c

Pistlar:

30. október 2014 kl. 19:18

Linda Sigríður Baldvinsdóttir (lindabald.blog.is)

Hugleiðingar Lindu: Þannig týnist tíminn

týndur tími

Þegar ég lít til baka á líf mitt finnst mér ég því miður stundum hafa týnt hluta af þeim dýrmæta tíma sem mér var úthlutað hér á þessari jörðu...

En hvernig í ósköpunum fór ég að því að glopra tímanum svona?

Líklega var ég of upptekin af lífsgæðakapphlaupi, skúringum, þvotti, afþurrkun og því að vera eitthvað annað en ég er..

Það fór hellingur af mínum tíma í það að pæla í því hvað aðrir héldu um mig, og það sem ég væri að gera. Hverja ég væri að umgangast, hvort ég væri að borga skuldirnar mínar, ala börnin mín rétt upp, gæfi þeim það sem þau þörfnuðust og svo framvegis...þvílíkt bull...

Ef ég hefði nú bara vitað þá hversu sjálfhverf við erum í eðli okkar og hversu lítið í raun við erum að hugsa um aðra yfirleitt og þess heldur hvað þeir eru að framkvæma...

Eigum víst nóg með okkur og okkar líf í flestum tilfellum...

Það skemmtilega við þetta er líka það, að þeir sem eru að njóta lífsins eru bara ekkert að pæla í því sem ég er að gera..

En þeir sem eiga við erfiðleika og biturleika að stríða í sínum eigin lífum gera það hins vegar...

Og ég ætti auðvitað bara að senda bæn og blessun til þeirra, og halda síðan áfram að lifa mínu lífi á minn hátt...

En gerði ég þetta þannig?

Nei ég velti mér í mörg ár upp úr því hvað aðrir segðu um mig... en það er breytt í dag...

Mikið óskaplega sé ég samt eftir þeim tíma sem ég týndi á þennan hátt í stað þess að vera að njóta þess að vera hér og nú...að njóta lífsins og allra þeirra gæða sem það býður uppá..

Ég fer eiginlega í rusl við það að hugsa til þess hvernig ég týndi dýrmæta tímanum mínum...

Allt það sem ég hefði getað gert í stað þess að þurrka af dauðum hlutum og skúra parketið, jafnvel mörgum sinnum á dag...

Öll brosin sem ég hefði getað fengið frá börnunum mínum, allir göngutúrarnir og leikirnir sem við hefðum  fengið...

Allar stundirnar sem ég hefði getað notað til að horfa upp í himininn, eða sitja í fjörunni og fleyta kellingar. Ég hefði getað eygt að mér ferska íslenska loftið mun oftar.

Skemmtilegu stundirnar sem ég hefði getað átt með vinum í kaffispjalli eða yfir einu rauðvínsstaupi og góðri steik...

Allar bækurnar sem ég hefði getað lesið. og allar rólegu stundirnar þar sem ég hefði getað horfið inn í heim country tónlistarinnar minnar...

Og að hugsa sér allar kærleiksstundirnar sem ég hefði getað átt...úffff...þær eru það dýrmætasta sem tapaðist !

Svona gæti ég haldið endalaust áfram að telja upp hvernig ég týndi tímanum mínum, en þess í stað ætla ég bara að segja TAKK ! Takk fyrir að eiga þó enn tíma sem ég get notað í að búa til gæðastundir og gleði.

Í dag týni ég ekki tímanum mínum, en nýt þess af öllu hjarta að vera hér og hreinlega elska það.

Að  vera ég sjálf eins skrýtin og ég get nú verið...Sem er í fínu lagi, ég er nákvæmlega eins og mér var ætlað að vera... :)

Í dag elska ég að eiga gæðastundir með börnunum mínum fullorðnu, og ekki síður barnabörnunum. Borða með góðum vinum, hlæja, skapa eitthvað skemmtilegt, lofa minn Guð og elska hans sköpun. Njóta hennar í botn...Það er lífið og hamingjan fyrir mér.

Ég ætla líka rétt að vona að ég fái margar stundir í viðbót til að njóta veru minnar hér og varðveita þann tíma sem mér er úthlutað. Vona að ég beri gæfu til að týna honum nú ekki í einskisvert hugsanastreð og hlutverkaleiki til að halda öðrum góðum...

Njótið tímans sem þið fáið til úthlutunar elskurnar og passið að týna honum ekki ...

Hann er svo óendanlega dýrmætur, og þar að auki er alls ekki nóg framboð af honum!...

Lifum, njótum og elskum <3

Þar til næst 

Xoxo

Ykkar Linda

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Meira