c

Pistlar:

4. október 2017 kl. 13:44

Lilja Ósk Sigurðardóttir (snyrtipenninn.blog.is)

Bestu snyrtivörurnar úr haustlínunum

Haustin eru eins og árshátíð snyrtibransans, við fáum flugeldasýningu af nýjungum og haustlínurnar eru ávallt veglegar og innihalda gjarnan nothæfari vörur en vor- og sumarlínurnar því litirnir eru jarðbundnari. Innan allra snyrtivörumerkja og -lína má finna vörur sem eru framúrskarandi og vörur sem eru minna áhugaverðar svo til að auðvelda ykkur valið er hér komin úttekt á bestu vörunum innan haustlína snyrtivörumerkjanna.

Clarins - Graphik

Clarins er gjarnan vanmetið förðunarmerki hér á landi en förðunarvörur merkisins eru sérlega góðar og á góðu verði. Í haustlínunni má finna mjög fallegan kinnalit sem nefnist Golden Pink og minnir mikið á NARS Orgasm-kinnalitinn fræga ásamt Graphik Ink Liner sem er einn besti eyeliner-penni á markaðnum í dag. Clarins kemur jafnframt mjög á óvart með mjög góðum varalitablýöntum sem eru í senn mjúkir og haldast lengi á. 

2017_Look_Automne_Model_Visuel

 

Clarins Graphik

Clarins
Clarins Graphik Ink Liner, 3.699 kr. / Clarins Blush Prodige (09 Golden Pink), 5.999 kr. 

CarinsLips

 
Clarins Joli Rouge Lipstick, 3.899 kr. / Clarins Lipliner Pencil, 2.399 kr.

Guerlain - KissKiss Collection

Í haust leggur Guerlain alla áherslu á varir og kemur fram með fyrsta fljótandi varalitinn sinn. Þessi formúla var biðarinnar virði því hún er mött, langvarandi en þurrkar þó ekki varirnar. Sömuleiðis kemur á markað mött formúla af KissKiss-varalitunum og það sama má segja um þá: mattir en þurrka ekki varirnar. Það þarf ekki að spurja að því að Guerlain gerir allt upp á 10 þegar þeir koma með sín innlegg í tískubylgjurnar.

Guerlain-Kiss-Kiss-Fall-2017-Collection

Guerlain-Fall-2017-Makeup-Collection-5
Guerlain Intense Liquid Matte Lipstick, 4.699 kr.

Guerlain-Fall-2017-Makeup-Collection-6
Guerlain Intense Liquid Matte Lipstick, 4.699 kr.

Guerlain2


Guerlain KissKiss Matte Lipstick, 5.199kr.

Guerlain3
Guerlain KissKiss Matte Lipstick, 5.199kr.

Shiseido - Eye Momentum Collection 

Shiseido sækir innblástur til forna japanskra hefða í haustlínu sinni þetta árið en línan er unnin í samstarfi við ritlistarmanninn Nicolas Ouchenir. Nákvæm ásetning, mjúkar áferðir og djúpir litir eru í aðalhlutverki. Shiseido Inkstroke Eyeliner er nýr gelkenndur augnlínufarði sem helst á allan daginn, auðveldur í notkun og kemur í fallegum litum. Þess má einnig geta að með fylgir lítinn eyeliner-bursti sem virkar mjög vel. Nýju kremaugnskuggarnir Paperlight eru sérlega léttir, mjúkir og langvarandi og standa tveir litir upp úr að mínu mati: Sango Coral og Usuzumi Beige Grey. Ein besta varalitaformúla snyrtivörumarkaðarins Shiseido Rouge Rouge kemur svo í átta nýjum litum sem búa yfir mattri áferð.

Shiseido

 

Shiseido Eye Momentum Collection

SHISEIDO-Fall-2017-Makeup-1


Shiseido Inkstroke Eyeliner, 4.499 kr.

ShiseidoPaperlight
Shiseido Paperlight Cream Eye Color (Sango Coral og Usuzumi Beige Grey), 3.799 kr. 

Screen Shot 2017-10-04 at 5.02.28

Screen Shot 2017-10-04 at 5.02.46


Shiseido Rouge Rouge Matte, 4.599 kr.

Chanel - Travel Diary

Það var heldur óvenjulegt að sjá Chanel koma fram með förðunarlínu sem sækir innblástur í aðra heimsálfu í stað þess að notast við hluti úr safni Chanel til að veita andagift, sem venjan er, en Kalifornía virðist hafa veitt innblástur að sérlega skemmtilegum litum sem eru bæði mjúkir og ákafir. Chanel Les 4 Ombres í litnum 288 Road Movie er ein fallegasta augnskuggapalletta sem sést hefur lengi frá tískuhúsinu ásamt Ombre Premiere-kremaugnskugganum í litnum 820 Memory. Það verður svo að minnast á blauta eyelinerinn Signature De Chanel sem er hrein unun að nota.

chanel

 

Chanel Travel Diary

les-4-ombres-multi-effect-quadra-eyeshadow-288-road-movie-2g.3145891642889

 


Chanel Les 4 Ombres (288 Road Movie), 7.899 kr.

Chanel1

 


Chanel Signature De Chanel Eyeliner Pen / Chanel Ombre Premiere (820 Memory), 4.899 kr.

Chanel2


Chanel Rouge Allure Ink, 5.499 kr. / Chanel Le Vernis, 3.599 kr. 

Yves Saint Laurent - Night 54

Við fáum diskóið beint í æð frá YSL og þá litagleði, glimmer og glans sem því fylgir. YSL Couture Hologram Powder er sérlega skemmtileg vara sem allir ættu að skoða nánar ásamt mjög flottum naglalökkum. Stjarna línunnar er vissulega hin veglega Night 54-palletta sem inniheldur bæði varaliti og augnskugga.

YSL-Fall-2017-Night-54-Collection

Yves Saint Laurent Night 54 

ysl2

YSL Night 54 Couture Variation Palette, 8.999 kr.

ysl1

YSL Couture Hologram Powder, 4.999 kr.

ysl4YSL La Laque Couture, 3.399 kr.

Lancome - Olympia Le Tan Collection

Haustlína Lancome er frísklegri og unglegri en við höfum oft séð áður en hún er unnin í samstarfi við franska fatahönnuðinn Olympia Le-Tan. Stjarna línunnar er klárlega hin stóra andlitspalletta sem inniheldur augnskugga, kinnalit og varaliti en jafnframt kemur ljómandi kremformúla í púðaformi (e. cushion) sem er skemmtileg í notkun. 

Lancome-Fall-2017-Olympia-Wonderland-Collection

Lancome Olympia's Wonderland Palette, væntanlegt.

4935421647090_CUSHION_HIGHLIGHTER_FALL_2017

Lancome Olympia Le Tan Cushion Highlighter, væntanlegt.

lancomeLancome Matte Shaker Liquid Lipstick, væntanlegt.