c

Pistlar:

21. janúar 2021 kl. 13:42

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Þátttaka almennings á íslenskum hlutabréfamarkaði

Haustið 1929 féll gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum mikið. Það er almennt gleymt, meðal annars í bókum sem fjalla um Kreppuna miklu í grunnskólum Íslands, að gengi þeirra hækkaði töluvert aftur fram að vorinu árið 1930. Eftir það hófst samfelld lækkun sem stóð yfir í tvö ár. Gengi Dow Jones hlutabréfavísitölunnar féll tæplega 90% frá hæsta punkti samhliða Kreppunni miklu. Margir Bandaríkjamenn sóru þess eið að fjárfesta aldrei aftur í hlutabréfum.

Á Íslandi hefur svipuð lexía verið dregin af mörgum. Sárafáir einstaklingar fjárfestu sparnaði sínum í hlutabréf áratuginn eftir að hrunið átti sér stað. Örlítil breyting hefur þó átt sér stað síðustu mánuði. Útboð Icelandair hreyfðu við mörgum sem höfðu ekki komið nálægt fjárfestingum í hlutabréfum lengi vel. Auk þess hefur lágt vaxtastig gert hlutabréf að áhugaverðari kosti en áður. Í dag fá flestir einstaklingar 0,05% árlega ávöxtun fyrir að geyma pening inná lausum innstæðureikningum. Ef fólk er tilbúið til að binda pening í fimm ár inná innstæðureikningum í Landsbankanum þá fást aðeins 3,2% árlegir vextir á innstæðunni, sem veitir vart jákvæða raunávöxtun miðað við verðbólguspár.

Nýleg ritgerð Eddu Jónsdóttur og Sóleyjar Evu Gústafsdóttur rannsakaði helstu ástæður þess að almenningur fjárfesti jafn lítið í hlutabréfum á Íslandi og raun ber vitni. Það ætti ekki að koma á óvart að traust spilaði stóran þátt í því. Þær vitna í rannsóknir Capacents þar sem fram kom að traust almennings til fjármálakerfisins varð nánast að engu í framhaldi af hruninu en það er smám saman á nýjan leik að aukast aftur.

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í nýlegu viðtali að ekki væri óeðlilegt að þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði væri um tvöfalt til þrefalt meiri miðað við nágrannaþjóðir okkar.

Það þarf reyndar ekki mikið til. Edda og Sóley benda á að þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði hafi verið í kringum 5% og hafi lítið breyst fram að síðasta ári. Hún hafi verið um tvöfalt meiri hjá flestum Evrópuþjóðum og margfalt meiri í Bandaríkjunum. Eitt af því sem þær nefna sem hugsanlega leið til að auka þátttöku almennings eru skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa. Slík aðgerð átti sér stað í lok síðasta árs. Tel ég að þær, ásamt auknu trausti og lágvaxtaumhverfi, eigi eftir að leiða til þess margir einstaklingar fari á þessu ári að fjárfesta í hlutabréf á nýjan leik. Fjalla ég aðeins um það á morgun.

Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast ritgerð Eddu og Sóleyjar hérna.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira