c

Pistlar:

30. nóvember 2016 kl. 10:25

K Svava (ksvava.blog.is)

Make over

Jæja, þá líður að lokum að þessu ævintýri og ekkert smá heljarinnar ævintýri. 

Ég hef reyndar staðið svolítið í stað síðustu tvær vikur, vann 72ja tíma vinnuviku í síðustu viku og svo er loka keyrslan í skólanum.  Allt komið á fullt og öllu að ljúka og það með hvelli.  Reyni að taka æfingar hér og þar og halda mér við, passa matarræðið og reyna að ná mér aðeins neðar fyrir lokamælingu í næstu viku.

Annars fór ég í smá dekur í vikunni til hennar Maríu á snyrtistofunni Mizu í Nóatúni. Það sem að við skemmtum okkur vel, þetta var æði.  Við höfðum aldrei hist en vældum úr hlátri eins og tvær vinkonur að hittast yfir kaffibolla.  Hún litaði og plokkaði mig og mér sveið aldrei í augun því að það láku tárin sökum hláturs.  Ýmislegt skemmtilegt sem að við ræddum og ég mun klárlega fara aftur til hennar og mæli sko alveg eindregið með henni ef að þið viljið gott dekur.  Hún setti mig líka í andlitsmeðferð og ég veit ekki hvað hún setti mörg lög af kremum framan í mig, ég var allavega mjúk eins og barnarass á eftir og svo fersk, þrátt fyrir að vera svolítið þreytt þessa dagana en það styttist í jólin, þau gefa mér orku.  Bara að skella upp trénu og glingri hingað og þangað, þá verður maður sprækur aftur.

Annars erum við skvísurnar að fara síðan í hárgreiðslu í næstu viku og svo styttist í loka myndatöku, þetta er allt svo spennandi og skemmtilegt.  Vildi að ég hefði getað gefið mig meira í þetta og þeir sem að þekkja mig vita að ég hefði tekið þetta með trompi ef að það væru 36 tímar í sólahring en ég geri mitt besta miðað við mínar aðstæður og vona að ég hafi sýnt fram á það að þetta er hægt þó að tími gefist ekki alltaf.

Síðasta skólahelgin framundan, Smartlands ævintýrið að taka enda en lífstílsbreytingunni auðvitað ekki, þannig að það styttist í gott jólafrí hjá þessarri skvísu.

K Svava

K Svava

Létt geggjuð háskólamær í fullri vinnu sem ætlar að taka nýjan lífstíl í nefið! Meira