c

Pistlar:

12. mars 2019 kl. 9:31

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Fæðutegundir sem draga úr bólgum og hrista burtu flensu á sólarhring!

Glímir þú við bólgur, bjúg eða flensu?

Rót bólguvandamála getur verið margþætt og mikilvægt er að finna rót vandans áður en lengra er haldið.

Margir læknar og sérfræðingar í dag eru sammála því að sykur er leiðandi orsök í “inflammation” eða bólgumyndum í líkamanum. Sykur getur skert ónæmiskerfið og minnkað upptöku næringarefna, sem þýðir að við erum ekki fyllilega að nýta þá næringu sem við gefum líkamanum, og getur sykurinn leitt til meiriháttar kvilla.

Því mæli ég ávallt með breyttu mataræði til að halda bólgum í burtu til lengri tíma. Ef það er eitthvað sem þú hefur áhuga á mæli ég með að skoða Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðið hér, enda lýkur skráningu á miðnætti á morgun

DSC_4958small

 

Túrmerik (curcumin)

Eftir mikla rannsóknarvinnu á bólgueyðandi fæðu varð mér ljóst að túrmerik er ein fremsta fæðan. Túmerik hefur lengi verið notað í gegnum árin í lækningarskyni og hefur græðandi áhrif. Túrmerkið eflir meltingu, styrkir ónæmiskerfið og vinnur gegn sjúkdómum. Mér finnst 100% hrein túrmerik skot virka hvað áhrifaríkast á líkamann. Túrmerik Latté er önnur leið að njóta túrmeriks og hef ég notað blöndu frá Sonnentor en það fæst í litlum kössum í Nettó sem dæmi.

Engifer

Engifer hefur svipuð bólgueyðandi áhrif og túrmerik en er einnig góður við meltingatruflunum, ógleði, loftmyndun og krampa í maganum. Einnig er engiferjurtin örvandi fyrir blóðrásina og rík af b-vítamínum, járni, mangan, magnesíum og sinki.  Æðislegt að taka skot með túrmerik, engifer og svörtum pipar (svartur pipar bætir upptöku túmeriks).

Omega-3 fitursýrur

Omega-3 fitusýrur örva fitubrennslu og draga úr vökvasöfnun og sætindafíkn. Þær hafa einnig góð áhrif á húðina og nauðsynlegar fyrir virka meltingu. Chia fræ, lax/silungur, hörfræ olía eða hemp olía (t.d frá Biona sem fæst í Nettó) eru góð uppspretta af omega-3 fitusýrum.

Kollagen

Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og er að finna finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamanum. Kollagen er sérlega bólgueyðandi vegna áhrifa sem það hefur á meltingaveginn. Líkamsstarfsemi framleiðir kollagen en það fer að hægast á þeirri framleiðslu um 25 ára aldurinn og þá er í hættu að vefir líkamans veikist, liðir stífna og hrukkur myndist. Ég tek kollagen frá Feel Iceland og elska bragðið af því. Kollagen finnst einnig í beinasoði, en beinasoð er ofboðslega græðandi og gott í meltingu. Bone and Marrow eru íslenskir framleiðendur af beinasoði.

Smelltu hér fyrir 1 dags skipulagið mitt sem dregur úr bólgum og hristir burtu flensuna á sólarhring! Þetta er dæmi um mataræði mitt sem vinnur vel á bólgum líkamans og eflir ónæmiskerfið.

Þangað til næst sendi ég þér heilsu og hamingju,

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira