c

Pistlar:

23. desember 2022 kl. 21:24

Sara Pálsdóttir (sarapalsdottir.blog.is)

Enn með kvíða? í vanlíðan? Hélstu kannski að þú yrðir komin/n lengra í lífinu, árið 2023, en þú ert komin/n í dag?

Óttinn er versti óvinur mannsins. Ein helsta og aðal hindrun þín gegn því að verða sú manneskja sem þú vilt vera og fara að lifa því lífi sem þú vilt lifa, er óttinn - kvíðinn. Hann heldur aftur af okkur, heldur okkur niðri, lætur okkur líða illa, lætur okkur missa af tækifærum, hætta við, sætta okkur við að lifa ekki drauminn okkar því við erum of hrædd við að fara á eftir því sem við raunverulega þráum, hann rænir frá okkur lífsgæðum, eyðileggur gæðastundir, rústar svefninum, rænir þig hugarró, heldur okkur í krónísku streituástandi (fight and flight mode) og brýtur okkur niður með lygum og sjálfsniðurrifi, o.fl., o.fl...
 
Þegar þú færð frelsi frá kvíða - þá er ekkert sem getur stöðvað þig. Þú öðlast heilbrigt sjálfsöryggi, þér fer að líða vel í eigin skinni í flestum aðstæðum, þú átt auðvelt með að vera meðal fólks, tala við fólk, ferðast, njóta líðandi stundar með börnunum þínum eða barnabörnum, þú sefur betur og átt auðveldara með að einbeita þér, þú verður orkumeiri, kraftmeiri og hugrakkari, þú leyfir þér að gera mistök, læra af þeim og styrkjast og þroskast og dafna, þú ferð að gera hluti sem þú þorðir ekki áður, t.d. að fara út meðal fólks, vinna að draumum þínum, skrifa bókina sem þig hefur ávallt langað til, ferð að fara í ræktina, biðja um launahækkun, sækja um draumastarfið, stofna fyrirtækið sem þig hefur dreymt um, setur heilbrigð mörk, ert frjáls frá því hvað öðrum finnst, eða hvaðeina það sem býr í hjartanu þínu. Hvað er það sem þú vilt verða? gera? skapa? HVersu lengi ætlar þú að leyfa kvíðanum ræna þessu frá þér?
 
Lokaðu augunum eitt augnablik. Sjáðu þig fyrir þér, þar sem þú ert búin að sigra kvíðann, sigra óttann. Ímyndaðu þér að þér líði eins og lýst er hér að ofan, þú ert orðin sú manneskja sem þú vilt vera, farin að lifa því lífi sem þú vilt lifa. Frjáls, heilbrigð/ur, kraftmikil/l, glöð/glaður, með það hugrekki sem þarf til að eltast við drauma þína, þekkinguna sem þú þarft til að breyta því sem þú vilt breyta…. Leyfðu þér að finna fyrir tilfinningunum sem fylgir því að vera komin þangað, sigurtilfinningunni, gleðinni, frelsinu, þakklætinu. Hvernig myndi líf þitt líta út og hverinig myndi þér líða?  
 
Síðan máttu spóla aðeins inn í framtíðina, sjá sjálfa/n þig fyrir þér háaldraða/n, á dánarbeðinu. Þú gerðir ekkert í þessum kvíða, a.m.k. ekkert sem virkaði. Lést hann stjórna lífi þínu og líðan allt þitt líf. Þú varðst aldrei nema skugginn af þér því kvíðinn lá ofan á þér. Eina sem breyttist var að hann versnaði. Þú hékkst í sama starfinu af því þú óttaðist að geta ekki fengið neitt betra. Þú stofnaðir aldrei fyrirtækið sem þig dreymdi um, fórst aldrei í námið sem þig langaði, naust þess ekki að eyða tíma með börnunum eða barnabörnunum vegna áhyggja, lést óttann við álit annarra stjórna þér, leyfðir þér ekki að vera þú sjálf eða sjálfur, þú trúðir því aldrei að þú værir nóg, þú fórst aldrei alla leið því það var aldrei ,,rétti tíminn”… 
 
Ímyndaðu þér eftirsjána, sorgina, söknuðinn, sársaukann. Af því að þá er það orðið of seint. Tíminn er farinn, og hann kemur aldrei aftur. Þú misstir af lífinu. Þú trúðir lygum kvíðans þegar hann sagði þér að þú gætir aldrei losnað við hann, að þér myndi mistakast, að þú værir ekkert nema aumingi. 
 
Þú átt bara þetta eina líf. Farðu alla leið, lifðu, sigraðu, gerðu mistök, vertu þú! Sigraðu þennan kvíða fyrir fullt og allt og stígðu inn í frelsið, það geta allir fengið frelsi. Ég hef fengið það, og ég sé fólk í hverri viku sigra kvíða, þunglyndi, síþreytu, króníska verki o.fl., og þú getur gert það líka. 
 
En að fá frelsi frá kvíða gerist ekki að sjálfu sér. Til að ná þeim árangri sem við viljum ná verðum við að vera staðföst, þjálfa okkur dag frá degi. Það er engin töfraformúla sem virkar á núlleinni. Svo margir leita til mín og vilja koma í einkatíma og að ég lagi kvíðann eða þunglyndið þá og þegar. 
 
En það virkar ekki svoleiðis. Við verðum að vera tilbúin að leggja á okkur smá vinnu dags daglega, til að fá frelsi. Það er engin töfra-formúla, lítil bók sem opnast og ljósgeislar lýsa frá henni og út hoppa englar, glimmer og hvolpar og þú læknast varanlega af kvíða, streitu og krónískum verkjum!
 
Námskeiðið Frelsi frá kvíða hefur að geyma alla þá fræðslu, þjálfun og dáleiðslu sem færði mér mitt frelsi frá kvíða, brotinni sjálfsmynd, verkjum og síþreytu. Námskeiðið veitir þér daglega leiðsögn um hvað það er sem þarf til að fá frelsi og leiðsögn og þjálfun um hvernig þú gerir það. Dáleiðslurnar sem fylgja með, sem hlustað er á daglega, veita þér mikið, mikið styttri leið, með því að hjálpa þér að eyða rótum kvíðans og fá frelsi frá áföllum og öðlast heilbrigt sjálfstraust, vinna sem vegna dáleiðslanna tekur örfáar vikur en myndi annars taka mörg ár eða myndi jafnvel aldrei gerast. Þegar fólk byrjar að hlusta daglega á dáleiðslurnar og vinna námskeiðið byrjar betri líðan yfirleitt strax að koma í fyrstu vikunni. 
 
Þú þarft ekki að trúa mér. Lestu bara umsagnir þeirra sem hafa tekið námskeiðið! https://sarapalsdottir.is/umsagnir/
 
Hversu oft hefurðu ætlað að gera eitthvað fyrir þig, breytast, bæta líf þitt, sigrast á einhverju, en síðan gefist upp? hætt við? Beilað á sjálfum þér eða sjálfri þér? Hvað eru síðan liðin mörg ár? 
 
Það er enginn sem getur gert þetta fyrir þig. Einungis ÞÚ getur gert þetta. Ekki láta þig sitja á hakanum, ekki setja sjálfa/n þig í síðasta sæti, ekki fresta þangað til ,,það stendur betur á”, ef þú gerir það þá líða 5 ár á örskotsstundu og þú ert enn föst eða fastur á sama stað eða á enn verri stað, NÚNA er besti tíminn til að fara alla leið, berjast fyrir þér og þinni framtíð og þinni heilsu, standa með þér alla leið, ef þú ert ekki búin að prófa Frelsi frá kvíða, þá ertu ekki búin að ,,reyna allt” !
 
Fyrsta spjallið kostar ekkert. Sendu mér póst á sara@lausnir.is. Námskeiðið Frelsi frá kvíða má nálgast hér:
 
https://sarapalsdottir.is/product/frelsi-fra-kvida-thad-er-til-lausn-2/