c

Pistlar:

17. september 2015 kl. 7:01

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

7 hollráð til að koma þyngdartapi og orku af stað

Eitt af því sem mörg okkar vilja sjálfsagt öðlast eftir sumarið er að koma þyngdartapi af stað og að fá meiri orku, ekki satt? Í dag langar mig að deila með þér 7 hollráðum sem þú getur nýtt þér strax í dag til þess að koma einmitt þessu af stað.


1. Vatn

 

Vatn styður við flutning næringarefna á milli líffæra, eykur brennslu, vinnur gegn sykurlöngun og sjúkdómum. Vatn ásamt olíu getur einnig hjálpað til við að vinna gegn streitu.

 

2. Meira grænt

Grænu laufblöðin innihalda prótein, fitu og einnig steinefni, járn, kalk, zink, magnesíum, og A,C,E vítamín sem gerir þau að sannkallaðri súperfæðu. Þau hjálpa til við að hreinsa líkamann, styrkja þarmaflóruna, byggja upp ónæmiskerfið, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma!

 

 

3. Minni sykur. taktu alveg út eða borðaðu afar lítið af honum.

Sykur eykur innri bólgur líkamans, bólgur eru talin vera  helsta orsök heilsukvilla, sykursýki 2  og hjartasjúkdóma.

 

4. Þekktu streitumörkin þín.

Streita er helsti orsakavaldur kviðfitu vegna hækkunar á Cortisol hormónum. Streita dregur úr hæfni líkamans til að nýta magnesíum og flýtir fyrir öldrun.

 

5. Minna salt.

Of mikil saltneysla hækkar blóðþrýsting sem eykur líkurnar á heilablóðfalli og hjartaáfalli.  Svo borðaðu salt í hófi en hágæða og sjáðu hvernig þú getur byrjað að nota minna án þess að það bitni á bragðlaukunum

 

6. Fleiri kryddjurtir.

Kryddjurtir hafa sérstaka eiginleika til að hreinsa líkamann sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigða þarmaflóru og þyngdartap. Ferskar kryddjurtir hafa þann frábæra eiginleika að fríska upp á líðan okkar og auka orkuna.

 

7. Gerðu heilbrigði  hluta af ferðalagi þínu.

Dr. Lipton talar um að því oftar sem við förum í megrun því meiri verður fitusöfnun hverju sinni og því er mikilvægt að huga að heilbrigði ekki sem átaki heldur sem lífsstílsbreytingu og taka eitt skref í einu sem skapar góða rútínu.

 

Náðu í 3 skrefa leiðarvísi að meiri orku

 

Að gera heilbrigði sem hluta af rútínunni þinni og finna hvað hæfir akkúrat þér ER það sem ég sérhæfi mig í að gera í Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfun. Núna er ég að halda ókeypis myndbandsþjálfun þar sem ég deili hollráðum að þyngdartapi og orku og fæst skráning hér, www.nyttlifnythu.is 

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi 

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira