c

Pistlar:

8. janúar 2018 kl. 3:18

MUNUM (munum.blog.is)

Vissir þú að 40% af öllu sem þú gerir daglega byggist á venjum þínum?

Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvo á þér hárið eða setja á þig farða þá eru venjur um 40% af því sem þú gerir alla daga.

Við sköpum okkur bæði góðar og slæmar venjur sem hafa mikil áhrif á okkar líf.  Að breyta slæmum venjum eða að skapa okkur nýjar góðar venjur getur haft gríðarlega mikil áhrif á líf okkar. Samkvæmt rannsóknum þá tekur það um 21 dag að festa nýja venju í sessi sé hún framkvæmd alla daga. Að búa til nýja  góða venju getur til dæmis gert þér kleift  að bæta heilsu þína, útlit, afköst, sambönd við ástvini eða bæta þig i vinnu. Góðar venjur geta bætt líf þitt það sem eftir er.

MUNUM hefur síðastliðin þrjú ár gefið út dagbækur sem eru hannaðar með það að leiðarljósi að efla markmiðasetningu, hvetja til jákvæðrar hugsunar og hámarka tímastjórnun. Mikilvægur liður í því að ná árangri og að fylgja eftir markmiðum sýnum felst gjarnan í litlum breytingum á daglegum venjum. Það er alveg magnað hversu mikil ahrif þessar litlu breytingar geta haft. Öll erum við ólík og því misjafnt hvaða breytingar á venjum henta hverjum og einum. Sem dæmi um breytingar má nefna að hreyfa sig daglega, byrja daginn á hugleiðslu, hrósa öðrum alla daga, lesa með börnunum, taka út sykur, sleppa koffeini eftir kl 14 eða leggja frá sér snjallsímann kl 21:00 á kvöldin. Allt eru þetta dæmi um breytingar sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði og líðan.

Að skapa sér nýjar og bættar venjur getur verið mikilvægt veganesti fyrir nýtt ár og markað nýtt upphaf . Við hjá MUNUM skorum því á þig að slást í för með okkur og taka út einhverja slæma venju í þínu lífi og/eða skapa þér nýja góða venju í 30 daga. Þetta þarf alls ekki að vera mjög róttæk breyting því litlar endurteknar breytingar hafa mikil áhrif til lengri tíma.

við skorumá þig AD

Til þess að taka þátt í MUNUM áskoruninni og eiga möguleika á veglegum vinningi þarftu að birta hvaða venju þú ætlar að taka út eða taka upp undir myllumerkinu #munumaskorun2018 og skora á einhvern vin eða ættingja að gera slíkt hið sama.

#MUNUMASKORUN2018

MUNUM

MUNUM

Á bak við MUNUM stendur Þóra Hrund Guðbrandsdóttir markaðsfræðingur og Erla Björnsdóttir sálfræðingur. Síðustu ár hafa þær stöllur gefið út MUNUM dagbókina sem miðar að því að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun og efla jákvæða hugsun.

Meira