Pistlar:

7. apríl 2018 kl. 11:06

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti (misst.blog.is)

Má ég eiga við þig orð om sykur?

543ab6f44216d-458x406Ég hef verið í heilsubransanum, svo kallaða, í næstum 30 ár. Já ég veit, þetta er ótrúlega langur tími og reyndar er hann lengri. Ef ég reikna með árin mörgu sem fóru í að vera heilsuspillandi sykurfíkill. Þakklæti samt, því þrátt fyrir það sem sykurpúkinn kostaði mig fékk ég dýrmæta reynslu sem hefur komið sér vel í mínum andlegum þroska og í mínu starfi sem meðal annars felst í því að leiðbeina og kenna fólki að afsykra sig. Og það  virðist ekki sjá fyrir endan á því. Sykurneysla þjóðarinnar er vægast sagt mikil og allir eru sammála um að afleiðingar fyrir líkamlega og andlega heilsu eru geta verið alvarlegar. Það sem ég er að furða mig á er, að enginn talar um það. Það fyrirliggur nú þegar svo ótal margar rannsóknir og tölur sem sýna okkur hvað mataræði og viðbættur sykur og ofneysla hans gerir við líkaman allan í sinni heild. Það virðist samt ekki vera nein markviss og skýr stefna hvað eigi að gera til þess að bæta og laga og fyrirbyggja áframhaldandi þróun. Hvaða pólitísku flokkar hafa heilsu og sykur á sinni stefnu, hvað gera skólayfirvöld til að fræða nemendur um skaðsemi sykurs og hvað gerir matvælaiðnaðurinn? Ég spyr því ég veit það ekki. 

Við skulum aðeins ryfja upp skaðsemina. Tökum bara ofþyngd og offitu því það er svo sýnilegt með berum augum. Meira en helmingur fullorðinna eru í yfirvigt hér á landi. DTU háskólinn í Kaupmannahöfn gerði á árunum 2011 og 2014 rannsókn á þyngd og offþyngd Norðurlandabúa, í samvinnu við rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi. Þar kom meðal annars fram, að á íslandi eru tveir af hverjum þremur körlum í yfrþyngd og fimmti hver karl og kona eru í mikilli yfirþyngd. Þá var líka skoðað mataræði sem yfirleitt var óhollt hvað varðar sykur og fór versnandi á þessum árum en aðeins ein jákvæð þróun var í Noregi og í Danmörku og í Finnlandi þar sem dregið hafði verið úr viðbættum sykri í matvælum, en það hafði ekkert breyst í Svíþjóð og á íslandi.

Til að ryfja upp, þá er viðbættur sykur gerð að sykri sem er bætt í matvæli og drykki þar sem ekki var sykur áður. Til dæmis um matvæli má nefna kökur, brauð, brauðmeti, morgunkorn, sósur alls konar, dósamatur, pakkamatur og tilbúinn matur alls konar, take a way, ís, mjólkurvörur, kjötálegg, gos, safar, djús og alls konar súkkulaði og sælgæti, kex, flögur og svo prótein stykki eða hnetu barir sem ásamt alls konar vegan matvælum og vörum sem okkur er talið trú um séu holl en sem eru það ekki. Lestu bara innihaldslýsinguna. Auðvitað eru undantekningar. Sykur hefur mörg nöfn; til dæmis, sykur, síróp, glúkósi, ávaxtasykur, maltodextrin, corn sirup, sterkja, umbreytt sterkja, hveiti sterkja og kartöflusterkja. Ég mæli ekki með gervisykri eins og t.d. aspartam og acesulfam K. 

Ávaxtasykur náttúrulegur í ferskum ávöxtum og berjum og í þurrkuðum ávöxtum og berjum en þar eru líka trefjar, vítamín, andoxunarefni og steinefni. Allur pakkinn hjálpar líkamanum að vinna úr og nýta ávaxtasykurinn sem orku og er þess vegna ekki skaðlegur líkamanum NEMA ef neitt er í óhófi til dæmis ef drukkið er of mikið af hreinum ávaxtasafa daglega. 

Á Íslandi borðar hvert mannbarn að meðaltali 50kg af sykri á ári, plúss eða mínus, og það er rosalega mikill sykur! Eðlilega getur verið erfitt að minnka eða hætta að borða sykur. Hann er svo tengdur mörgum og margvíslegum menningarlegum þáttum í okkar samfélagi. Nefndu mér bara þrjá viðburði sem viðkemur skemmtun og samkomum þar sem boðið er upp á eitthvað sem EKKI inniheldur viðbættan sykur! Gos, kökur, randalínur, þórkötlur, sörur, pulsur, pizzur, samlokur, klatta, pönnukökur, vöflur, vínarbrauð, marengstertur,snúða, rjómatertur, kex, nammipoka, flögur, popp og kók, bland í poka, ís, páskaegg. Viðburðir og skemmtanir eru óendanlega margar; páskar, jól, sumardagurinn fyrsti, gay pride, ferming, skírn, afmæli, saumaklúbbur, reykjavíkur maraþon, handboltamót, skátamót, kósý kvöld, laugardagskvöld, föstudagskvöld, brunch, kaffihúsahittingur, ferðalag, utanlandsferð. Allir þessir viðburðir og það er ekki sjéns að neita sér um sykur! Ef maður er bara pínulítið veikur fyrir honum! Rétt um hönd sem getur sagt nei takk! Mín er ekki á lofti en ég er samt oftast með frekar góðan nei takk stuðul enda búin að vinna í mínum málum.

Það sem við megum ekki tala um er ofþynd og offita, því við erum líka hrædd við að stuða og særa og þurfum líka að vera það. Það þarf að gæta að því að fara ekki í "fatshame", fitu skömm eða í líkams skömm. Sérstaklega er þetta viðkvæmt þegar börn og ungt fólk eiga í hlut og aðgát skal höfð. En það þýðir ekki að kóa með því og alls ekki að tala um það, heldur skulum við stöðuhækka okkur og læra að tala um það á þann hátt sem ekki skaðar og ekki verður misskilið. Við verðum að gera okkur grein fyrir, að ofþyngd og offita getur hjá all mörgum einstaklingum, verið frekar flókið líkamlegt vandamál sem endurspeglar nútíman. Hormónar, taugakerfi, meltingarkerfi, heilinn bregst við öllum skilaboðum frá sér sjálfum og frá umhverfi. Mataræði, sykur, slæmar fitur, rangar hitaeiningar, streita, svefnleysi, skortur á nauðsynlegurm vítamínum og amínósýrum, eiturefni, hreyfingarleysi, of mikil kyrrseta, upplifun á vanrækslu, ást og umhyggju, tilgangur með lífinu, að tilheyra hópi eða flokki, aðskilnaður og ég get haldið áfram. Viðbættur sykur í óhóflegu magni bætt við bara tvo af þessum dæmum og aukin áhætta á sykursýki 2, hátt LDL kólesteról og hjarta og æðasjúkdómum og bólgumyndun í stoðkefi. Heilinn er ekki verndaður fyrir streitu og viðbættum sykri, við þekkjum öll hvað sykurvíma truflar einbeitinguna og minnið og ég hef reynslu frá mínu starfi hverning sykur og glúten  hefur áhrif á depurð og þunglyndi. Eins og kunnugt er, er Alzheimer sjúkdómur nú af mörgum skilgreindur sem sykursýki 3. 

Sykur er ekki bara fitandi og bólguvaldandi, sykur er líka vanabindandi efni og skapar fíkn. Sem oft er meðvirkandi þáttur í ofþyngd. Það eru alls konar aðstæður sem hafa áhrif á fíknina sjálfa; mataræðið, magn, gæði og gerð matar, sametning prótíns, fitu og kolvetna og hlutfallið þar á milli, gerð og magn fitu, trefjar og gerð og magn kolvetna. Hreyfing gegnir mikilvægu hlutverki eins og  útivera og líkamsrækt alls konar, en þetta hefur, eins og hagnýtur matur, áhrif á meðal annars framleiðslu boðefna og endorfína í heilanum sem skapa gleði og orku.

Mynstur, venjur og lífsfærni er hluti af fíkninni. Mín reynsla er að sykur er notaður til að framkalla tilfinningar eða til að kæfa óþægilegar tilfinningar og það er þekkt að sykur er notaður til að verðlauna sjálfan sig með. Og eins og við þekkjum öll, er hægt að búa til alls konar tilefni til að verðlauna sig. 

Það eru margir sem leggja ekki í að reyna að minnka eða hætta á sykri. Ég hef hins vegar marg marg oft verið vitni að, hverning mínum nemendum á t.d. Ljómandi námskeiðunum mínum, tekst á bara einni viku að vinna á sykurlönguninni og á fjórum vikum að verða alveg sykurlaus. Þannig að, þetta er hægt! Það eru góðu skilaboðin. 

Þegar ég, sem barn, gekk í Austurbæjarskólanum vorum við í Matreiðlsutímum og lærðum að baka hvítt fransbrauð og alls konar hveitikökur með fullt af sykri í. Nýverið talaði ég við móður skólakrakka og spurði hana hvað væri að frétta úr matreiðslutímum nútímans og komst að því, að ekkert hefur breyst á 50 árum! Það er enn verið að kenna skólabörnum að baka allt úr hveiti og sykri! Einmitt þarna, í skólunum sé ég kjörið tækifæri til að gera eitthvað nýtt og breyta til hins betra. Setja líkamsfærni, líkamsvitund, hugfærni, heilsu og næringu á stundatöfluna. Kenna börnum samspil milli líkamas, hugans, mataræðis og sykurs! Kenna þeim að stilla hugan með yoga og hugleiðslu. Í verkhópum ræða hvað hægt sé að nota í staðinn fyrir sykur og kenna þeim að búa til kökur og mat úr hollu hráefni án viðbætts sykurs. Það veitti reyndar ekki af að bjóða foreldrum að taka þátt í þessum tímum líka. Ég geri mér fullkomnlega gein fyrir, að það eru margir skólar og dagvistanir að gera ótrúlega flotta og þarfa hluti. Þetta erindi á ekki til ykkar. Ég talaði til dæmis við deildarstjóra og dagheimili sem sagði mér að þau væru með Matengil í eldhúsinu sem býr til allan mat úr grunni. Annar staður sem ég talaði við er með 80% lífrænt hráefni. Þetta er til fyrirmyndar. Ef þau geta þetta þá geta það fleiri. Ég hef sjálf reynslu hvað mataræðið er sterkt í verkefni sem ég leiddi fyrir nokkrum árum, í fjórum heimavistaskólum í Danmörku þar sem 30% af börnunum voru greind með ADHD, ofvirkni og athyglisbrest og enn fleiri voru "bara" óróleg og áttu erfitt með að einbeita sér. Ég gerði byltingu í eldhúsinu; tók út allan sykur, glúten og mjólkurvörur. Inn með fisk og góð prótein, fullt af girnilegu grænmeti og bragðgóðar sósur með, glútenlaust brauð og kökur. Omega 3 fitusýrur, B- vítamín og mjólkursýrugerlar daglega. Það varð upp fótur og fit í fráhvarfinu og ég þurfti næstum því að klæðast brynju til að verja mig í tvær vikur. En svo kom ró, einbeiting, orka, gleði, betri svefn og aukin leshæfni og áhugi á að læra. Umframorkan var nýtt og sett upp hlaup á hverjum morgni ásamt líkamsæfingum. Allt breyttist til hins betra fyrir þessi börn. Viðhorf til sjálfs síns, umhverfis og til fullorðinna styrktist í trausti og kærleik. Þetta er án viðmiðunar, lærdómsríkasta og besta verkefni sem ég hef unnið að.  

Yfirvöld geta rætt og sett skýra stefnu um viðbættan sykur og sterkju í matæli. Ég meina, þarf að flækja þetta! Fóru ekki allir upp til handa og fóta á árunum, þegar fitan var gerð að stóra stygga úlfinum og sem ranglega fékk heiðurinn af að fita vestrænar þjóðir og íslensku þjóðina líka. Þá var fitan fjarlægð úr matvælunum til dæmis úr mjólkurvörum, osti og kjötáleggi, brauðmeti og alls konar öðrum matvælum og framleiddar skrítnar fituskertar vörur en með auka magni af viðbættum sykri fyrir bragðið! Algjör skandall! Og mistök. En við þurfum ekki að dvelja í fortíðinni og í skömminni, en það verður að læra af þessu. Næringarfræðingarnir okkar hafa gert og gera ómetnalegt og gott starf í þágu lýðheilsu okkar. Og styðjum það starf og tölum meira, eflum fræðsluna og kennum fólkinu hvað það á að borða, hvað er hollt og gott! En ekki fleiri reglur takk fyrir! Tökum þetta aðeins lengra og gerum þetta skapandi og skemmtilegt. Því þetta vandamál mun ekki hverfa af sjálfu sér. 

mynd
1. janúar 2017 kl. 19:47

Hvað eru margar teiknibólur í rassinum á þér?

Það er nýársdagur og ég er með timburmenn. Ekki út af áfengisdrykkju, ég á ekkert í þann bisness. Nei sykurinn er mitt böl og hefur verið alla mína tíð. Það er ekkert leyndarmál og ég hef ekki dregið neina dulu yfir það gegnum árin. Ég hef oftast góða stjórn á fíkninni en um þessi jól missti ég mig. Þess vegna sit ég hér, í dag, nýársdag að kvöldi kominn, með 10 tíma þungan hausverk, þrýsting bak meira
mynd
15. desember 2016 kl. 21:41

Kjötlaus jól og friðarsteik.

Ég er komin í gírinn. Ekki samt í jólagírinn, sem ég, í síðasta pistli, varaði aðeins við að detta of djúpt í. Hins vegar er ég á fullu að gera mitt, til að létta undir hjá þér og mér og öðrum sem kjósa kjötlaus jól og áramót fyrir sig og sína. Lúxus Yogafood Hnetusteikin mín dásamlega og margrómaða ( það má hæla sjálfum sér!) er komin í framleiðslu! Með henni Rótarmúsin góða (sellerí, gulrætur og meira
mynd
28. ágúst 2016 kl. 17:06

Einn líkami. Eitt líf. Höfum það frábært!

Við erum mörg sem gefum heilsunni og líkamanum aðeins meiri athygli þegar halla fer undan sumri og haustið tekur við. Það er eðlilegt að sleppa aðeins tökum á reglunum og "leyfa sér" að bregða út af vananum í sumarfríinu. Fá sér aðeins meiri bjór og hvítvín, grilla steikur og borða hvítlauksbrauð með og auðvitað fá sér ís á góðviðrisdögum. Ekkert flókið við það. Það, sem hins vegar getur verið meira
8. ágúst 2016 kl. 8:08

Gúrkutíð og þegar sykur verður að kjöti

 Í Danmörku eru 5 árstíðir og mér sýnist svo eiga við hér heima líka. Gúrkutíðin  ríkir þegar ríkisstjórnir eru í löngum fríum og eðlilega lítið fréttnæmt frá þeirra starfi í blöðunum á meðan. Á hinn bóginn er uppskera þýðingarlausra frétta frekar góð og einnig sé ég hilla í báglega unnið efni sem ekki upplýsir lesandan en er þvert á móti villandi og auðvelt að misskilja. Til dæmis frétt meira
mynd
24. júní 2016 kl. 16:04

Allt getur gerst! Þessi bananakaka er glúten- og sykurlaus!

Mig langar að baka fyrir helgina og hafa það notalegt með góðum kaffibolla. Núna er allt að gerast. Bretarnir búnir að segja sig úr Evrópubandalaginu og strákarinir okkar í miðjum sögulegum viðburði í Frakklandi þar sem allt getur gerst. Englarnir eru með okkur! Og er það ekki boðskapurinn sem er verið að minna okkur á þessa dagana! Allt getur gerst! Það er engin ástæða til að vera hræddur við að meira
12. nóvember 2011 kl. 14:05

Hákarl! Hákarl !

Fyrir rúmlega mánuði síðan tók ég þátt í köfunarleiðangri í Maldívu. Við vorum 10 manna hópur sem i 14 daga bjuggum um borð á litilli ferju ásamt tveimur divemasters og 5 manna áhöfn. Tilgangur ferðarinnar var að sækja innblástur í fegurð og spennu undirveröldinnar, down under, og skrifa um upplifun mína og reynslu á ferðalagi sem bauð upp á margar áskoranir og margvísleg ný viðhorf. Eitt af meira
Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti

Næringarþerapisti, hjúkrunarfræðingur, lífsráðgjafi, yogakennari og rithöfundur 5 metsölubóka þ.á.m. 10 árum yngri á 10 vikum, Matur sem yngir og eflir og og safa og sjeik bókin Safarík orka, þýddar á 5 tungumál og fáanlegar á amazon.com Er með 25 ára reynslu í srarfi tengt heilsusamlegum lífsstíl og næringu. Búsett i Reykjavík og Kaupmannahöfn.

Meira

Myndasyrpur