c

Pistlar:

14. júlí 2016 kl. 7:26

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Þrír æðislegir sumarkokteilar!

kokteilar1

Sumarið er sannarlega komið og tími fyrir holla kokteila! Hér koma þrír einfaldir og fljótlegir drykkir sem eru í alvörunni ótrúlega góðir fyrir þig.

Ég nota gjarnan sítrónur og límónur í kokteilinn en sítrónur eru fullar af C vítamíni og innihalda pectin trefja sem geta hjálpað við hreinsun.  Ég mæli með lífrænum sítrusávöxtum þar sem mesta eitrið er á berkinum en ef þú notar hefðbundnar má kreista safann úr þeim og henda berkinum. Ef þú ert að fara í gegnum 5 daga matarhreinsun mína eru drykkirnir hæfir samhliða. 

Drykkirnir svalandi og geta slegið á sykurþörfina.  Þeir eru því fullkomnir í grillpartýið í sumar. Þrátt fyrir vera óáfengir bera kokteilarnir skemmtileg nöfn sem lýsa bragðinu.

 

kokteilar2

Ónæmisbætandi margarita

3 appelsínur (notið kjötið úr 1 appelsínu samhliða)

1 sítróna

lúka af ferskri myntu

30 dropar Sólhattur

Skreytt með:  Chilliflögum, límónusneiðum, myntu

Setjið allt í safapressu, skreytið svo drykkinn með myntu og chilli flögum

 

Endurnærandi mojito

2 lúkur grænkál

1 gúrka

2 lífræn epli

1-2 cm lífræn engiferót

2 límónur

1 lúka fersk mynta

1/2 bolli léttkolsýrt sódavatn

Skreytt með: Myntublöðum og límónusneiðum

Setjið allt í safapressu, skreytið svo drykkinn með myntu og límónusneiðum.

 

 

Jarðaberja- og myntu sangria

Jarðaber

Gúrka

Mynta

Sítróna eða límóna

Léttkolsýrt vatn

Skerið niður jarðaber, gúrku og sítrónur. Setjið í glas og hellið yfir léttkolsýrðu vatni eða sódavatni.

Njótið í góðum félagsskap á sólríkum degi!

kokteilar 3

 

Fyrir uppskriftir af sætu og hollu súkkulaðikúlunum á myndinni, sækið ókeypis sektarlausu sætindarafbókina hér. 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira