c

Pistlar:

30. júní 2020 kl. 16:59

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Öflug 4 mín hugaræfing til að brjótast úr gömlu fari

Síðustu helgi átti ég alveg æðislegan dag með konum sem eru hjá mér í Nýtt líf og Ný þú Eðalþjálfun, í töfrandi umhverfi í Hveragerði.

Við byrjuðum daginn á því að konurnar áttuðu sig á gömlum sögum um líkama sinn sem voru að valda neikvæðum hugsunum og halda þeim í sama fari. Málið er að við eigum öll þá tilhneygingu að hugsa oftar neikvætt en jákvætt.

Þegar við tökum eftir neikvæðum hugsunum höfum við val um það að trúa þeim eða varpa þeim svolítið í kastljóstið og spurja okkur hvort þær séu raunverulega sannar eða ekki, og beðið þær síðan vinsamlegast um að hverfa á brott.

Hugsanir óspurðar leiða til þjáningu í lífinu segir Byron Katie, ein af mínum mentorum.

Eitt af því sem ég deildi með dömunum um helgina var einmitt einföld 4 mín æfing til að brjótast úr gömlum hugsunum.

Þessi einfalda og öfluga æfing byggist á 4 spurningum og tækifærin til að nota hana eru óendanleg. Dæmi um hugsanir sem hægt er að vinna úr væri; "ohh ég er svo feit..." eða "ég er pirruð útí manninn minn", "ég er ekki að standa mig nógu vel" "ég kem mér ekki af stað til að byrja" "ég er ómöguleg, mér tekst þetta aldrei..."

Æfingin "the work" eftir Byron Katie

1. Er það satt? (já eða nei svar)

2. Getur þú algjörlega vitað að þessi hugsun er sönn? (já eða nei svar)

3. Hvað gerist og hvernig bregst þú við þegar þú trúir þessari hugsun?

4. Hver eða hvað værir þú án þessarar hugsunar?

Svo snýrð þú dæmi þínu við með fjórum "turnarounds" eins og Byron Katie kallar það þar sem þú tekur upprunulegu hugsun þína, snýrð henni við og spyrð þig hvort það sé ennþá  satt. Hér má sjá fulla æfingu á ensku ef þú skyldi vilja prenta æfinguna út. Til að fá dýpri skilning mæli ég svo eindregið með því að kynna þér vefsíðu Byron Katie og youtube þar sem má finna fjölda myndbanda.

Heilsa og hamingja,
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira