c

Pistlar:

12. febrúar 2019 kl. 10:21

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

Af hverju er svona erfitt að halda sig við sykurleysið?

Í dag deili ég með þér 5 algengustu mistökunum þegar við ætlum að sleppa sykri eða halda áfram í sykurminna mataræði.

Mistökin eru vissulega dýrkeypt enda er sykur ávanabindandi og ef við höldum áfram að borða hann án þess að gera okkur grein fyrir því, losnar líkaminn aldrei fyllilega við hann og orkuleysi, slen og aukakíló sitja eftir. Með grein dagsins muntu þó sjá að það er vel hægt að forðast mistökin.

DSC_1300ADAL

1. Að hunsa sykurþörfina

Þetta hljómar kannski undarlega í samhenginu -  að losna við sykurfíkn, en það að sneiða algjörlega hjá öllu sætu er ekki góð lausn til lengdar og ýtir undir það að við gefumst upp og borðum yfir okkur af sætindum. Við þurfum öll eitthvað smá sætt til að gefa lífinu lit. Svo í stað þess að hunsa algjörlega sykurþörfina veldu frekar hollari sætabita sem eru sætaðir t.d með kakó, kanil, steviu, kókos, rúsínum, berjum eða banana.

2. Að forðast eingöngu nammi

Því miður er það ekki svo einfalt að sykur sé bara í nammi. Góðar líkur eru á því að eitthvað af matvörunum sem þú kaupir séu fullar af sykri án þess að þú vitir af því t.d dósamatur, sósur, keypt múslí, morgunkorn og ávaxtasafar. Það hljómar kannski yfirþyrmandi að þurfa að lesa aftaná allar umbúðir en það þarf alls ekki að vera þannig. Enda er margt af því sem við kaupum í dag gert af vana, gefðu þér smá tíma í búðinni til að velja betri kosti og þá ert þú strax betur sett/ur.

3. Að þekkja ekki leyninöfn sykurs

Ekki nóg með það að sykurinn leynist víða heldur gengur sykurinn líka undir hinum ýmsu nöfnum! Það tekur ekki nema 1-2 mín aukalega að lesa á  innihaldslýsingar og oftast er þá tekið fram “sugar” eða “fructose” ef varan inniheldur sykur en til eru ótal dulnefni yfir sykur. 

4. Að vinna ekki á rót sykurlöngunarinnar

Eins og í mörgu öðru, þá er besta lausnin á vandanum að finna rót hans og byrja þar. Það gæti komið þér á óvart að sykurlöngun stafar af ójafnvægi í næringu, t.d skortur á svefni eða vöntun á hollri fitu og steinefnum. Í stað þess að snúa mataræðinu skyndilega við og sneiða algjörlega hjá sykri, byrjaðu á því að spyrja sjálfa/n þig hvað gæti verið að valda sykurlönguninni? Gæti þig vantað steinefni? Eru einhver vítamín sem þú ert ekki að fá nóg af?

Ef þú kemst að því hvað líkama þínum vantar, er svo margfalt auðveldara að losna við sykurpúkann. Við erum öll einstök og höfum mismunandi þarfir, sykurfíknin gæti einfaldlega verið að segja þér að líkamann vanti járn!

5. Að sækja þér ekki stuðning

Mörg okkar gefast upp á sykurleysinu einfaldlega vegna þess að okkur skortir stuðning og utanumhald. Fáðu fjölskyldu og samstarfsaðila með þér í að minnka sykurinn enda er svo oft sagt að við séum líkust þeim sem eru í kringum okkur.

Ef þú vilt vita meira, getur þú skráð þig á ókeypis fyrirlestur HÉR sem er stútfullur af fróðleik og einföldum ráðum til að losna við sykurfíknina. Aðeins takmarkaður fjöldi sem kemst að, svo tryggðu þér stað í dag.

Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira