c

Pistlar:

27. september 2016 kl. 9:48

K Svava (ksvava.blog.is)

Hvað hvetur mann áfram?

Nú birtast myndbönd og viðtöl hægri vinstri á mbl.is og Smartlandi.  Við stelpurnar erum að fá gífurlegar undirtektir frá fólki sem hvetur okkur áfram og hefur fulla trú á okkur.  Auðvitað skiptir mestu máli að við höfum trú á okkur sjálfar en við værum ekki í þessarri stöðu ef að við hefðum ekki misst hana einhverstaðar á leiðinni.  Hvatning frá vinum og vandamönnum er gífurlega mikilvæg, sérstaklega þegar verið er að leggja hart að sér og þreytan nær tökum eða leiði.  Maður má þó ekki aðeins treysta á aðra til að halda sér gangandi, það hjálpar jú en á ekki að vera það eina sem að kemur þér í gang.

Ég hef reynt ýmislegt undanfarin ár og það sem hvetur mig áfram er í raun og veru tvennt.  Það er að hafa gaman af því sem að ég er að gera og líka tónlist.  Tónlist skiptir mig alveg ótrúlega miklu máli.  Ég myndi ALDREI nenna að fara út að hlaupa ef að ég væri ekki með tónlist í eyrunum.  Ef að ég fer í tíma í ræktinni þar sem spiluð er leiðinleg tónlist, þá er ég vís með að mæta aldrei aftur í þann tíma.

Tónlistin og skemmtilegur tími tvinnast gífurlega saman hjá mér og það skemmtilegast sem að ég hef gert í ræktinni er Body Step, Body Pump og Spinning.  Ég samt hataði body step í byrjun, fannst þetta leiðinlegur tími af því að mér fannst ég ekki hafa úthald í hann en með þrautseigju komst ég í gegnum leiðindin og reyndi síðar að missa ekki af einum einasta tíma enda heillaði tónlistin mig mikið og að dansa í takt við góða tónlist, hver hefur ekki gaman af því?  Body pump hefur alltaf verið í uppáhaldi, ég hef gífurlega gaman af því að lyfta og þessir tímar vinna vel með markmiðum af því leytinu til að þú ræður þinni þyngd og þegar maður þarf að þyngja af því að maður er að verða sterkari, þá er það svo mikill sigur.  Þrátt fyrir að elska þessa tíma þar sem ég hef gaman af því að lyfta, þá hef ég labbað útúr body pump tímum af því að kennarinn var ekki í takt við tónlistina eða af því að tónlistin var leiðinleg.

Þegar ég prófaði spinning í fyrsta skipti, þá hataði ég tímann.. fannst ekkert skemmtilegt við hann, leiðinleg tónlist og að sitja á hjóli og komast ekkert, var ekki heillandi en ég hafði bara ekki fundið rétta tímann fyrir mig.  Þeir eru nefnilega jafn fjölbreyttir og kennararnir eru, ef að þér leiðist í einum tíma, prófaðu þá annan.. þér gætir actually líkað það vel.

Ég þakkaði mikið fyrir þegar að ég komst í spinning í Sporthúsinu og lenti á kennara sem að spilar mína tónlist, sem er 80´s og 90´s.  Bara tónlistin hvatti mig áfram, að halda takti eða bara að detta inn í lagið á meðan maður var að gera eitthvað minna skemmtilegt.  Þarna hafði ég fundið minn tíma og ég var komin svo langt að ég var farin að fara í 2ja klukkustunda spinning tíma, sem að ég stefni á að gera aftur.

Pointið hjá mér með þessum pósti er að þó að vinir og vandamenn styðji við þig og hvetji þig áfram eða sparki í þig, þá er það ekki nóg, það hjálpar auðvitað gífurlega en er ekki nóg því að þú þarft að finna hvatningu hjá sjálfri/um þér til að takast á við það sem að þú hefur lagt þér fyrir hendur.  Veltu þessu fyrir þér, hvað kemur þér í gírinn í dagsdaglegu lífi?  Ég get til dæmis ekki tekið til heima hjá mér nema að blasta tónlist á fullu og gera þetta að einhverju skemmtilegu en ekki bara einni kvöð í viðbót að þurfa að þrífa!  Þetta er ráð til mín og þín sem ert að lesa, mundu bara að treysta á sjálfa þig og finna það sem að þú þarft til að halda þér gangandi, því að það er engum öðrum að kenna en þér hvernig gengur og ekki leggja ábyrgðina á aðra, um að halda þér á réttri leið.

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2016/09/27/hvers_vegna_er_naudsynlegt_ad_fitumaela/

K Svava

K Svava

Létt geggjuð háskólamær í fullri vinnu sem ætlar að taka nýjan lífstíl í nefið! Meira