c

Pistlar:

1. júní 2022 kl. 11:53

Júlía heilsumarkþjálfi (juliamagnusdottir.blog.is)

Magnesíum og súkkulaðilöngun

Glímir þú oft við súkkulaðilöngun?

Að neyta súkkulaðis í hófi er í fullkomlega góðu lagi en hins vegar, ef þú finnur fyrir stöðugri löngun í súkkulaði gæti það bent til þess að þú glímir við magnesíumskort sem líkaminn er að reyna að uppfylla.

Enda er súkkulaði sérlega ríkt af magnesíum.

Dökkt súkkulaði

Magnesíum spilar stórt hlutverk þegar kemur að líkamanum, m.a. styður það við vöðva, taugaboð og orku.

Magnesíumskortur er í flestum tilvikum án einkenna en ef um langvarandi skort er að ræða getur það ýtt undir háan blóðþrýsting, hjartasjúkdóma, sykursýki 2 og beinþynningu. 

Magnesíum er einnig mikilvægt fyrir þá sem glíma við mikla streitu enda framleiðir líkaminn streituhormón þegar hann er undir álagi sem dregur úr magnesíumforða líkamans.

Magnesíum er einnig mikilvægt fyrir þá sem æfa mikið þar sem það bætir endurhæfingu eftir erfiðar æfingar. 

Magnesíum  jafnar blóðsykurinn og hjálpar líkamanum að vinna úr frúktósa, sem finnst í sykri. 

Ef þú ert rík af magnesíum ert þú þá ólíklegri til þess að upplifa sykursjokk eftir mikla sykurneyslu.

Einkenni sem gætu þýtt að þú glímir við magnesíumskort 

  • Sterk löngun í súkkulaði eða kasjúhnetur (báðar ríkar af magnesium)
  • Sykurlöngun
  • Stirðir vöðvar
  • Krampar í vöðvum
  • Óróleiki
  • Kvíði
  • Streita
  • Erfiðleiki með afslöppun og svefn
  • Orkuleysi og þreyta

Við erum öll mismunandi og sumir þurfa meira magnesíum en aðrir. Aðrir getað tengt súkkulaði- eða sykurlöngun sína við önnur lykil-steinefni sem þeim skortir.

Langar þig að vita hver er orsök sykurlöngunnar þinnar? 

Koma líkamanum þínum í jafnvægi og dýpka þekkingu þína á fæðutegundum, komdu þá á fyrirlesturinn minn “Meiri orka og Minni sykurlöngun” sem verður haldinn í beinni næstkomandi fimmtudag 2. júní kl 10:00 og miðvikudaginn 8. júní kl 20:00 

Heilsa og hamingja,
Júlía Heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsumarkþjálfi, vottaður markþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi. Stofnandi Lifðu Til Fulls , einnar fremstu heilsumarkþjálfunar hérlendis, www.lifdutilfulls.is sem hjálpar konum og hjónum að léttast, auka orku og fyllast ungleika.

Meira