c

Pistlar:

18. janúar 2022 kl. 15:31

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Candida og sykur

Glímir þú við uppþembu og magaverki?

Upplifir þú síþreytu eða ofnæmi?

Hefur þú óþol fyrir ýmsum matvælum og færð auðveldlega meltingartruflanir?

…Ef svo er, þá gæti verið að þú sért að glíma við ofvöxt á Candida sveppi!

Hvað er Candida?

Candida albicans er gersveppur sem finnst í líkamanum og má finna hann víða, m.a. í leggöngum, húð, munni og meltingarfærum. Líkaminn er fullfær um að halda sveppnum í skefjum en í honum leynast ýmsar bakteríur sem vinna gegn honum og halda jafnvægi í líkamanum. 

Í sumum tilvikum er hins vegar talað um ofvöxt á Candida og á það við þegar sveppurinn er orðinn það dreifður að líkaminn nær ekki að halda honum í svefjum. Ýmsar ástæður eru fyrir slíkum ofvöxt, m.a. sýklalyf og ónæmisbælandi lyf, en ein helsta ástæðan er þó oft slæmt mataræði og ofneysla sykurs.

Konur og Candida

Margar konur sem ég þekki hafa glímt við Candida á lífsleiðinni en það er töluvert algeng vandamál kvenna.

Helsta einkenni Candida hjá konum eru:

  • Sýking í leggöngum en það lýsir sér sem kláða, sviða eða vondri lykt.
  • Sýking í munni t.d. hvítir blettir á tungu
  • Tíðar og krónískar þvagfærasýkingar
  • Meltingarvandamál á borð við krampar, niðurgang, blóð í hægðum eða sársauki í kvið.
  • Liðverkir en Candida getur farið útí blóðstreymið og til liðamóta

Ef einstaklingur glímir lengi við ofvöxt Candida og vinnur ekki á honum geta afleyðingar verið orsök að ýmsum öðrum sjúkdómum. (Sjá nánar hér ) Hægt er að fara til læknis tli að greina Candida.

Hver er lausnin?

Sem betur fer eru til allnokkrar leiðir til þess að vinna gegn ofvexti Candida og m.a með breyttu mataræði og hollum lífsstíl sem hefur reynst mörgum vel . Mikilvægast er þá að forðast sykur í öllu formi m.a. hvítan sykur, ávexti, djús, hunang og ýmsar mjólkurvörur. Einnig er áfengi og kaffi ofarlega á lista yfir bannaðar fæðutegundir ásamt matvælum sem innihalda ger og myglu.

V_CIkt2QÝmsar fæðutegundir vinna gegn sveppnum sem gott er að bæta við í mataræðið. Þær fæðutegundir eru m.a hvítlaukur, eplaedik, brokkolí, engifer, olífuolía, negull, kanill, villtur lax og sítróna.

Ýmsar jurtir og mörg fæðubótarefni sem vinna gegn sveppnum sem gott er að taka m.a. Bio Kult, Acidophilus t.d frá Corebiotics eru sterkir og góðir og Oregano olía til inntöku. Fleiri bætiefni eins og Liposomal PC og Transfer factor Enviro eru einnig talin góð í að halda candida í skefjum.

Ath að allar ráðleggingar hér á vefsíðu Lifðu til fulls eru birtar sem fræðsluefni og mælum við með því að leita læknis áður en breytingar á mataræði eða inntaka fæðubótaefna er hafin.

Þó að engin töfralausn sé til staðar til þess að vinna gegn Candida sveppnum er lífstílsbreyting og breytt mataræði talin sterkasta vopnið ásamt því að styrkja og efla ónæmiskerfið og hefur hjálpað mörgum að bata. Ætti að okkar mati breytt mataræði ávallt að koma fremur eða/og samhliða bætiefnum.

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira