c

Pistlar:

9. júlí 2009 kl. 13:36

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Ég tek ofan fyrir rithöfundum

Ef ég ætti hatt, tæki ég hann ofan fyrir rithöfundum!!

Fjórar klukkustundir á dag við skriftir og ég er ámóta þreytt og eftir 13 klukkustunda vinnutörn í skrifstofujobbinu mínu. Gjörsamlega úr mér allur vindur, kraftur og þrek.

Mér skilst að Arnaldur sitji við 8 klukkutíma á dag. Er það hægt, spyr ég? Arnaldur! Ha?

Í dag ætla ég að sitja heilalaus í sundlaug og heitum pottum í Hveragerði eða Borgarnesi. Stara út í loftið og hugsa um ekki neitt. Sellurnar mínar þurfa hvíld. Það er ljóst að ég sest ekki aftur á skólabekk á gamals aldri.

p.s.

þrir dagar í heimkomu Þess Einhverfa og vika í heimkomu Unglingsins. Kvíði fyrir og hlakka til í senn.

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira