c

Pistlar:

19. júlí 2016 kl. 13:39

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Æðislegar grænkálsvefjur sem þú munt elska!

IMG_1502

Ég verð að deila uppskriftinni að þessum grænkálsvefjum með þér!

Einfalt, hreint og fljótlegt er það sem ég elska í matargerð.

Það tekur innan við tvær mínútur að setja saman þessa snilld og vefjurnar gefa þér góða fyllingu sem endist fram eftir degi.

Það sem er enn betra er þær hjálpa til við að slá á sykurþörfina og jafna blóðsykur.

IMG_1512

Uppskrift:

Vefjur

2-4 grænkálsblöð (fer eftir stærð)

1/2 gúrka

1/2 bolli rauðkál

Lífrænt epli

Fersk mynta

Sítróna til að kreista yfir

Tahinidressing:

1 msk tahini

1-2 msk eplaedik

1-2 msk sítrónusafi

  1. Hrærið saman í dressinguna og setjið til hliðar.
  2. Raðið grænkálsblöðum á disk. Reynið að velja stór grænkálsblöð í vefjurnar þar sem þær verða auðveldari að borða. Yfirleitt finn ég stór og falleg blöð í búðinni en ef þú átt leið hjá bændamarkaði er það upplagt.
  3. Skerið grænmetið og eplin smátt. Smyrjið tahini dressingu í grænkálsblöðin og dreifið grænmeti yfir. Kreistið sítrónusafa yfir herlegheitin svo auðveldara sé að tyggja grænkálið og það fari betur í meltinguna og stráið svo ferskri myntu að lokum.Njótið með vinum!

Eplin og myntan gera salatið virkilega ferskt og sætt.  Mér finnst æðislegt að bæta við kjúklingaspírum eða hemp fræjum fyrir auka prótein.

Smelltu hér til að sjá frekari fræðslu um grænkál og tahini og til að sjá myndband af mér að smella vefjunni minni saman.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s. Ég er alltaf að gera eitthvað sniðugt á Snapchat, bættu mér við: lifdutilfulls

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira