c

Pistlar:

23. nóvember 2016 kl. 16:21

Guðrún Kristjánsdóttir (systir.blog.is)

10 leiðir til að hygge sig að hætti Dana

Danir eru sérfræðingar í að hafa það notalegt. Þeir nota orðin “hygge sig” nær daglega. Bara við það að segja orðin fer um þá sælustraumur. Ein vinsælasta bók Dana á þessu ári er The Little Book Of Hygge, The Danish Way To Live Well. Hún er metsölubók og komst nýverið á topp 10 metsölubókalista hins virta tímarits Time. Höfundur bókarinnar er Meik Wiking, yfirmaður hamingjurannsókna stofnunnarinar í Danmörku og algjör stjarna þar í landi um þessar mundir.
Hér koma nokkur hygge ráð frá Meik Wiking með dassi af íslenskri gráglettni en líka gæsku.hygge

 1. “Hyggekrog”
  Í fyrsta sæti að mati Dana er að koma sér upp “hyggekrog” eða kósíhorni á hverju heimili. Þetta er horn eða herbergi þar sem þú umvefur þig teppi með bók í hönd og ilmandi tebolla. Heimavinnandi nota líka hornið til að ná rétta andanum við vinnuna. Danir elska sinn hyggekrog. Ef þeir búa ekki yfir slíkum, dreymir þá um hann. Það þarf helst að vera við stóran glugga með útsýni yfir flóann. Hornið þarf að vera þakið í púðum og teppum. En hvað sem draumum líður er lítið mál að búa til “hyggehorn” í hvaða rými sem er . Það er þekkt að danskir fasteignasalar þykir mest til koma að nota orðið hyggekrog til að selja hús.
  Í anda íslensku hefðarinnar gæti þetta verið bókahorn en það er líka vitað að Danir líkt og Íslendingar hafa núorðið mikinn áhuga á jógahyggehorni heima með ýmist útsýni yfir flóann eða hafið. Mest er um vert er að geta verið slakur og öruggur hver í sínu horni.
 1. Arinn
  Draumur Dana er líka að hafa arinn til að hygge sig við. Það elska Danir en samkvæmt rannsóknum er það umfram allt dýr húshitunarkostnaður sem hefur rekið Dani til að hafa arinn í húsum sínum. Hitt er svo að 70% Dana finnst arinn ansi huggulegur, sérstaklega ef fjölskyldan kemur öll saman fyrir framan arininn.
 1. Kerti & falleg lýsing
  Engin kerti. Ekkert hygge. Kerti eru er einstaklega hugguleg í augum Dana og 85% þeirra segja kertaljós og rétta lýsingu bera af í hugglegheitum. Danir brenna fleiri kerti en nokkur önnur Evrópuþjóð en það hlýtur að fara að styttast í að Íslendingar elti þá uppi. Þar sem Danir eru líklega lífrænasta Evrópuþjón vilja þeir helst ekki sjá ilmkerti, allavega ekki kemísk ilmkerti. Bara einföld kerti sem gefa frá sér fallega lýsingu.
 1. Lifandi viður
  Fallegir hlutir hannaðir úr við eru stór partur af hyggetilveru Dana. Kannski þráum við að leita róta okkar en það er óneitanlega eitthvað við við. Það að snerta við, ganga á lifandi viðargólfi, setjast í viðarstól. Leikföng úr náttúrulegum við hafa aftur náð mikilli útbreiðslu í Danmörku eftir niðurlægingatíma gerviefnanna (að mati Dana). Það að snerta við færir okkur nær náttúrunni. Það er einfalt og notalegt. Eins og hugmyndin um að hygge sig. 
 1. Heimili víkinga
  En viður er ekki nóg. Danir vilja helst flytja allan skóginn heim til sín. Eins og lauf af trjám, hnetur, sprek og jafnvel feldi af dýrum. Í grunninn spyrja Danir sig: hvernig leit heimili víkinga út? Gærur á bekkjum, stólum, og í syllum. Feldir útum allt (svo er gaman er að að segja frá því að þeir sem stunda Kundalini jóga hafa gjarnan gærur á jógadýnunum sínum.). Með sitt mikla dálæti á kertum, við, gærum og skinnum kemur ekki á óvart að Kaupmannahöfn hafi brunnið nokkrum sinnum til grunna.
  Förum varlega með eld.
 1. Innihaldsríkar bækur
  Líkt og Íslendingar elska Danir bækur og eru gjarnarn með innihaldsríkar bókahillur nálægt eða í hyggehorninu sínu. Skiptir þá engu hvort þú lest glæpasögu, vísindaskáldsögu, Jane Austin, Laxness, Charles Dikens, Leo Tolstoy eða kannski eitthvað aðeins notalegra, eins og hugguleg húsbúnaðarblöð. Mjög líklegt er að ef ykkur líður vel í hyggehorninu sæki börnin þangað líka og vilja láta lesa fyrir sig. 
 1. Keramik með sögu
  Keramik er dálæti Dana. Fallegur tepottur eða keramikvasi á miðju borðstofuborðinu. Það sem Dönum þykir vænst um er ekki Omaggio vasinn. Ónei. Heldur Kähler sem á sér nærri 180 ára sögu og vakti mikla athygli á World Expo í París árið 1889. Sama ár Eiffel turninn var vígður. Royal Cophenhagen er líka í hjartarótum Dana. Alllir verða helst að eiga smá keramik frá þeim.
 2. Snertiþörfin
  Danir hafa alltaf lagt sig fram um að næra sem flest skilningavit til að hafa það virkilega hyggeligt. Það að strúkja með fingrunum eftir viðarborðinu, verma hendurnar á heitum keramik tebolla, snúa upp á hárin á gærunni. Það er allt annað en að snerta stál, gler eða plast sem þeir hygge sig helst ekki við. Danir vilja líka notalegar og umfram allt vel hannaðar flíkur úr náttúrulegum efnum. Meik Wiking The Times

 3. Angurværð
  Orðið vintage hljómar eins og ljóð í eyrum Dana. Þeir elska antikbúðir og stæra sig gjarnan af því ef þeir finna demanta innan um allt dótið. Gamall lampi, viðarstóll eða borð með sál þykir virkilega hyggeligt á hverju dönsku heimili. Þótt Danir séu frábærir nútimahönnuðir þykir ekkert varið í heimili sem ekki hafa eitthvað gamalt og helst sögulegt inn á milli. Danir eru í hjarta sínu mjög angurværir og tilfinningalegt gildi hefur mikið að segja. Höfundur bókarinnar orðar það svo skemmtilega þegar hann segir Dani í raun Kinder egg í hygge.

 4. Teppi & púðar.
  Teppi og púðar og mikið af þeim verða að prýða hvert danskt heimili. Danir vilja ullateppi og bómullarteppi. Þótt þeir sætti sig stöku sinnum við flísteppin. Mjúkir og fallegir púðar eru líka sannarlega hluti af því að hygge sig. En fátt er betra í augum Dana en að hygge sig með góðum mat sem nærir mörg skilningavit.
  Hygge sig snýst með öðrum orðum um leyfi til að draga sig út úr skarkala hversdagsins og njóta lífsins. Um hamingju og einföld þægindi. Það kunna Danir þjóða best.
  Danir ertu ef vill jógar norðursins?
Guðrún Kristjánsdóttir

Guðrún Kristjánsdóttir

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu, flot og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.

Meira