikilvægt og hvar peningar ríkisins eru best geymdir.

Hér kemur örsaga; byggð á staðreyndum. 

Félag áhugafólks um Downs heilkenni sótti um styrk hjá ríkinu fyrir sín félagasamtök. Held það hafi verið milljón sem þau báðu um. Þau fengu 500 þúsund. Voru afskaplega glöð og í rauninni undrandi. Vá við fengum fimmhundruðþúsundkrónur!!! Áttu greinilega ekki von á því.

Skuggi féll á gleðina þegar þau komust að því að Íslenska reðursafnið fékk úthlutað á sama tíma 800 þúsund króna styrk. Hið íslenska fokking reðursafn!!

ER EINHVER HEIMA!!!!

Eru menn farnir að selja á sér reðurinn? Ég hélt að reðursafninu væri ánöfnuð öll þessi tippi. Ekki það að ég hafi neitt á móti reðursafninu. En ég er á móti því að skattpeningarnir mínir séu notaðir til að halda starfseminni gangandi.

Ég spyr; er þetta í nafni menningar sem svona styrkir eru  veittir.

Ég get alveg ímyndað mér að hægt hefði verið að gera eitthvað gagnlegt við þessi 800 þúsund. Hvað með allt hitt sem er verið að gefa pening í úr ríkissjóði. Eru birtir listar yfir það einhversstaðar hvað ég og þú erum að borga fyrir?

Ég er samt alveg að komast í jólaskap. Og ég er að fara á jólatónleika Bóóóóóóóó á sunnudagskvöldið.  

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira