c

Pistlar:

7. mars 2016 kl. 19:56

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

Jóga og heilinn. Stóru fréttirnar!

boðefniYfir 90 % einstaklinga sem ákveða að stunda jóga fara af stað með þær væntingar að auka líkamlegan styrk og liðleika og líka til að draga úr streitu. Hið besta mál. Þeir sem fara hins vegar á bólakaf í jógaiðkun breyta nær allir afstöðu sinni.

Í einni af þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið á jógaiðkendum hefur komið fram að 2/3 hlutar jóganema og 85% jógakennara breyta hugmyndum sínum um hvað jóga snýst eftir því sem þeir fara dýpra inn í jógað. Á þann veg að andlegi þátturinn og það að losna undan sjálfsásökunum verður mun eftirsóknarverðara en allt annað. Þetta meikar sens, eins og sagt er, því jóga býður upp á svo miklu meira en líkamsstöður og það að læra að standa á haus. Jóga felur í sér að við horfum á spegilmynd okkar, iðkun góðkennsku og kærleika og höldum áfram að auka meðvitund um okkur sjálf og aðra. Það breytir engu um það að heilsukostirnir eru mjög skýrir og mikilvægir, þ.e. jóga færir okkur styrk og liðleika, jafnvægi og dregur úr ýmsum heilsukvillum. Nýleg rannsókn sem birt var í Euorpean Journal of Preventive Cardiology sýnir að jóga dregur alveg jafn mikið úr hættu á hjartasjúkdómum og önnur hreyfing. Ennfremur hefur komið fram að jóga losar fólk að jafnaði við 3 kíló, lækkar blóðþrýsting, minnkar slæma kólesterólið, dregur úr krónískum verkjum, liðverkjum, astma og iðrabólgu.

Jóga og gráu svæðin
Eins og við flest vitum hafa sálfræðingar, læknar og geðlæknar mikinn áhuga á heilanum. Margir vísindamenn hafa sannarlega horft upp á að jógaiðkun dregur úr streitu, þunglyndi og kvíða en mörgum kemur á óvart að jógaiðkun til langs tíma breytir í raun heilanum. Ný vísindagrein sem birtist í The Frontiers byggð á taugarannsóknum á mönnum með MRI skanna færði vísindamönnum þá fullvissu að jógaiðkun dregur úr hrörnun heilans. Rannsókn með þessum nákvæma skanna sýndi að jóga dregur úr myndum grárra svæða í heilanum. Reyndari og eldri jógar voru með heila á pari við sér miklu yngra fólk. Það segir okkur að jógaiðkun kemur mjög líklega í veg fyrir að heilinn skreppi saman eftir því sem við eldumst. Það sem jafnframt kom fram í þessari rannsókn, og er jafnvel ennþá áhugaverða, er að jógaiðkun hefur meiri áhrif á gráu svæðin í vinstra heilahvelinu, eða þann hluta heilans sem tengdur er jákvæðum tilfinningum og reynslu; parasympatíska taugakerfinu sem er beintengt “hvíld og meltingu”. Tilfinningar eins og ánægja og hamingja hafa meiri áhrif á vinstra heilahvel okkar. Á bak við þær upplýsingar standa nákvæmar rannsóknir með PET sneiðmyndaskanna.

Sannleikurinn er engu að síður sá að jóga snýst ekki bara um breyta heilanum, líkamanum, ná höfuðstöðum eða jafnvel ekki um meiri ánægju. Ef svo væri gætum við allt eins farið í spinningtíma, út að hlaupa eða synt skriðsund. Jóga er um þetta allt og miklu meira. Í heimi þar sem við hendumst úr einu í annað, frá öðrum degi til þess næsta í stanslausri von um betri heilsu, flottari líkama, þægilegar tilfinningar, og erum í sífellu að plana framtíðina, býður jóga upp á þann möguleika að við “breytum” okkur í það sem við eigum nú þegar eða það sem við erum nú þegar.

Start_Where_You_AreHið raunverulega rými
Ein að mínum uppáhalds hugleiðslukennurum, Pema Chödrön útskýrir málið svona. “Þegar við byrjum að hugleiða, hugsum við oft á einhvern hátt með okkur um framfarir en það er í raun áras í okkar garð. Hugleiðsla snýst ekki um að henda því sem við erum til að verða eitthvað betra. Hún snýst um að vingast við það sem við erum nú þegar. Grunnurinn ert þú, eða ég, eða hver sem við erum. Við komumst að því með gífurlegri forvitni og áhuga. Við lærum á hæfileika okkar til að slaka á með skýrleika, rými, og með þeirri opnu meðvitund sem þegar er til staðar í huga okkar. Við upplifum stundir þar sem við erum hér og og nú og að það sé einfalt, afdráttarlaust og án óreiðu.”

Svo, af hverju jóga?
Svarið getur bæði verið flókið og persónulegt, en líka einfalt og algilt: Því við viljum vera til staðar. Við viljum vera hér og nú, ekki bara á mottunni heldur líka með okkur sjálfum, öðru fólki og með samfélagi okkar.

Jóga getur breytt hjörtum – þar er ekki eingöngu átt við blóðþrýsting.

Heimildir m.a.
https://www.psychologytoday.com/basics/chronic-pain

Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira