c

Pistlar:

8. febrúar 2021 kl. 13:26

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Már Wolfgang Mixa - Stjórnarframboð

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnarsetu í nokkrum skráðum félögum á Íslandi. Markmið mín í setu stjórna verður að leitast við að skapa virði í rekstri fyrirtækja með skynsömum hætti.

Sjálfur hef ég kennt virðismat fyrirtækja í mörg ár í Háskólanum í Reykjavík, þar sem lögð er áhersla á skilning varðandi virðisaukningu fyrirtækja með tilliti til vaxtar og hagræðingar og þeirri áhættu sem slíku fylgir. Auk þess vann ég áður við margvísleg störf í fjármálageiranum og tel reyndar nokkuð víst að enginn einstaklingur hafi jafn víðtæka reynslu innan fjármálageirans og ég. Í því fólst meðal annars vinna í tengslum við uppsetningu verðbréfasjóða, lífeyrissparnaðar og stofnun fjármálafyrirtækja, sem þurfti að sjálfssögðu að vinna í samstarfi með stjórnum sem þurftu að fylgja ströngum lögum og reglum varðandi fjármálamarkaði.

Í tengslum við framboð mín verð ég með þrjár sérstakar áherslur. Þær eru:

1.       Arðgreiðslustefna, sem felur meðal annars í sér að endurkaup eigin bréfa verði afnumin.

2.       Vernd minni hluthafa.

3.       Fyrirtæki eigi nægan varasjóð ef á móti blási.

Fyrstu tvær áherslurnar eiga að stuðla að því að virkja almenning í því að fjárfesta aftur í hlutabréfum, en íslenskur almenningur gerir slíkt almennt ekki eftir slæma og afar eftirminnilega reynslu árið 2008. Sú þriðja snýr að stöðugleika í rekstri þeirra. Ég skýri hvern lið um sig betur næstu daga.

Fari svo að ég verði kosinn í einhverja af þessum stjórnum mun ég skipta launum mínum eftir skatta vegna stjórnarsetu í tvo jafna hluta. Annar helmingurinn fer í kaup bréfa í því fyrirtæki sem ég er kosinn í stjórn. Sjálfur tel ég að stjórnarmenn eigi að fjárfesta ákveðinn hluta af sparnaði sínum í þau fyrirtæki sem þeir bera ábyrgð á. Hinn helmingurinn verður varið til að styrkja fimm góðgerðarsamtök. Þau eru Ljósið, Félag heyrnalausra, Rauði Kross Íslands, Þroskahjálp og Kvennaathvarfið.

Már Wolfgang Mixa

 
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira