c

Pistlar:

30. nóvember 2018 kl. 16:32

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Frystitogarar að hverfa?

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins skoðar nú HB Grandi mögu­lega sölu á frysti­tog­ar­an­um Þer­ney, sem er í smíðum á Spáni. Um leið var greint frá minnk­andi hagnaði félagsins fyrstu níu mánuði árs­ins í sam­an­b­urði við sama tíma­bil í fyrra. Ár er síðan gamla Þer­ney sigldi áleiðis til Suður-Afr­íku, eft­ir að hafa verið seld þangað. Um leið var upplýst að nítján starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá HB Granda. Það kemur í kjölfar nýlegra frétta af upp­sögn­um skip­verja um borð í Helgu Maríu AK. Hef­ur fram­kvæmda­stjóri HB Granda sagt að óvissa sé inn­an út­gerðar­inn­ar um hvað gera skuli við skipið.

En þetta eru ekki einu tíðin af uppsögnum meðal sjómanna eða starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja. Greinilegt er að miklar breytingar eru að eiga sér stað í útgerðinni og svo virðist sem veiðigjöldin skipti þar mestu máli. Er það það sem löggjafinn ætlaði sér með álagningu þeirra, að hafa áhrif á það hvernig einn höfuðatvinnuvegur landsmanna hagar rekstri sínum? Það er í raun ótrúlegt að sjá frystitogara landsmanna hverfa úr landi einn af öðrum en sjómenn þeirra voru gjarnan meðal hæst launuðu starfsmanna landsins

Fækkar um ríflega 20 frystitogarar

Útgerðarfyr­ir­tæki hér á landi sjá sér mörg hver ekki leng­ur fært að gera út frysti­tog­ara með góðu móti eins og rakið var í frétt Morgunblaðsins í vikunni. Hef­ur frysti­tog­ur­um á und­an­förn­um árum fækkað veru­lega en í frétt blaðsins kom fram að gera má ráð fyrir að þeir verði aðeins 11 tals­ins í byrjun næsta árs. Var fjöld­inn síðast á svipuðu róli und­ir lok 9. ára­tug­ar­ins. Frá því að lög um veiðigjöld voru sett árið 2012 mun þeim því hafa fækkað um 64,5% í byrj­un árs 2019. Árið 2012 voru frysti­tog­ar­ar 31 sam­kvæmt töl­um Fiski­stofu en sem stend­ur eru þeir nú 12 tals­ins. Mest­ur var fjöld­inn rétt fyr­ir alda­mót en þá voru frysti­tog­ar­arn­ir 35 sam­kvæmt öðrum töl­um sem Morg­un­blaðið aflaði.

Um síðustu helgi bár­ust fregn­ir af því frá Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur (ÚR) að fé­lagið hygðist selja frysti­tog­ar­ar­ann Guðmund í Nesi RE-13 og hef­ur fyr­ir­tækið í kjöl­farið sagt upp öll­um sjó­mönn­um í áhöfn skips­ins. Mynda fskipinu fylgir hér með. Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR, sagði í samtali við Morgunblaðið að rekstr­ar­um­hverfið neyði fyr­ir­tækið til að taka þess­ar erfiðu ákv­arðanir.nesi

Skerðing á lífs­kjör­um

„Mér finnst þetta mjög slæm þróun. Þetta eru há­launa­störf og góð og öfl­ug skip. Það er gríðarleg eft­ir­sjá að þess­um góðu störf­um. Mér finnst það sorg­legt, sem Íslend­ing­ur, að þau séu að hverfa,“ sagði Run­ólf­ur við Morg­un­blaðið og nefn­ir að þró­un­ina megi rekja til gjald­töku stimp­il- og veiðigjalda.

Guðmund­ur Kristjáns­son, for­stjóri HB Granda og eig­andi ÚR, hvað enn fastar að orði að venju og benti á að þetta hefðu þeir strax sagt árið 2012 en þá hefði eng­inn trúa orðum þeirra. „Þetta eru hæst launuðu sjó­menn Íslands með besta fisk­inn líka og við vor­um að selja hann á hæsta verðinu út úr land­inu. Þetta er skerðing á lífs­kjör­um þjóðar­inn­ar.“ Guðmundur sagði við sama tækifæri að það væri þörf á sam­stilltu átaki stjórn­valda, út­gerðaraðila og stétt­ar­fé­lags sjó­manna til þess að snúa þró­un­inni við. „Í dag eru þessi fyr­ir­tæki bara of­ur­skatt­lögð. Fjár­magnið fer bara annað.“

Veiðigjöldin hitta frystitogaranna hart og fyrir vikið færist vinnsla í land. Veiðar á karfa og ýmsum öðrum tegundum munu væntanlega áfram henta frystitogurum en breytingin er hröð og sláandi. Það má ekki gleyma því að miklar fjárfestingar eru í frystiskipunum og ekki síður í þeirri þekkingu sem fólst í útgerð þeirra, bæði meðal sjómanna og í landi. Ágætt verð fæst fyrir skipin en erfiðara er sjá að baki þekkingu sjómanna og útgerðar. Var það þetta sem löggjafinn ætlaði sér?

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.