c

Pistlar:

14. febrúar 2022 kl. 13:24

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Tölur varðandi ofurhagnað íslenskra banka

Mikið hefur verið rætt um stórkostlegan hagnað íslenskra banka undanfarið. Einn ráðherra hefur gengið svo langt að tala um að taka skref í átt að þjóðnýtingu banka með því að leggja til að setja á ný bankaskatt því þeir séu með vaxtaokur. Kannski er rétt að líta á tölurnar.

Arðsemi eigin fjár

Einfalt er að líta á hagnaðartölur og segja að fyrirtæki hljóti að vera að hagnast með óeðlilegum hætti þegar að tölurnar eru háar. Arðsemi eigin fjár er betri mælikvarði, hversu mikill er hagnaður af fjárfestingu eiganda, sem hlýtur að skipta máli ef verið er að bera saman fjárfestingu uppá 650 milljarða króna og smærri fjárhæða.

Arðsemin árið 2021 var góð hjá bönkunum. Hún lá á bilinu 11-15% hjá bönkunum, meðaltalið var 12,6%. Þetta er samt ekki ofurhagnaður á starfsemi þeirra. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, hefur yfirlýsta stefnu um að þetta arðsemishlutfall verði að lágmarki 10%. Sé litið til meðaltals síðustu fimm ára hefur Landsbankinn staðið sig best í þessum efnum, ef svo mætti að orði komast, með 7,8% arðsemi eigin fjár. Meðaltalið hjá Íslandsbanka var 6,9% og hjá Arion banka var það aðeins 6,4% á þessu tímabili.

Því má bæta við að arðsemi eigin fjár Haga, sem reiðir sig aðallega á rekstri hinna ódýru Bónus verslana, á síðustu fimm árum var töluvert hærri, eða 14.8%. Á síðasta ári (2020-2021) var hún rúmlega 10% og árið þar áður var hún 12.6%, sem er nákvæmlega sama arðsemi og meðaltalið hjá bönkunum á síðasta ári. Á að leggja sérstakan skatt á starfsemi Bónus verslana?

Ávöxtun eigin fjár umfram "áhættulausum fjárfestingum"

Sé litið til atvinnugeira eins og fjármálastofnanir að gefnu tilliti til áhættu þá má gera ráð fyrir að ávöxtunin sé árlega um 5% hærri en á ríkisbréfum sem falla ekki á gjalddaga fyrr en eftir langan tíma. Ég miða hér við lengsta flokkinn á Íslandi, RB31. Ávöxtunin hjá bönkunum var á síðasta ári langt umfram 5% en hún hefur verið slök síðustu fimm ár. Hjá Arion banka hefur ávöxtunin síðustu fimm ár umfram því sem að eigendur skuldabréfa gátu vænst einungis 2% árlega og árin 2018 og 2019 var betri ávöxtun af áhættulausum ríkisbréfum en fyrir hluthafa bankans.

Vaxtamunur

Vaxtamunur á Íslandi er, andstætt almennri umræðu, að lækka. Árið 2017 var hann hjá öllum bönkunum í kringum 3% en hefur verið að lækka hjá þeim öllum, þó minnst hjá Arion banka. Meðaltalið í dag er 2,5%. Vaxtamunurinn í dag er raunar sá lægsti hjá íslensku bönkunum síðan að hrunið 2008 átti sér stað. Nú, þegar að rekstur banka er að verða skilvirkari má þó gera kröfu um að hann lækki niður í 2.0%. Bankarnir geta stigið stórt skref nú þegar í þá áttina með því að hækka breytilega vexti sína minna en sem nemur stýrivaxtahækkunum.

MWM

Hér að neðan er hlekkur að Excel skjali með ofangreindum tölum.

https://www.dropbox.com/s/n4rcs4f09jbklur/islenskir%20bankar%202017%202021.xlsx?dl=0

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira