c

Pistlar:

30. ágúst 2016 kl. 16:28

Marta María Jónasdóttir (martamaria.blog.is)

Vertu bara þú

Haustið er tím­inn til að núllstilla sig eft­ir vellyst­ing­ar sum­ars­ins og taka upp betri venj­ur í eitt skipti fyr­ir öll. Haustið var samt ekki skollið á af full­um þunga þegar fólk talaði um það í fjar­skipta­heim­in­um hvað það vantaði marga tíma í sól­ar­hring­inn og hvað til­ver­an væri eitt­hvað bug­andi. Það bara kæm­ist ekki yfir að gera allt sem þyrfti að gera og ein­hver kvartaði yfir því hvað líf Face­book-vina virt­ist vera meira spenn­andi en líf þess sem skrifaði. Mér varð hugsað til Þór­kötlu Aðal­steins­dótt­ur sál­fræðings þegar ég las þetta því hér í Heilsu­blaðinu seg­ir hún í viðtali að það skipti miklu máli að fólk dvelji í sínu eig­in lífi – ekki annarra. Hún seg­ir jafn­framt að hreyf­ing sé eitt af lyk­il­atriðunum ef fólki er annt um and­lega heilsu.

Auðvitað á þetta að liggja ljóst fyr­ir en í öll­um glundroða dags­ins er auðvelt að bera sig sam­an við ná­ung­ann og upp­lifa skort af ein­hverju tagi. Fjar­skiptafíkn­in ger­ir það að verk­um að við höld­um að all­ir aðrir séu að gera það gott nema við. Ég minni því á að fæst­ir pósta ein­hverju þegar þeir eru stadd­ir í kjall­ar­an­um – en þegar birt­ir til hefjast upp­færsl­ur að nýju. Oft af aðeins of mikl­um krafti.

Eft­ir átta mánuði verð ég 40 ára og það sem ég er svo þakk­lát fyr­ir, fyr­ir utan nátt­úr­lega að vera á lífi ennþá, er að ég er búin að læra svo margt. Til dæm­is að það er ekki fræðileg­ur mögu­leiki að grenn­ast með lík­ams­rækt einni og sér. Mataræði skipt­ir alltaf meg­in­máli. Og svo er ég líka búin að læra að það er eig­in­lega bara þrennt sem þarf að vera í þokka­legu lagi ef lífið á að vera í jafn­vægi (þegar maður er kom­inn á þenn­an ald­ur pæl­ir maður í jafn­vægi, eins öm­ur­lega og það hljóm­ar). Ég þarf að fara á skikk­an­leg­um tíma að sofa, borða syk­ur í lág­marki og hreyfa mig eitt­hvað smá á hverj­um degi. Auk þess þarf ég að kom­ast í sund nokkr­um sinn­um í viku, ekki til að synda held­ur til að fara í heita pott­inn, kalda pott­inn og guf­una.

Þegar kon­ur eru komn­ar á minn ald­ur eru hrís­grjón­in nefni­lega orðin full­soðin og það eina sem maður get­ur gert er að vera ánægður með það sem maður hef­ur og njóta þess.

Það er þó aldrei of seint að prófa eitt­hvað nýtt.

Eft­ir að hafa tekið viðtal við Heiðrúnu Finns­dótt­ur, sem end­ur­fædd­ist eft­ir að hún byrjaði í pole fit­n­ess, hugsaði ég með mér að þetta væri nú eitt­hvað sem maður ætti að prófa. Ekki þó til að geta drýgt tekj­urn­ar í framtíðinni í er­lend­um stór­borg­um held­ur til að hafa gam­an og flippa. Flipp er nefni­lega ennþá svo­lítið van­metið.