c

Pistlar:

18. maí 2015 kl. 19:28

Linda Sigríður Baldvinsdóttir (lindabald.blog.is)

Hugleiðingar Lindu: þekking og viska

viska 1Oft finnst mér við vera á svolitlum villigötum hvað varðar lífið og tilveruna almennt, og gefum stundum of mikið vægi því sem skiptir minna máli en margt annað.

Þekking og kunnátta eru á meðal þeirra atriða sem ég tel að hafi fengið of mikið vægi í heiminum á kostnað viskunnar. 

Ekki heyra það sem ég er ekki að segja, þekking er æðisleg í alla staði, rannsóknir eru góðar og nýtar til ýmissa verka, og menntun nauðsynleg. 

En þekkingin. ef við notum hana ekki viskulega getur valdið meiri skaða en gæfu. Þegar þú veist en framkvæmir ekki samkvæmt þekkingu þinni í þinum málum ertu ekki að nýta þér visku þekkingarinnar. 

Rannsóknir eru góðar en geta þó aldrei gefið fulla og heila mynd af neinu nema þeim spurningum sem teknar eru fyrir í þessum tilteknu rannsóknum. Enda sjáum við að það sem var óhollt og eitrað í gær er orðið að súperfæðu í dag, samanber beikonið góða og fleira.

En rannsóknir hafa líka bætt verulega heilbrigðiskerfið okkar og fleiri hliðar lífsins, svo ekki heyra það sem ég er ekki að segja. Þekking er góð, en hún er ekki allt.

Innsæinu okkar og tilfinningum hefur verið gefið of lítið pláss í heimi þekkingarinnar. Það sem við höfum ekki getað sannað með rannsóknum álítum við vera rugl og bull, en mín trú er sú að við eigum bara eftir að finna upp tæki og tól sem geta sannað tilvist þekkingar hjartans og sálarinnar. Trú á Guð. að draumar geti táknað eitthvað og það "að hafa eitthvað á tilfinningunni" er álitið rugl í klikkuðum kerlingum sem hafa ekkert betra við tíma sinn að gera af mörgum, allt of mörgum reyndar, og vísindahyggja okkar blindar sýn á þessa hluti tilverunnar.

Ég reyndar elska vísindin, því að vísindin eru alltaf að færast nær því að sjá það að þekking okkar er í raun í molum, og að það er mjög margt sem við skiljum bara alls ekki. Þau hafa sýnt okkur fram á ótrúlegan alheim sem virðist þenjast út og vera í stöðugri sköpun og þróun, þau hafa sýnt okkur fram á tilvist atóma, frumna og fl.. Þau hafa fundið vírusa og bakteríur, og ekki bara það heldur fundið upp lækningu við mörgum sjúkdómum sem fyrir ekki svo löngu síðan urðu mörgum að aldurtila. Vísindin hafa líka komist að því að trúin flytur fjöll samanber placibo áhrifin alþekktu. 

Vísindin eru í stöðugri spennandi þróun sem vera ber, og munu líklega komast á þann stað að vita að ekki aðeins er líkami, andi og sál tengdur órjúfanlegum böndum heldur erum við öll tengd hvort öðru og Guði sjálfum. Ég las merkilega grein um það hvernig frumbyggjar Ástralíu flytja fréttir á milli sín huglægt og einnig grein sem fjallaði um að núna væru vísindin að uppgötva að hjartað væri líklega stöð tilfinninganna en ekki heilinn, og þriðja greinin talar mikið um orkuna á milli frumnanna sem virðist vera aflið sem stjórnar starseminni..Hvaða afl skildi það nú geta verið ;) Ég horfði á myndband um þekkingu versus visku sem fangaði huga minn, og gaf ég mér leyfi til að þýða það sem þar kom fram.

"Þekking er að safna gögnum og rannsaka upplýsingar, viskunnar er að greina, skilja og nýta sér gögnin.

þekking er að vita hvað hlutirnir eru, en viskunnar að vita þýðingu þeirra.

þekkingin er ein vídd, en viskan margar.

þekkingin er textinn, en viskan er innihald textans.

þekkingin leitar að púslbrotunum, en viskan er sú sem raðar þeim saman.

þekkingin er lærð og er í stöðugri þróun, en viskan er upplifunin og staðfæringin.

þegar þú leitar að þekkingunni spyrðu spurninga eins og "eru þessar upplýsingar gildar?

en viskan segir, "ég vissi þetta allan tímann"

þekking er án tilfinningatengsla, viskan er hinsvegar full af ástríðu og tilfinningum.

þekkingin talar, en viskan hlustar.

þekkingin efast um spurninguna, en viskan um spyrjandann, 

þeir segja að þekking sé vald, en ég segi, viskan er kærleikur

þekking örvar hugann, en viskan hjarta okkar og sál ( tekið og þýtt frá "seeds of wisdom")

Eins og sést á píramídanum hér fyrir neðan eru það gögnin og upplýsingarnar sem koma fyrstar, síðan skilningurinn og að lokum viskan sem nýtir sér þekkinguna til gangs fyrir mannkynið.

Ég vona að þessi ræða mín hvetji okkur öll til að nýta okkur viskuna betur með þekkingunni í framtíðinni, sleppum hrokanum og munum að við höfum aðeins fundið sannleika, en ekki allan sannleikann. Eigum víst langt í land með það að hafa öll púslin í þeirri leit :)

                                         viskupíramídinn

xoxo

Ykkar Linda

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Meira