c

Pistlar:

27. nóvember 2020 kl. 17:40

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Hvernig er hægt að gera smákökurnar hollari?

mbl2

Er nokkuð of snemmt að fara hugsa um jólabaksturinn?

Kannski, en það má þá allavega byrja leyfa sér að dagdreyma um ljúfu lyktina úr ofninum við heimabakaðar smákökur og aðeins að byrja að skipuleggja baksturinn. 

Það er ýmislegt til ráða til að gera uppáhalds smákökurnar hollari án þess að mikill bragðmunur finnist.

Það er til dæmis hægt að taka hvaða uppskrift sem er og nota hrásykur eða kókospálmasykur í staðinn fyrir hvítan sykur.

Svo má einnig minnka sykurmagnið um 20-25% og sjá hvernig útkoman verður. Oftar en ekki er lítill sem engin bragðmunur á.

“Hvernig er hægt að léttast og njóta jólakræsinga” er ókeypis net-fyrirlestur sem ég er að bjóða upp á. Þetta verður fræðsla í beinni þar sem ég mun fara yfir fljótleg og einföld ráð sem allir getað tileinkað sér í desember til að stilla sér betur hófs og geta notið hátíðanna án aukakílóa og slens - og taka við nýja árinu fersk og orkumeiri.

Ég mun gefa 5 mín uppskrift sem eykur brennslu, fara yfir hvaða staðgenglar sykurs eru betri og hverja ætti að forðast, ásamt því að gefa vinninga og halda uppi góðu fjöri með fólki í BEINNI.

Ókeypis Skráning í net-fræðslu og jólapartý hér: https://lifdutilfulls.lpages.co/jolagledi

Takmörkuð pláss í boði.

Heilsa og hamingja, 

Júlía

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira