c

Pistlar:

17. febrúar 2021 kl. 14:28

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Uppáhalds heilsuvörur mínar!

Í dag langar mig að deila með ykkur uppáhalds vörunum mínum. Þessar eru tilvaldar til að gefa sjálfri sér í konugjöf eða fá maka til að splæsa í ;)

 

 

 

 

1. Collagen duft frá Feel Iceland

Kollagen er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Feel Iceland er með náttúrulega, lífræna vöru og hægt er að bæta duftinu í búst, chiagraut eða bara drekka með vatni. Duftið er nánast bragðlaust og þegar viðbætt í búst gefur það góða fyllingu og rjómkenndaáferð sem er æði.

Amino Marine Collagen fæst á feeliceland.is og þú getur notað kóðann: julia2021 fyrir 15% afslátt út þessa viku (til og með 21. febrúar)!  

2. Próteinduft frá Vivolife

Prótein er mikilvægt í hverja máltíð. Próteinduft geta veitt seddu-tilfinningu og þannig dregið úr freistingu í sætindi sem og að vera mikilvægt byggingarefni líkamans. Yogi er náttúrulegt plöntuprótein sem inniheldur einnig ofurfæðu, amínósýrur og meltingarprótein. Það stuðlar að bættum árangri, endurhleðslu og uppbyggingu líkamans.

Hægt er að panta hjá yogi.is með kóðanum: lifdutilfulls fyrir 10% afslátt af öllum Vivo life vörum! (Ath. afsláttur gildir til og með 21. febrúar).

3. Stevía frá GoodGood

Stevía er náttúrulegur sætugjafi sem dreginn er úr Stevía plöntunni og inniheldur engan sykur (eða kaloríur) þrátt fyrir að vera rosalega sætt á bragðið, nokkrir droparneru allt sem þarf. Stevía hefur engin áhrif á blóðsykur svo þú festist ekki í þeim vítahring að fá fljótlega orku úr sykri sem fellur síðan niður í orkuleysi eftir smá stund, heldur leiðir til þess að blóðsykurinn helst jafn og orkan líka.

Stevíudroparnir fást í flestum matvörubúðum.

4. Mary’s Gone Crackers frá iHerb

Þetta kex er ekki aðeins glútenlaust, vegan, sykurlaust og ótrúlega bragðgott heldur er fyrirtækið metnaðarfullt þegar kemur að hráefnum og velja lífræn hráefni og sjálfbæra framleiðslu! 

Þú getur fengið kexið frá þeim á iHerb og notað kóða: HEN9393 fyrir 5% afslátt! (Ath. afsláttur gildir til og með 21. febrúar).

5. Balance súkkulaði

Balance súkkulaðið er sætað með Stevíu og ótrúlega gott að setja einn mola í medjool döðlu með möndlusmjöri. Fæst í Nettó og Krónunni!

6. Uppskriftabók Lifðu til fulls

Bók með mínum uppáhalds réttum, þeim sem ég er stöðugt að grípa í. Í bókinni er að finna ýmsan fróðleik um breyttan lífsstíl og eru allar uppskriftir lausar við glúten, mjólk, hvítan sykur og egg að mestu. Bókin er mestmegnis vegan, plöntumiðuð með sérkafla fyrir kjöt og fisk ...og þú vilt sko ekki missa af einum stærsta kafla bókarinnar: EFTIRRÉTTUM!

Bókin er á tilboðsverði og þú getur smellt hér til að tryggja þér eintak!

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi.

 

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira