c

Pistlar:

11. janúar 2009 kl. 18:02

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Þennan dag fyrir tólf árum var ég rist á kvið og heftuð saman aftur

Í dag, 11. janúar, eru 12 ár síðan að Gelgjan fæddist með miklum harmkvælum.

Í tilefni dagsins komu vinir og vandamenn í brunch hér í dag og þar sem Bretinn stóð við að steikja beikon og egg heyrði ég hann stynja.

Mér flaug helst í hug að eldamennskan væri að gera út af við hann og spurði hvað væri að plaga hann.

Þá var þessi elska, með steikarspaðann í höndunum, horfin tólf ár aftur í tímann. Var kominn með annan fótinn inn á fæðingarstofu, þar sem reiður læknir æpti á starfsfólkið sitt: Upp á skurðstofu með þessa konu eins og skot!!!

Og svo inn á skurðstofu þar sem hann horfði á konuna sína rista upp í flýti og baráttuna við að ná barninu út um kviðinn á mér. Það gekk ekki vel því andlitið á því sat fast ofan í grindinni eftir afar harðar hríðar og sama sem enga útvíkkun.

Já hún kom með sannkölluðum harmkvælum í heiminn þessi stelpa sem við eigum. En það er líka í eina skiptið sem hún hefur valdið okkur  vandræðum. Hún lét ganga á eftir sér þarna í upphafi og hver einasta sekúnda eftir það hefur verið þess virði.

Til hamingju með daginn fallegust.

AM 12 ara

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira