c

Pistlar:

21. nóvember 2019 kl. 13:13

Sara Pálsdóttir (sarapalsdottir.blog.is)

Hvernig vinnum við gegn skaðlegum áhrifum streitu?

Grein birtist á Smartlandi þann 12.11.19

https://www.mbl.is/smartland/heilsa/2019/11/12/hvernig_vinnum_vid_gegn_skadlegum_ahrifum_streitunn/

Í síðasta pist­il mín­um á Smart­land fjallaði ég al­mennt um streitu, áhrif henn­ar og or­sak­ir og hvernig við get­um fram­leitt streitu­ástand með hugs­un­um okk­ar ein­um sam­an. Vís­ind­in hafa sýnt að streita veik­ir og jafn­vel slekk­ur á ónæmis­kerf­inu okk­ar með þeim af­leiðing­um að við get­um orðið veik. Við erum ein­fald­lega ekki byggð til að þola lang­tíma streitu­ástand.

Ein­kenni viðvar­andi streitu geta m.a. verið pirr­ing­ur, geðlægð, finn­ast maður vera að missa tök­in, ráða ekki við neitt, ein­beit­ing­ar­erfiðleik­ar, lágt sjálfs­mat, ein­mana­leiki, forðun­ar­hegðun, orku­leysi, höfuðverk­ir, hraður hjart­slátt­ur, svefn­leysi, viðkom­andi nær sér í all­ar um­gangspest­ir, eyrna­suð, sí­felld­ar áhyggj­ur, nei­kvæðni o.fl.

Það eru lít­il tak­mörk fyr­ir því hvaða sjúk­dóm­um streita get­ur valdið, allt frá krón­ísk­um verkja­vanda­mál­um, síþreytu, kvíða, þung­lyndi, hjarta­sjúk­dóm­um, melt­ing­ar­vanda­mál­um, háum blóðþrýst­ingi, húðvanda­mál­um og jafn­vel krabba­meini.

Ég tek það fram að ég er ekki lækn­ir en vís­ind­in hafa sýnt fram á þetta og hver sem er get­ur sótt upp­lýs­ing­ar um þetta á net­inu. Það er gríðarlega mik­il­vægt að við séum meðvituð um þetta og lær­um aðferðir við að draga úr streitu í lífi okk­ar.

Hvers vegna get­ur verið svona erfitt að koma sér út úr streitu­ástandi? Stór hluti vand­ans er sá að fólk fest­ist í nei­kvæðu hugs­ana­mynstri, jafn­vel ómeðvitað. Þess­ar hugs­an­ir tengj­ast oft ein­hverju sem gerðist í fortíðinni, t.d. áfalli eða erfiðu tíma­bili sem vakti hjá okk­ur sterk­ar nei­kvæðar til­finn­ing­ar eins og kvíða, áhyggj­ur, sær­indi eða reiði. Þegar við för­um að hugsa þess­ar hugs­an­ir end­ur­vekj­um við þess­ar nei­kvæðu til­finn­ing­ar og und­irmeðvit­und­in okk­ar ger­ir ekki grein­ar­mun á ímynd­un eða raun­veru­leika. Niðurstaðan er sú að hug­ur okk­ur túlk­ar hugs­an­irn­ar og til­finn­ing­arn­ar þannig að áfallið eða erfiða lífs­reynsl­an sé að ger­ast þá og þegar, aft­ur og aft­ur. Þess­ar nei­kvæðu hugs­an­ir viðhalda svo streitu­ástand­inu.

Og þannig lif­um við í fortíðinni. Streit­an ræn­ir okk­ur lífs­gæðum. Ger­ir okk­ur ókleift að vera við sjálf eða vera eins og við vilj­um vera, lifa því lífi sem við vilj­um lifa.

Við mót­um sjálf okk­ur og líf okk­ar með hugs­un­um, til­finn­ing­um og hegðun. Okk­ur líður eins og við hugs­um og við hegðum okk­ur í sam­ræmi við hugs­an­ir okk­ar og til­finn­ing­ar. „Ég er ekki í skapi til að fara í rækt­ina núna“, „ég er ekki í stuði til að fara í bíó með vin­un­um“, „ég er eng­an veg­inn að nenna að fara í vinn­una í dag“, „ég er ekki að meika neitt“, „ég er að drep­ast í bak­inu/​höfuðverk“, o.s.frv.

Hvað er til ráða? Það er ekki endi­lega raun­hæft að minnka streitu­valda með því að fara niður í 50% starf eða hætta að hugsa um veikt, aldrað for­eldri. Góð byrj­un er að setj­ast niður, loka aug­un­um og draga djúpt inn and­ann. Gefa lík­ama þínum og huga skip­an­ir um að slaka á og hægja á hugs­un­un­um. Mjög gott og ein­falt að byrja með því að fara á youtu­be.com og finna stutta, leidda hug­leiðslu (gui­ded med­itati­on), t.d. um já­kvæðar hugs­an­ir. Þetta get­ur verið erfitt í fyrstu, en æf­ing­in skap­ar meist­ar­ann. Þú þarft ekki að fara á hug­leiðslu­nám­skeið eða æfa þig í 10 ár, bara byrja smátt. Til dæm­is 5 mín­út­ur á hverj­um degi. 

Smátt og smátt leng­ist tím­inn og maður fer að hafa meiri stjórn á hug­an­um, fer að taka bet­ur eft­ir því hvað maður er að hugsa, og fer að geta breytt því. Maður fer að hugsa skýr­ar og meira í nú­inu og um framtíðina, frem­ur en um fortíðina. Með slök­un­inni kem­ur betri and­leg og lík­am­leg líðan. Breyt­ing­ar koma með end­ur­tekn­ingu, það þarf æf­ingu til að breyta nei­kvæðum hugs­un­um í já­kvæðar hugs­an­ir, rétt eins og maður þarf að æfa sig í rækt­inni til að fá kúlurass. 

Önnur leið sem er mjög áhrifa­rík er dá­leiðsla eða sjálfs­dá­leiðsla. Þá fer maður í enn dýpri slök­un og hef­ur bein­an aðgang að und­irmeðvit­und­inni og all­ar breyt­ing­ar verða hraðari og auðveld­ari. Þar er hægt að skipta út óhjálp­leg­um „for­rit­um“ í hjálp­leg. Hin djúpa slök­un kem­ur manni í ástand sem er þver­öfugt við streitu og hjálp­ar heil­an­um og lík­am­an­um að vinna bet­ur sam­an. Ónæmis­kerfið styrk­ist. Ég mun fjalla sér­stak­lega um und­irmeðvit­und­ina og for­rit­in í henni í fleiri pistl­um hér á Smartlandi og hvet ykk­ur til að fylgj­ast með.

Byrjaðu strax. Ekki gef­ast upp. Það hafa all­ir 5 mín­út­ur. Gefðu þér þessa gjöf og gerðu slök­un og hug­leiðslu að jafn sjálf­sögðum hlut og að bursta tenn­urn­ar á morgn­anna. Áhrif­in eru skjót­virk­ari, já­kvæðari og meiri en þú held­ur.