c

Pistlar:

9. mars 2018 kl. 12:22

Linda Sigríður Baldvinsdóttir (lindabald.blog.is)

Veldu vini þína vel!

við getum víst ekki ráðið því inn í hvaða fjölskyldu við fæðumst (þó að sumir séu mér ekki sammála þarna), en að við getum hins vegar svo sannarlega valið vini okkar og það er stundum sagt að við séum þversumman af þeim fimm aðilum sem við umgöngumst mest sem er líklega svolítið til í og því borgar það sig að velja þá aðila vel.

Að þessu sögðu get ég þó sagt að vinahópurinn breytist með reglulegu millibili eftir því sem við sjálf breytumst og þroskumst, og ég hef þá trú að allir þeir sem inn í líf okkar koma séu kennarar lífs okkar og eru vinirnir engin undantekning þar á.

Vinir koma og fara eftir því á hvaða stað við erum hverju sinni og hvaða lexíu okkur er ætlað að læra á þeim tíma samkvæmt trú minni, og öllum þessum aðilum getum við þakkað fyrir þátt þeirra í þroska okkar og mótun á hverjum tíma, bæði þeim góðu og eins þeim slæmu.

Og svo eru það þessir yndislegu en fáu vinir sem fylgja okkur frá vöggu til grafar og eru við hlið okkar allt til enda okkur til gleði og blessunar, ég kalla þessa vini verndarenglana okkar. 

En hvernig förum við nú að því að velja okkur góða og trausta vini sem gefa lífi okkar framgang og gleði?

Kannski við ættum að byrja á því að finna okkur vini sem eru komnir lengra á þroska og sigurbrautinni en við sjálf erum þar sem það væri okkur hvatning til dáða bæði á andlegum og veraldlegum sviðum- held að það væri góð byrjun. 

Svo er afar gott að vinir deili sömu gildum og lífsviðhorfum, það kemur í veg fyrir fjölda rifrilda eða pirrings og gleðistundirnar verða þar af leiðandi fleiri.

Það er einnig mjög gott að styrkleikarnir séu á mismunandi sviðum þannig að við bætum hvert annað upp og sköpum þar með heild sem virkar í öllum aðstæðum.

Að mínu mati er einnig mjög nauðsynlegt að vinir dvelji í jákvæðni, lausnum og byggi hvern annan upp á jákvæðum hvetjandi nótum þó svo að heilbrigð og gagnrýn viðhorf fái svosem að fljóta þar með öðru hvoru.

Það er einnig svo nauðsynlegt að eiga vini sem fagna sigrum lífsins með okkur og gera það fölskvalaust, þeir hinir sömu eru líklega einnig þeir sem gráta af einlægni með okkur þegar lífsins sorgir banka uppá og hvetja okkur oftast einnig til dáða. Fylgjast með framgangi okkar og eru til staðar þegar við hrösum og koma okkur aftur upp á fæturna. Þetta er besta vinategundin að mínu mati!

Hver þekkir það svo ekki að hafa átt svona "vini" sem sjá bara vandkvæðin við allt sem borið er upp og reyna af fremsta megni að draga úr öllum frábæru hugmyndunum sem við fáum?  Nú eða þá sem oftast virðast finna eitthvað sem segir að við séum ekki nóg af einhverju eða of mikið af einhverju, a.m.k ekki nægjanleg til að eiga allt gott skilið?

Sumir "vinir" finna líka allt sem bæta þarf hjá okkur en færa það í fallegan skrautbúning og velferðabúning okkur til handa, en þeir gleyma stundum að horfa á það sem laga þarf hjá þeim sjálfum. (þessa skulum við ekki halda fast í) 

Þeir sem nenna að hlusta endalaust á okkur og hafa ómælda þolinmæði með tuðinu í okkur eru dásemdir fyrir líf okkar því að það er oft þannig að með því að heyra sjálfan sig tala um það sem skoða þarf býr til ný og betri viðhorf hjá okkur, fátt sem toppar þetta og sparar okkur fleiri fleiri tíma hjá aðilum eins og mér sjálfri laughing .   

Svo að lokum eru það gleðipinnarnir sem eru alltaf til í að búa til gleðistundir með okkur, þeir bústa upp öll gleðiefni heilans sama hvaða nafni sem þau nefnast (þau eiga það þó sameiginlegt að halda okkur frá depurð,kvíða og þunglyndi) - Þessa vini þurfum við að hitta mjög svo reglulega, a.m.k. einu sinni til tvisvar í viku ef vel á að vera!

Ætla svo bara að enda þetta á því að minna okkur á að vinskapur gengur alltaf í báðar áttir, við þurfum að gefa og gefa til þess að geta þegið og þegið. What goes around comes around er í fullu gildi þarna!

Svo gefum af kærleika okkar, hlustun,tíma, samstöðu,fallegum orðum, tárum og hlátri til allra vina okkar og hreinlega stráum glimmeri í allar áttir - njótum síðan dvalarinnar hér á hótel Jörðu með öllum þeim sem okkur eru kærir og þeim sem tengjast okkur böndum vináttunnar.

Gangi ykkur vel í vinavalinu og ég sendi ykkur kærleika og vinalegt knús elskurnar kiss

xoxo

Ykkar Linda

Linda Baldvinsdóttir

Samskiptaráðgjafi/Markþjálfi

linda@manngildi.is 

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Meira