c

Pistlar:

23. mars 2022 kl. 12:00

Svanur Guðmundsson (svanur.blog.is)

Vorrall - Árni mokfiskar

Árni Friðriksson í GrunarfjarðarhöfnÍ dag 22. mars þurfti hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson HF 200 að gera hlé á rannsóknum sínum, svokölluðu vorralli og landa fullfermi, mest karfa, í Grundarfirði. Árni Friðriksson fékk karfann  43 rannsóknartogum sem hvert um sig eru ekki nema fjögurra sjómílna löng. Þrátt fyrir mikla ótíð reyndist  karfinn vera út um allt og er að truflaði rannsóknirnar, eða svo segja sjómenn með glotti við tíðindamann minn.

Skjámynd 2022-03-22  tog Árna löndun GRfj

Myndin sýnir græna ferillinn sem nær utan um  togin þar sem fiskurinn veiddist sem landað er í Grundarfirði. 

Nýir Tyson hlerar eftir JósafatsteikninguÁnægjulegt er að sjá að Árni Friðriksson er kominn með nýja hlera og verður  forvitnilegt að sjá þegar gögnin koma úr leiðangrinum hvort nýju hlerarnir eru að breyta svona miklu. Ég nefni hlerana sérstaklega hér þar sem ég benti á í skýrslu minni Samantekt á stofnmati karfa og grálúðu að þörf væri á að skipta um hlera hjá rannsóknarskipunum.

Eftir því sem komist verður næst var afli Árna Friðrikssonar  meiri en það sem landað er því skipsverjar þurftu að henda afla sem þeir náðu ekki að koma fyrir í skipinu. Svo vel mun hafa  fiskast. 

 

Við komuna inn til hafnar þurfti Árni Friðriksson að skáskjóta sér inn á milli þorskaneta sem flutu upp í Grundarfirði því þau voru svo full af fiski. Fiskurinn er að því virðist þorskur sem er að hrygna í Grundarfirði en því var haldið fram áður fyrr að enginn þorskur hrygni í Breiðarfirði.

 

Það verður forvitnilegt að sjá hvort það er smákarfi sem var  að gefa sig í þessum leiðangri. Módel Hafrannsóknarstofnunar ganga út á að smákarfinn finnist og óvissan minnki þá í stofnmatinu. Þá þurfi ekki að gæta varúðarsjónarmiða við úthlutun karfa eins og nú er gert. Á það reyndar við um marga stofna. 

 

SG 23/3 2022 

Uppfærsla 23 mars : Við munum líklega ekki sjá smákarfan á markaðnum því smákarfanum var hent í sjóinn því hann komast ekki fyrir í skipinu.