Menning og listir

mynd
11. september 2019 kl. 9:20

Svuntuaðgerð, afmæli og Ðe Lónlí Blú Bojs

Þessi pistill hefði átt að líta dagsins ljós á sunnudaginn en ég var ofsalega upptekin. Aðallega við að vera í nettu kvíðakasti yfir því að litla barnið mitt (21 árs frá því á laugardaginn) var ekki heima á afmælinu sínu. Kvíðakastið tók sem sagt alla helgina, ásamt því að taka ákvörðun um hvaða aðkeypta mat ég ætti að bjóða upp á afmælisveislunni sem yrði haldin á mánudagskvöldið og hvaða mynd ég meira
1. nóvember 2008 kl. 20:42

Nú þarf ég að láta rigna upp í nefið á mér

 Þann Einhverfa bráðvantaði liti í dag, svo ég gerði mér ferð inn í tvær verslanir Eymundssonar í Kringlunni. Langaði að nota tækifærið og sjá bókina mína í því umhverfi sem hún þarf að byrja í, til að komast í sitt rétta umhverfi, þ.e. inn á heimilin í landinu. Það má segja að þessi ferð hafi verið ágætis ''reality check'' fyrir mig. Í fyrri búðinni var bókin ekki einu sinni sjáanleg. meira
31. ágúst 2008 kl. 22:25

Þangað sem lífið leiðir okkur

Í fyrra fór ég á námskeið sem ber nafið Skapandi skrif. Það er Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og listamaður sem er með þessi námskeið. Ég fékk ótrúlega mikið út úr þessum 4 kvöldum og var ákveðin í að fara á framhaldsnámskeið seinna meir.Ég sá það svo auglýst um daginn og gat ekki hætt að hugsa um það. En ég gat heldur ekki gleymt peningunum sem ég á ekki til. En á föstudaginn hugsaði ég: meira
8. apríl 2008 kl. 0:50

Hvernig Tæfan upplifði Villa Vill tónleikana

 Ég get ekki sleppt því að segja ykkur frá  minningartónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar sem Bretinn og ég fórum á síðastliðinn föstudag í Salnum í Kópavogi.Pálmi Gunnars, Guðrún Gunnars, Stebbi Hilmars og Friðrik Ómar fóru á kostum. Því get ég lofað ykkur. Sem og hljóðfæraleikarar, bakraddir og 4ra mann strengjasveit sem birtist á sviðinu eftir hlé.Við sátum ansi framarlega, á þriðja meira
17. janúar 2008 kl. 17:15

Andagiftin mín hún Astrid

  Ég er ekki að tala um Astrid Lindgren í þetta skiptið heldur hana Astrid Sigurðardóttir. Þessi Astrid á reyndar ættir að rekja til Skandinavíu en ekki til Sverige heldur Norge. En það er algjört aukaatriði.Þessi  Astrid varð kveikjan að því að ég ákvað að tími væri til kominn að ég færi að koma frá mér orðum á blað.Og hér kemur sagan:Astrid hét lítil stúlka sem hafði gaman af að meira
4. desember 2007 kl. 23:58

Reðursafnið vs Downsarar

 Ég myndi auðvitað gráta ef þetta væri ekki svona djöfulli fyndið. Og þó... er hægt annað en að hlæja að fáránleikanum í forgangsröðun og mati... já hverra... á hvað er mikilvægt og hvar peningar ríkisins eru best geymdir.Hér kemur örsaga; byggð á staðreyndum. Félag áhugafólks um Downs heilkenni sótti um styrk hjá ríkinu fyrir sín félagasamtök. Held það hafi verið milljón meira
27. nóvember 2007 kl. 20:05

Mynd af gleði

 Enn skora Íslendingar á erlendri grundu og það er alltaf gaman að því. Hljómsveitin Hraun er komin í 20 hljómsveita úrslit í tónlistarkeppni sem nefnist The Next Big Thing á vegum BBC.Ég veit ekkert um þessa hljómsveit og hef aldrei heyrt hana nefnda. En það sem heillar mig upp úr skónum er myndin við þessa frétt. Hún sýnir væntanlega hljómsveitarmeðlimi og ekki ólíklegt að hún sé tekin á meira
22. nóvember 2007 kl. 17:43

Crazy Indian video

Sumt er bara hlægilegra en annað. Svo einfalt er það. Hér kemur George Michael þeirra Indverja. Takið eftir getnaðarlegum munngeiflunum. Þeir eru líka vel girtir ennþá þarna fyrir austan. ''Listamaðurinn'' er klárlega undir vestrænum áhrifum. Örugglega brjálaður ''hittari'' á Indlandi. Það sem mig langar að vita er hvar þeir fá þessar úlpur!  meira
16. september 2007 kl. 22:04

Snúið út úr hreinleikanum

 Ég verð sorgmædd við lestur þessarar fréttar. Afhverju á að merkja bíómyndir sérstaklega ef þær innihalda nekt barna? Rétt eins og um ofbeldismyndir eða klámmyndir sé að ræða. X-rated, takk fyrir. Giskað er á að tilgangurinn sé sá að foreldrar geti fylgst með því sem börnin þeirra eru að horfa á. Afhverju ætti ég sem foreldri að vilja vernda börnin mín frá því að sjá nakin börn í meira
2. september 2007 kl. 22:20

Allir verða að taka þátt - sýnum einu sinni samstöðu

Hún Þórdís Tinna okkar sem berst við krabbamein er hér með afar sterka færslu sem minnir mig á hversu gott ég hef það og hversu auðveldlega það góða gengi gæti allt verið horfið á morgun.Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og okkur hættir öllum til að taka heilsuna og öðrum góðum atriðum í lífi okkar sem gefnum.Í framhaldi af færslunni hennar Þórdísar Tinnu er Gíslína Erlendsdóttir með meira