c

Pistlar:

5. desember 2017 kl. 22:50

Sigvaldi Kaldalóns (svali.blog.is)

Yes, íbúðin er klár.

Það var /%#%#/&/(%$ mikið. Loksins búin að klófesta íbúð í Adeje þorpinu, aðeins frá öllum skarkalanum. Akkúrat það sem okkur langaði, held ég. En vá hvað þetta er búið að vera erfitt, það er svo þétt setið um allar íbúðir og eyjaskeggjar ekkert sérstaklega að taka tillit til þeirra sem eru ekki á svæðinu og vilja bara ganga frá þessum málum í gegnum netið og síma. Það er mikið mildi að við þekkjum nokkur góð á eyjunni sem tóku málin í sínar hendur og redduðu okkur. 

Íbúðin er vonandi frábær, við höfum nefnilega ekki séð hana nema í stutta stund í myndsímtali. Það náðist ekki að taka myndir af henni því hún var eiginlega ekki komin á leigu þegar við fréttum af henni. En það hefði ekki gerst ef að við hefðum ekki haft fólk á staðnum. Tenerife er nefnilega orðin óheyrilega vinsæl hjá ferðalöngum til langs og skemmri tíma. T.d kíktum við á eina íbúð í vikunni og við vorum nr 15 í röðinni að skoða hana. Ef þú hélst að markaðurinn hér heima væri erfiður þá er það mikill misskilningur. En þetta gekk og við erum alsæl. Hver er ástæðan fyrir því að allt er á súðum á íbúðamarkaðnum? Sennilega það að Tyrkland, Grikkland og fl lönd þar á slóðum eru að ganga í gegnum erfiða tíma, ófrið í landinu eða efnahags hrun. Það gerir það að verkum að Tenerife hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vinsæl. 

Leiguverðið er hátt miðavið t.d bara í fyrra, og það kemur bara til með að hækka meðan ófriður er enn á sumum stöðum í Miðjarðarhafinu. En samt sem áður er verðið grín í samanburði við það sem er að gerast hér heima. Þá er bara að byrja að pakka í þær töskur sem við getum sent út á undan okkur. Einhver á leiðinni til Tene og langar að taka eina til tvær töskur með sér? :-)  Ég er svo með SnapChat þar sem ég mun leyfa öllum að fylgjast með sem vilja. SnapChat: svalik  

Þangað til næst, bestu kveðjur .spaniaspánn

Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Svali heiti ég og ætla að skrifa hér um ferðalag fjölskyldunnar til Tenerife. Jóhanna er eiginkonan og synirnir 3 eru Sigvaldi 10 ára, Valur 9 ára og Siggi Kári 2 ára. Við förum af landi brott þann 30.desember næstkomandi og markmiðið er að geta leyft ykkur sem vilja að fylgjast með herlegheitunum. Tímanum áður en við förum og eftir að út er komið. 

Meira