c

Pistlar:

23. september 2015 kl. 14:55

Sandra Vilborg Jónsdóttir (sandravilborg.blog.is)

Smá um mig

Ég heiti Sandra Vil­borg Jóns­dótt­ir og er 29 ára sæl­keri sem á mjög erfitt með að stand­ast freist­ing­ar. Ég er nýbökuð móðir og freistingarnar hafa verið fyrir framan mig á hverjum degi síðustu vikurnar í kjölfarið hefur talan á vigtinni sýnt það og hefur færst nær og nær þriggja stafa tölunni. En nú er komið nóg.

Ég er svo ánægð og þakklát fyrir að ég hafa verið valin í lífstílsbreytingun Smartlands og Sporthúsins og get ekki beðið eftir að takast á við þetta verkefni og breyta lífstílnum til frambúðar. 

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég fékk fréttirnar um að ég hafði verið valin var að taka til í eldhúsinu. Það var mikill léttir. Búrskápurinn var yfirfullur og allur í mynslum, en nú er hann snyrtilegur og vissulega léttari. Allt tengt sykri er farið! Það verður ekkert bakað úr venjulegum sykri næstu vikurnar og sykur almennt tekin úr matarræðinu!

Nú erum við búnar með fyrstu æfinguna með Lilju einkaþjálfara í Sporthúsinu og ég get varla staulast um heima, lærin eru alveg að fara með mig eftir fjölda framstiga! Það er spurning hvort þessir strengir muni einkenna dagana hjá mér næstu vikurnar!

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Nýbökuð móðir í fæðingarorlofi skrifar um leið sína að bættum lífstíl

Meira