c

Pistlar:

13. nóvember 2015 kl. 10:57

Sandra Vilborg Jónsdóttir (sandravilborg.blog.is)

Matardagbókin á góðum föstudegi

Ég hef ekki verið duglegust að blogga síðustu vikurnar en það er alltaf nóg að gera hjá okkur stelpunum. Við höfum verið mjög duglegar á æfingum hjá Lilju og erum smá saman að þyngja lóðin og auka álagið á æfingunum. Ég held að árangurinn hjá okkur fari ekki framhjá neinum. Því bíðum við allar spenntar eftir næstu mælingu! 

Þegar kílóin kveðja okkur situr eftir laus húð sem við viljum endilega kveðja líka. Við fengum allar að prófa flottar húðvörur frá Biotherm sem eiga að styrkja húðina og vinna á appelsínuhúðinni. Ég er spennt að sjá hvernig það virkar á mig! Skrifa meira um það síðar.

Ég vil deila með ykkur hvernig dæmigerður dagur er hjá mér þessa dagana í mataræðinu. Ég hef verið spurð oft að því hvað ég er að láta ofan í mig meðan á þessari lífstílsbreytingu stendur. Þar sem mitt markmið er að breyta matarvenjum til framtíðar því vil ég ekki fara í neinar öfgar og reyni að njóta matarins. 

Morgunmatur

Cherrios með fjörmjólk

vítamín frá lifestream:  Spirulína, magnisíum í vatn og AstaZan.

Millimál

Banani

Hádegismatur

Grænt boost (spinat, mangó, ananas og ultimate greens duft frá lifestream) og steikt eggjahvítuhræra með kotasælu.

Millimál 

Mandarína og heimatilbúið hrökkbrauð)

Kvöldmatur

Fajitas pizza, pizza úr tortilla köku, með salsasósu, kjúkling, papríku og mozarella og ferskt salat með avacado og agúrku með því.

Kvöldsnarl

Mandarína

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Sandra Vilborg Jónsdóttir

Nýbökuð móðir í fæðingarorlofi skrifar um leið sína að bættum lífstíl

Meira