c

Pistlar:

18. október 2016 kl. 14:06

K Svava (ksvava.blog.is)

Allt á niðurleið

Þá kom loksins að deginum sem við skvísurnar höfum aðeins verið að kvíða en það er mælingadagur en viti menn, þurftum ekki að hafa miklar áhyggjur.  Það er allt á niðurleið hjá okkur öllum og höfum staðið okkur alveg stórkostlega og gaman að segja frá því að við erum allar á sama róli og Lilja ekkert smá ánægð með okkur, sem þýðir að við erum komnar í rétt hugarfar og með langtímamarkmið í huga.

Ég var mjög ánægð með mína mælingu en ég er búin að missa 3 kg og komin niður í nýjan tug (88,4 kg), hallelúja.  Ég lækkaði um tæp 4% í fituprósentu og er líka komin niður í nýjan tug þar en ég er núna 27.86% og ekkert smá ánægð með það.  Ég missti samtals 16 cm og þar af 6 cm um læri og 6 cm um mjaðmir, vöðvarnir eru að bæta á sig og ég hækkaði líka í 175 cm.. ok ekki satt en yfir allt er ég mjög ánægð með þetta og nú er bara að halda áfram í breytingunum.

Annars fórum við í hugarfarsbreytingu hjá Anítu aftur, þar sem hún fór yfir það með okkur hvað það er mikilvægt að hafa hausinn í lagi þegar lagt er í svona langt ferðalag.  Margt sem að ég var sammála og hún leyfði okkur líka að koma með okkar skoðanir en við erum fjórar og fjölbreyttar og fittum ekki í sama kassa, það sem að hentar einni, hentar alls ekki annarri.  Því er gott að skiptast á skoðunum og vita að það er allt í lagi að vera öðruvísi.  Aníta vill að við byggjum upp kynorkuna því að hún kemur brennslunni í gang á morgnana, fannst þetta mjög áhugaverð hugsun og reyndar mjög skemmtileg en ef að þér finnst þú sexy, þá breytist hitastigið í líkamanum á þér og brennslan verður betri.  Þá er bara að vakna á morgnana og mála sig áður en maður lítur í spegil og sjá hversu sexy eða hversu mikil brennslan verður á morgnana en þó ég geri aðeins grín að þessu, þá er ég ekki að segja að þetta virki ekki og hvur veit, gæti bara hreinlega komið mér á óvart.

Annars ræddum við líka með matarræði og ég kom inn á það aftur eins og áður, að ég vil ekki þurfa að henda neinu út eða þurfa að hætta að borða eitthvað, heldur vil ég læra að eiga samleið með mat, matarstærðir og hvenær er best að borða hvaða yfir daginn.  Fyrst að minn veikleiki er kolvetni, þá er það betra fyrir mig að borða það fyrrihluta dags þar sem að ég hef þá tækifæri á að brenna því yfir daginn en ekki fara að sofa með stein í maganum. 

Aðal málið er að, til að takast á við svona stóra breytingu, að gera lífstílsbreytingu, þá þarf hausinn að vera kominn í lag.  Ég geri mér grein fyrir því að ég segi nei við að taka matinn út en það er ekki af þrjósku, það er af reynslu og ég er búin að læra á sjálfa mig og veit hvað ég þarf að gera, ég þarf bara að viðhalda huganum við efnið og þá vonandi kemur þetta allt saman.

K Svava

K Svava

Létt geggjuð háskólamær í fullri vinnu sem ætlar að taka nýjan lífstíl í nefið! Meira