c

Pistlar:

26. september 2015 kl. 15:01

Sandra Vilborg Jónsdóttir (sandravilborg.blog.is)

Zumbapartý

Þetta ferðalag sem við stelpurnar í Lífstílsáskoruninni erum í snýst að miklum hluta um að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt og breyta venjum sínum.

Í morgun prófaði ég í fyrsta skiptið Zumba í Sporthúsinu. Ég var auðvitað eins og belja á svelli þegar sporin fóru að flækjast en það tók enginn eftir því nema jú konan við hliðiná mér sem stóð sig vel í að peppa mig upp og segja mér til þegar ég var engan vegin að ná sporinu. Ljósin voru slökkt og aðeins birta frá diskókúlunni lýsti upp salinn. Tíminn var mjög skemmtilegur, minnti mig á gamlar stundir á dansgólfinu á Vegamótum. Þetta var hin fínasta brennsla og samkvæmt Polar púls mælinum mínum brenndi ég í kringum 950 kaloríum í tímanum. Ég ætla að stefna á að kíkja reglulega í Zumba.

image 

 Næsta laugardag verður opið Zumba partý í Sporthúsinu svo þú getur komið og dansað af þér rassinn með vinkonunum, með mömmu, með ömmu eða afa. Tíminn byrjar klukkan 9:30 og verður 90 mínútur. Það verða 3 kennarar í tímanum svo það verður bland af nokkrum mismunandi Zumba stígum. Frekari upplýsingar verða á heimasíðu Sporthúsins í næstu viku.

Hlakka til að sjá þig! 

image image

 

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Nýbökuð móðir í fæðingarorlofi skrifar um leið sína að bættum lífstíl

Meira