c

Pistlar:

20. apríl 2017 kl. 11:34

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Góð hreinsunarráð til að hefja sumarið

DSC_3022 copy

Dagleg hreinsunarráð til að hefja sumarið

1. Drekktu 2 lítra af vatni eða meira.

Oft upplifum við hungur þegar líkaminn þarfnast vökva. Byrjaðu daginn með a.m.k 1/2L af vatni. Bættu örlítið af sítrónu eða klípu af cayenne til að vekja meltinguna.

 

2. Byrjaðu daginn með grænum búst.

Byrjaðu daginn með grænum búst. Takmarkaðu hrátt spínat ef þú ert með hægan skjaldkirtil. Sjáðu uppskriftir af búst hér eða úr Lifðu til fulls bókinni.

 

3. Fáðu þér heitt vatn með kreistri sítrónu á morgnana.

Skiptið út sítrónu fyrir límónu ef þið viljið

 

4. Gerðu öndunnaræfingar og upplifðu þakklæti yfir daginn.

Byrjaðu daginn á djúpri öndun til að fá súrefnið til að flæða, hreinsaðu upptekinn huga og róaðu taugakerfið.

 

5. Hreyfðu þig daglega.

Farðu í göngur eða líkamsrækt. Lotuæfingar eru með þeim bestu til að auka brennslu og auka vöðvamassa. Keyrðu púlsinn upp með því að reyna á þig í 30 sekúndur á milli hvílda.

6. Taktu D-vítamín og Omega

D-vítamín er eitt af mikilvægustu vítamínunum sem að líkaminn þarfnast til að halda góðri heilsu, ásamt omega 3 sem er nauðsynlegt fyrir hjarta - og æðakerfið og hjálpar til að vinna gegn bólgum í líkamanum.

7. Nærðu þig með ofurfæði

Maca er orkugefandi og er sagt koma jafnvægi á sálina og líkamann. Maca er frábært til að ná jafnvægi á hormónastarfsemina og hefur reynst mjög vel fyrir konur á breytingaskeiðinu. Getur þú lesið meira til um maca hér. Bættu við 1/4 tsk af maca til að byrja með útí búst eða prófaðu uppskrift úr Lifðu til fulls bókinni.

Mér þykir einnig frábært að taka 5 daga matarhreinsun mína ef ég vill snögga og áhrifaríka leið að fríska uppá líkamann fyrir sumarið. Er hægt að sækja matseðil fyrir einn dag í hreinsun frá mér ókeypis hér og fá um leið tilboð í 5 daga matarhreinsun og fleiri upplýsingar.

Heilsa og hamingja,
jmsignature

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira